CFC félög

Með CFC félagi (e. Controlled Foreign Corporation) er átt við félag, sjóð eða stofnun sem staðsett er á lágskattasvæði og er í eigu og/eða undir stjórn íslensks eiganda, hvort heldur sem sá eigandi er einstaklingur eða félag.

Íslensk kennitala fyrir CFC félag

Sum CFC félög hafa fengið úthlutað kennitölu vegna bankaviðskipta á Íslandi. Eigi félag ekki íslenska kennitölu þarf að sækja um hana til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra (RSK 17.90). Án íslenskrar kennitölu er ekki hægt að skila tilskildum gögnum til ríkisskattstjóra.

Skýrsla CFC félags

Eigandi CFC félags þarf að sjá til þess að skýrslu fyrir félagið sé árlega skilað til ríkisskattstjóra (RSK 4.24). Séu íslenskir eigendur fleiri en einn koma þeir sér saman um hver annist skýrsluskil félagsins. Hægt er að sækja pdf-útgáfu á skatturinn.is, en þetta eyðublað er aðeins til á pappírsformi (ekki í rafrænum skilum). Skila ber ársreikningi félagsins með skýrslunni.

Skýrsla eigenda

Eigendur CFC félaga, bæði lögaðilar og einstaklingar, skulu skila skýrslu eiganda (RSK 4.25) með framtali sínu og gera þar grein fyrir eignarhlut sínum, atkvæðisrétti, arði og hlutdeild í tekjum og eignum. Þetta eyðublað er fylgiskjal með skattframtali lögaðila. Bæði lögaðilar og einstaklingar geta skilað því rafrænt með framtali sínu.

Ítarefni

Eyðublöð

Skýrsla eiganda – RSK 4.25

Skýrsla lögaðila á lágskattasvæði – RSK 4.24

Umsókn um kennitölu fyrir CFC félög – RSK 17.90

Annað

Skattskylda CFC-félaga


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum