Inneignir

Inneign gjaldanda hjá innheimtumanni ríkissjóðs getur stafað af lögbundnum endurgreiðslum úr skattkerfinu, til dæmis vaxtabætur, barna­bætur og úrskurðaðar endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einnig getur inneign myndast við ofgreiðslur gjaldanda.


Greiðsla inneigna

Til þess að hægt sé að greiða út inneignir þarf gjaldandi að hafa skráðan bankareikning. Hægt er að skrá bankareikning á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með því að hafa samband við þjónustuver Skattsins í síma 442-1000 eða á skatturinn@skatturinn.is

Lesa meira

Barnabætur

Barnabætur eru greiddar með börnum til 18 ára aldurs og miðast við fjölskyldustöðu 31. desember árið á undan. Barnabætur eru tekjutengdar og ákvarðaðar af ríkisskattstjóra í samræmi við tekjur á skattframtali. 

Lesa meira

Vaxtabætur

Vaxtabætur eru ákvarðaðar af Skattinum samkvæmt upplýsingum á skattframtali. Útreikningur vaxtabóta er framkvæmdur í álagningarvinnslu og útborgunardagur er 1. júní.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum