Öryggi vöruflutninga

Skattinum er ætlað að hafa eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu.

Skatturinn sinnir eftirlitsskyldu með þáttum sem snúa að ýmsum öryggismálum og almannahagsmunum. Einkum snýr skylda hans að því að tryggja öryggi vöruflutninga og ótollafgreiddrar vöru sem og flutning upplýsinga með öruggum rafrænum hætti.

Embættið sinnir eftirlitsskyldu sinni þannig að henti þörfum viðskiptalífsins en jafnframt að nægilegu öryggi flutnings og meðferðar ótollafgreiddrar vöru verði tryggt.

Rafræn tollafgreiðsla

Rafrænni tollafgreiðslu er ætlað að tryggja að vöruviðskipti milli Íslands og annarra landa gangi greiðlega fyrir sig en jafnframt þarf að tryggja að lögum og reglum um viðskipti sé framfylgt og ólögmætur varningur berist ekki til landsins.

Tengt efni 

Viðurkenndir rekstraraðilar - AEO

EORI

Farmvernd

Tollmiðlarar

Tollhafnir

Geymslur

 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum