Peningaþvætti

Með frjálsum fjármagnsflutningum á milli landa er talið að peningaþvætti hafi orðið alþjóðlegt vandamál og undirstaða skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Til að sporna við þessu hefur verið gripið til ýmissa aðgerða á alþjóðavettvangi. 

Ísland er aðili að alþjóðasamstarfi Financial Action Task Force on Money Laundering (FATF) og hefur ríkisskattstjóra verið falið eftirlitshlutverk á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.


Hlutverk Skattsins og framkvæmd eftirlits með peningaþvætti

Eftirlitsaðilum ber að áhættumeta þá tilkynningarskyldu aðila sem þeir hafa eftirlit með, bæði fjármálamarkaðinn í heild og starfsemi einstakra aðila, m.a. hvað varðar einstakar vörur og þjónustu sem þeir bjóða upp á.

Lesa meira

Tilkynningarskyldir aðilar sem heyra undir eftirlit ríkisskattstjóra

Tilkynningarskyldir aðilar bera samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ábyrgð á því að starfsemi þeirra uppfylli kröfur sem áðurnefnd lög gera til þeirra. Felst það m.a. í gerð áhættumats á rekstri sínum, sinna tilkynningarskyldu, framkvæma áreiðanleikakannanir sem og skipa ábyrgðarmann og þjálfa starfsfólk. 

Lesa meira

Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og frysting fjármuna

Tilkynningarskyldum aðilum ber skylda til að viðhafa eftirlit með því hvort viðskiptamenn þeirra séu á listum yfir alþjóðlegar þvingunaraðgerðir. Séu viðskiptamenn skráðir á slíkan lista ber tilkynningarskyldum aðilum að fyrsta fjármuni þeirra og tilkynna eigendum fjármuna og yfirvöldum um frystingu.

Lesa meira

Yfirlýsing FATF vegna ósamvinnuþýðra ríkja frá 23. október 2020

Ríkisskattstjóri vekur athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps hinn 21. febrúar sl. Þann 23. október sl. var ákveðið að yfirlýsing FATF frá því í febrúar myndi gilda áfram vegna aðstæðna af völdum COVID-19.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum