Innskráning á vef

Leiðbeiningar um innskráningarleiðir

Skatturinn leggur ríka áherslu á notkun rafrænna skilríkja til auðkenningar þar sem við á. Þegar ekki er unnt að nota rafræn skilríki gefur Skatturinn út nokkrar tegundir af veflyklum sem bera mismunandi réttindi. Hér eru upplýsingar um ólíkar innskráningaleiðir á þjónustuvef Skattsins og leiðbeiningar um hvernig má nálgast veflykla.

Dánarbú

Forráðamaður dánarbús getur óskað eftir veflykli dánarbús.

Opna umsókn um veflykil dánarbús

Í viðhengi með umsókninni þarf að fylgja með afrit af umboði frá sýslumanni.

Með veflyklinum er hægt að fá aðgang að þjónustusíðu hins látna, skuldastöðu, framtölum, hægt að skila framtali og öðru sem getur reynst nauðsynlegt.

Einstaklingur - aðalveflykill

Innskráning á þjónustuvef Skattsins er möguleg með:

 • Rafrænum skilríkjum
 • Kennitölu og veflykli

Hægt er að sækja um nýjan aðalveflykil og fá hann:

 • Sendan í netbanka undir rafræn skjöl
 • Sendan í bréfpósti á skráð lögheimili

Erlendis búsettir

Þau sem ekki hafa íslenskt lögheimili, íslenskan heimabanka eða íslensk rafræn skilríki geta sótt um að fá veflykil að þjónustusíðu Skattsins sendan á lögheimili sitt erlendis.

Sækja um veflykil fyrir erlendis búsetta

Fyrirtæki - aðalveflykill

Nýstofnuð félög fá aðalveflykil afhentan í bréfpósti í byrjun árs, árið eftir að félagið er stofnað.

Sé óskað eftir nýjum aðalveflykli, er mögulegt að:

 • Sækja um nýjan aðalveflykil í bréfpósti.
 • Framkvæmdarstjóri getur mætt á næstu starfsstöð Skattsins og fengið veflykilinn afhentan gegn framvísun persónuskilríkja (sé enginn skráður framkvæmdarstjóri þá getur einstaklingur með prókúru mætt).
 • Senda okkur póst, með beiðni um að fá veflykilinn sendan til framkvæmdarstjóra í læstu skjali sem er aðeins opnanlegt með rafrænum skilríkjum. Senda þarf netfang framkvæmdarstjóra með beiðninni (sé enginn skráður framkvæmdarstjóri þá getur einstaklingur með prókúru fengið veflykilinn).

Athygli er vakin á að:

 • Félög geta ekki fengið veflykla senda í netbanka
 • Rafræn skilríki stjórnanda virka ekki til gagnaöflunar á þjónustusíðunni.
 • Aðalveflykill veitir ekki fullan aðgang að öllu efni á þjónustuvef. En þó að t.d. skuldastöðu, framtalsskilum, álagningarseðli og gagnaskilum.

Húsfélag

Húsfélag getur aðeins sótt um að fá aðalveflykil og skilalykil fagaðila sendan í bréfpósti á skráð heimilisfang samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins.

Sækja um veflykil fyrir húsfélag

Mikilvægt er að hafa póstkassa/póstlúgu vandlega merkta húsfélaginu.

Rafræn skilríki erlendis

Í nýjustu útgáfu Auðkennisappsins er hægt að virkja rafræn skilríki með sjálfafgreiðslu - hvar sem er í heiminum, en viðkomandi þarf að:

 • Hafa náð 18 ára aldri
 • Hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
 • Hafa gilt íslenskt vegabréf

Nánari upplýsingar um auðkennisappið og leiðbeiningar

Skilalykill fyrir fagaðila

Við afhendingu á aðalveflykli fylgir skilalykill fagaðila. Nýstofnuð félög fá skilalykil fagaðila afhentan í bréfpósti í byrjun árs, árið eftir að félagið er stofnað. 

Sé óskað eftir nýjum skilalykli fagaðila, er mögulegt að:

 • Breyta skilalykli fagaðila
  Það er gert með innskráningu á skattur.is - með aðalveflyklinum (einstaklingar geta notað rafræn skilríki). Velja þarf efst hægra megin á síðunni, undir nafni innskráningaraðila, Veflyklar - Skilalykill fagaðila - Breyta +.

Staðgreiðsla (fyrir launagreiðendur)

Þegar skráning á launagreiðendaskrá er staðfest sendir Skatturinn veflykilinn í tölvupósti á netfangið sem skráð var á tilkynningareyðublaðinu.

Sé veflykillinn glataður er eingöngu hægt að senda Skattinum beiðni um að fá hann sendan.

Virðisaukaskattur

Þegar skráning á virðisaukaskattskrá er staðfest sendir Skatturinn veflykilinn í tölvupósti á netfangið sem skráð var á tilkynningareyðublaðinu.

Sé veflykillinn glataður er eingöngu hægt að senda Skattinum beiðni um að fá hann sendan.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum