Áfengisgjald

Allir sem flytja inn eða framleiða áfengi hér á landi til sölu eða vinnslu ber að greiða áfengisgjald. Einnig þeir sem flytja áfengi með sér eða fá það sent erlendis frá, til eigin nota. Áfengisgjald er greitt af neysluhæfu áfengi sem í er meira en 2.25% af vínanda að rúmmáli.  

Undanþágur frá greiðslu áfengisgjalds

 1. Sala áfengis úr landi.
 2. Innflutningur/sala til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
 3. Innflutningur/sala í tollfrjálsar forðageymslur.
 4. Innflutningur og sala til þeirra sem njóta skattfrelsis hér á landi.
 5. Innflutningur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum að tilteknu hámarki.
 6. Innflutningur og sala til lækna og lyfsala vegna áfengis sem talið er upp í lyfjaskrá og selt sem lyf.
 7. Innflutningur og sala til framleiðenda sem hafa leyfi til framleiðslu áfengis.
 8. Innflutningur og sala á neysluhæfum vínanda til framleiðslu á óneysluhæfum vínanda til iðnþarfa, rannsókna o.þ.h.

Eftirlit

Eftirlit með starfsemi framleiðenda innanlands er í höndum ríkisskattstjóra sem jafnframt annast álagningu áfengisgjalds á innlenda framleiðslu. Ríkisskattstjóra ber jafnframt að halda skrá yfir alla þá aðila sem fengið hafa heimild til innflutnings og heildsölu áfengis hér á landi en um slíkar heimildir er sótt um hjá ríkislögreglustjóra sem gefur leyfin út.

Áfengisgjaldsskírteini

Ríkisskattstjóri gefur út áfengisgjaldsskírteini að undangenginni umsókn, til eftirtaldra aðila sem undanþegnir eru greiðslu áfengisgjalds:

 1. Framleiðendur áfengis.
 2. Framleiðendur óneysluhæfs vínanda til iðnþarfa, rannsókna o.þ.h.
 3. Aðilar sem nýta neysluhæfan vínanda til iðnþarfa, rannsókna o.þ.h.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Almennt um áfengisgjald - 1. kafli laga nr, 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki

Álagning, uppgjörstímabil, gjalddagi o.fl. -  2. kafli reglugerðar nr. 505/1998, um áfengisgjald

Bókhald og eftirlit - 4. kafli reglugerðar nr. 505/1998, um áfengisgjald

Eftirgjöf áfengisgjalds - 3. kafli reglugerðar nr. 505/1998, um áfengisgjald

Gjaldskylda, gjaldskyldir aðilar og gjaldflokkar - 1. kafli reglugerðar nr. 505/1998, um áfengisgjald

Ýmis önnur ákvæði - 5. kafli reglugerðar nr. 505/1998, um áfengisgjald

Reglugerð nr. 828/2005, um framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis í atvinnuskyni

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum