Flytja búslóð til landsins
Búslóðir þeirra sem flytja búferlum til Íslands eru tollfrjálsar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það eru heimilismunir, til dæmis húsgögn og búsáhöld og aðrir persónulegir munir
Þau sem flytja til landsins eftir búsetu erlendis og hafa með sér ökutæki á erlendum númerum geta fengið leyfi til tímabundinnar undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda. Að jafnaði er þá um að ræða akstursleyfi til eins mánaðar.