Flytja búslóð til landsins

Búslóðir þeirra sem flytja búferlum til Íslands eru tollfrjálsar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það eru heimilismunir, til dæmis húsgögn og búsáhöld og aðrir persónulegir munir

Þau sem flytja til landsins eftir búsetu erlendis og hafa með sér ökutæki á erlendum númerum geta fengið leyfi til tímabundinnar undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda. Að jafnaði er þá um að ræða akstursleyfi til eins mánaðar. 


Ökutæki flutt inn með búslóð

Við fullnaðartollafgreiðslu ökutækja þarf að greiða lögboðin aðflutningsgjöld. Heimilt er þó að fresta innheimtu vörugjalds af ökutæki þess sem flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu í allt að einn mánuð frá komudegi flutningsfars til landsins.

Lesa meira

Tollskyldar vörur fluttar inn með búslóð

Greiða þarf gjöld af vörum sem fluttar eru með búslóð til landsins og ekki geta talist vera hluti búslóðar.

Lesa meira

Búslóð

Búslóðir manna sem flytja búferlum til Íslands eru tollfrjálsar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það eru heimilismunir, til dæmis húsgögn og búsáhöld, og aðrir persónulegir munir sem ekki eru sérstaklega undanskildir sem geta verið tollfrjálsir við búferlaflutning.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum