Tollskyldar vörur fluttar inn með búslóð

Greiða þarf gjöld af vörum sem fluttar eru með búslóð til landsins og ekki geta talist vera hluti búslóðar.

Þessar vörur geta til dæmis verið:

  1. Hlutir og búnaður til nota í atvinnuskyni.
  2. Skráningarskyld ökutæki, vélknúin farartæki og farartæki til siglinga eða flugs.
  3. Hlutir sem jafnan eru vegg- eða gólffastir í híbýlum manna, til dæmis innréttingar og parket.
  4. Mat- og drykkjarvörur, þar með talið áfengi og tóbak.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum