Tollskóli ríkisins
Embætti tollstjóra starfrækir Tollskóla ríkisins. Skólinn annast kennslu í almennum tollfræðum og veitir tollvörðum og tollendurskoðendum grunn- og sérmenntun á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu (tolleftirlits). Inngöngu í skólann fá þeir sem ráðnir hafa verið til starfa hjá embættinu við tollgæslu eða tollendurskoðun og staðist hafa inntökupróf í skólann. Tollstjóri getur ákveðið að aðrir en tollstarfsmenn stundi nám við skólann.
Skólinn sinnir sí- og endurmenntun tollstarfsmanna auk almenns og sérhæfðs fræðslustarfs fyrir annað starfsfólk embættisins. Við skipulag þess er jafnan tekið mið af þörfum og stefnumörkun embættisins. Jafnframt býður skólinn upp á ýmis námskeið ætluð utanaðkomandi aðilum sem fást við inn- og útflutning, svo sem námskeið í tollskýrslugerð fyrir inn- og útflutning, tollflokkun vöru, upprunamálum og fleiru.