Endurgreiðsla

Sækja má um endurgreiðslu á greiddri staðgreiðslu ef fyrirsjáanlegt er að til endurgreiðslu komi í álagningu þegar tekjuárið hefur verið gert upp.

Ef greidd hefur verið að minnsta kosti 20% hærri staðgreiðsla en væntanleg álagning skatta og gjalda vegna tekjuársins er heimil endurgreiðsla í sérstökum tilfellum.

Þau tilfelli sem taka má til greina eru vegna:

  • Náms
  • Tekjuskerðingar
  • Veikinda eða slysa
  • Andláts maka

Endurgreiðsla vegna samsköttunar og millifærslu milli skattþrepa

Þá má einnig sækja um endurgreiðslu ef tekjur umsækjanda eru skattlagðar í hæsta skattþrepi en tekjur maka sem umsækjandi er samskattaður með ná ekki hæsta skattþrepi.

Sú staðgreiðsla sem hefur verið staðgreidd og dregin af launum yfir árið er þá endurreiknaður með tilliti til millifærslu á milli skattþrepa hjá samsköttuðum. Slík endurgreiðsla skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 50.000 kr. eða hærri fjárhæð en 300.000 kr.

Umsókn

Sótt eru um endurgreiðslu á eyðublaði RSK 5.09. Á umsókn þarf að koma fram rökstuðningur og fylgigögn til stuðnings.

Þegar umsókn er samþykkt er fjárhæð endurgreiðslu lögð inn á skráðan bankareikning. Bankaupplýsingar má skrá á þjónustuvef Skattsins.

Tímabil

Tekið er á móti umsóknum á tímabilinu frá 1. október til 1. mars á hverju ári.


Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Endurgreiðsla staðgreiðslu – 18. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda  

Skattstigi manna – 4. tl. 1. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Eyðublöð

Umsókn um endurgreiðslu á staðgreiddum opinberum gjöldum - RSK 5.09


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum