Stefnan okkar

Skatturinn - Samfélaginu öllu til heilla

Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið.

Stefna okkar er

  • Að sinna af krafti hlutverki okkar með tæknilegri framþróun og nýsköpun, bæði með innleiðingu stafrænnar þjónustu við viðskiptavini og í innra starfi stofnunarinnar.
  • Að gagnadrifin ákvörðunartaka sé meginstefið í öllu okkar starfi.
  • Að móta skemmtilegan og eftirsóttan vinnustað fyrir framsækið fagfólk sem kappkostar að vinna að og þróa mikilvæg verkefni í þágu samfélagsins alls.
  • Að Skatturinn sé ein af þeim stofnunum ríkisins sem njóta mikils trausts í samfélaginu. 

Gildi Skattsins

Fagmennska - Framsækni - Samvinna


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum