Að sækja staðfest afrit skattframtals af þjónustuvef
Mögulegt er að nálgast staðfest afrit skattframtals á PDF-formi sem móttakandi getur sannreynt að sé frá skattyfirvöldum.
Til að sækja afrit þarf að fylgja eftirfarandi skrefum á þjónustusíðunni:
- Innskráning á þjónustuvef með rafrænum skilríkjum eða veflykli.
- Eftir innskráningu, smella á „Framtal“ efst á síðunni og þar undir „Staðfest afrit framtals“.
- Þar kemur upp listi yfir öll síðustu framtöl. Smella svo á hnappinn „Sækja afrit“. Einnig er hægt að sækja fylgiblöð, ef einhver eru, með hverju framtali fyrir sig.
- Vista þarf afritið niður í tölvuna eða snjalltækið.
- Skjalið vistast sem læst og undirritað PDF-skjal. Móttakandi, sem fær framtalið afhent, sem PDF-skrá getur sannreynt hvort skjalið sé í raun og veru frá Skattinum með því að opna slóðina www.skatturinn.is/sannreyna.
Vinsamlegast athugið að afrit telst ekki staðfest af Skattinum hafi það verið prentað út.