Hlutafélög

Hlutafélög eru skráð í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til fyrirtækjaskrár og greiða skráningargjald. Hægt er að greiða með reiðufé, debetkorti eða leggja inn á reikning (sjá gjaldskrá).

Afgreiðsla umsókna

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu hlutafélags er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár séu þau fullnægjandi og greiðsla (eða greiðslukvittun) fylgir með gögnunum. Hægt er að senda skannað afrit af stofngögnum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.

Hlutafé

Lágmarkshlutafé skal vera 4.000.000 kr. Skal a.m.k. helmingur vera greiddur við stofnun félagsins þó aldrei lægra en 4.000.000 kr. Ef hlutafé er greitt í öðru en peningum skal koma staðfesting frá lögmanni eða löggiltum endurskoðanda um að viðkomandi eign sé til staðar. Stofnendur hlutafélags skulu vera tveir hið fæsta. Hlutir félags eru í höndum tveggja eða fleiri aðila.

Kennitala verður til við skráningu félags. ÍSAT-númer (íslensk atvinnugreinaflokkun) er skráð við stofnun samkvæmt upplýsingum stofnenda um aðalstarfsemi félagsins.

Stofngögn

Stofngögn sem leggja þarf inn til skráningar eru auk tilkynningareyðublaðs, stofnsamningur, stofnfundargerð, samþykktir og tilkynning um raunverulega eigendur.

Hér má nálgast sýnishorn af nauðsynlegum stofngögnum í word-skjali. Hægt er að breyta og aðlaga að eigin þörfum, síðan prenta út og undirrita.

 Gæta þarf þess að:

  • Tilkynningarblað sé fyllt út í samræmi við stofngögn.
  • Rithandarsýnishorn séu rétt.
  • Allar undirskriftir séu réttar.

 Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Annað ítarefni


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum