Tollhafnir

Tollhöfn er staður, höfn eða flugvöllur, þar sem heimilt er að ferma og afferma för og geyma og tollafgreiða vörur úr þeim án sérstakrar heimildar tollyfirvalda.

1. Í tollhöfn skal vera fullnægjandi aðstaða til fermingar og affermingar fara.

2. Í tollhöfn skal vera fullnægjandi aðstaða til tolleftirlits.

3. Í tollhöfn skulu vera fullnægjandi geymsluhús, geymslusvæði og önnur aðstaða til vörslu á ótollafgreiddum vörum.

Á Íslandi eru tollhafnir á eftirtöldum stöðum:

Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Eskifirði, Grundarfirði, Grundartanga, Hafnarfirði, Höfn í Hornafirði, Húsavík, Ísafirði, Keflavík, Keflavíkurflugvelli, Kópavogi, Neskaupstað, Reyðarfirði, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Siglufirði, Skagaströnd, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og Vopnafirði.

Kortið sýnir staðsetningu tollhafna á Íslandi:

Tollhafnir á ÍslandiÞessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum