Gjöld við innflutning

Við tollafgreiðslu á Íslandi eru lögð á vöruna gjöld samkvæmt tollskrá.

Þessi gjöld eru mismunandi eftir því um hvaða vöru er að ræða og í hvaða tollskrárnúmer hún flokkast.
Gjöldin geta til dæmis verið:

  • tollar
  • vörugjöld
  • virðisaukaskattur
  • úrvinnslugjöld

Samnefni þessara gjalda er aðflutningsgjöld (innflutningsgjöld).

Ef tollmiðlari sér um að tollafgreiða vöruna kann hann að taka gjald fyrir þjónustuna. Hafið samband við tollmiðlara til að fá upplýsingar um verð.

Þegar verslað er við land sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við gæti tollurinn verið lægri eða jafnvel enginn, en til þess þarf innflytjandi að óska eftir fríðindameðferð og framvísa sönnun á uppruna vörunnar.

Virðisaukaskattur sem leggst á vörur er oftast 24% nema ef um bækur, blöð, tímarit eða matvæli, önnur en sælgæti og drykkjarvörur er að ræða sem bera 11% virðisaukaskatt.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum