Sérstök heimild til niðurfellingar álags á vangreiddan virðisaukaskatt

Ríkisskattstjóra er heimilt að fella niður álag á vangreiddan virðisaukaskatt, tímabundið eða ótímabundið, vegna uppgjörstímabila frá og með 1. september 2023 til og með 31. desember 2024. 

Heimildin er bundin því skilyrði að virðisaukaskattsskyldur aðili hafi verið með skráð lögheimili og/eða skráða starfsstöð í Grindavíkurbæ hinn 10. nóvember 2023 og í lok þess uppgjörstímabils sem fellur undir tímabil niðurfellingar álags.

Áætlanir rekstraraðila frá Grindavík

Þeir rekstraraðilar með skráð lögheimili og/eða starfsstöð í Grindavík og hafa ekki skilað virðisaukaskattsskýrslu á þeim gjalddögum sem um ræðir munu að óbreyttu hljóta sérmeðferð að því er tekur til áætlana.

Þeir sem undir þetta falla ættu að reyna að skila skýrslu eins fljótt og því verður við komið. Þá er áætlun leiðrétt í takt við innkomna skýrslu.

Beiðni um niðurfellingu álags

Ef álagi hefur verið bætt við virðisaukaskatt, áætlaðan eða samkvæmt skilaðri virðisaukaskattsskýrslu umræddra aðila, má óska eftir niðurfellingu álags af þessum sérstöku ástæðum vegna þeirra gjalddaga sem heimildin tekur til. Beiðni skal senda skriflega í gegnum vef Skattsins.

Hafa samband

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar

Tímabundin niðurfelling álags - 20. gr. laga nr. 102/2023 sem bætti ákvæði til bráðabirgða við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Bráðabirgðaákvæði laga um virðisaukaskatt - Lög 50/1988 um virðisaukaskatt

 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum