CUSDEC - Útflutningur - Skjalakódar í Tollakerfi

Leyfi/vottorð o.fl. með útflutningsskýrslu (sbr. reitur 44 í útflutningsskýrslu)

Innflutningur

LEYFI OG BÖNN

Skjalakódar sbr. “DOC”-lið í CUSDEC

Í reit 14 í aðflutningsskýrslu skal innflytjandi gefa til kynna að leyfi, vottorð og undanþáguheimildir vegna innflutningstakmarkana eða niðurfellingar aðflutningsgjalda liggi fyrir frá viðkomandi yfirvöldum við tollafgreiðslu vörusendingar. Í ýmsum tilvikum nær vörusvið tollskrárnúmers jafnt yfir vörur sem um gilda innflutningstakmarkanir og ekki. Þegar svo stendur á ber innflytjanda með sama hætti að gefa til kynna með sérstakri tilvísun ásamt lykli að vara falli ekki undir slíkar innflutningstakmarkanir.

Tilvitnun sem færa ber í reit 14 saman stendur af þriggja stafa lykli og allt að sjö stafa tilvísun með lykli. Lykillinn segir til um hvers konar leyfi, vottorð, einkasöluleyfi eða bann er að ræða eða gefur til kynna beiðni um niðurfellingu aðflutningsgjalda (sjá nánar Tollskýrslugerð – Innflutningur. Leiðbeiningar um útfyllingu aðflutningsskýrslu).

LEYFI

ATA - Tímabundinn innflutningur með ATA Carnet ábyrgðarskírteini.

EAT - Einkasala á tóbaki og spíra í tollskrárnr. 2207.1000

EUR - EUR 1 flutningsskírteini eða yfirlýsing á vörureikningi.

GSP - GSP flutningsskírteini eða yfirlýsing á vörureikningi.

HFO - Heilbrigðisvottorð með fóðri, kjarnfóðri og sáðvöru.

HKJ - Heilbrigðisvottorð og leyfi v/sláturafurða og mjólkurafurða.

HLD - Heilbrigðisvottorð með lifandi dýrum og erfðaefnum.

HLP - Heilbrigðisvottorð með lifandi plöntum, trjám, runnum o.fl.

HNR - Heimildarnúmer fyrirtækis vegna tiltekinnar undanþágu gjalda

HRM - Heilbrigðisvottorð með rotmassa til svepparæktar.

HSV - Heilbrigðisvottorð með lifandi fiski, sjávar- og vatnadýrum

ISP - Viðmiðunardagur tollskrár/gjalda/tollgengis póstsendingar,

LAB - Skráning / leyfi vegna innflutnings áburðar og jarðvegsbæt

LEI - Leyfi vegna innflutnings á eiturefnum og hættulegum efnum.

LEY - Leyfi frá íslenskum yfirvöldum - ónefnt annars staðar.

LFF - Leyfi vegna innflutnings á fóðri, áburði og sáðvöru.

LFV - Skráning og skoðun vinnuvéla og farandvinnuvéla.

LLD - Leyfi vegna innflutnings á loðdýrum.

LLE - Leyfi vegna innflutnings á leikföngum sem innihalda blý.

LLY - Leyfi vegna innflutnings á lyfjum.

LMB - Leyfi Hollustuv. v/tiltek. matvæla frá Belgíu v/ díoxínmeng.

LPL - Leyfi vegna innflutnings á plöntum og plöntuafurðum.

LPS - Leyfi vegna innflutnings á fjarskiptatækjum o.fl.

LRM - Leyfi vegna innflutnings á rotmassa til svepparæktar.

LSA - Tilkynning og e.a. leyfi vegna innflutnings sjávarafurða

LSB - Leyfi vegna innflutnings á skipum og fljótandi förum.

LSF - Leyfi vegna innflutnings á lifandi sjávardýrum.

LSH - Leyfi vegna innflutnings á skrautfiskum.

LTR - Leyfi vegna innflutnings á trjám, runnum og trjáfræi.

LVS - Leyfi v/innfl. á vopnum, skotfærum, skoteldum, sprengiefnum

LXR - Leyfi vegna innflutnings á geislavirkum efnum og tækjum.

MST - Leyfi Matvælastofnunar

SHV - Sótthreinsunarvottorð vegna dýra- og jurtasjúkdóma.

TKV - Lækkun tolla skv. úthlutuðum tollkvóta til innflytjanda

TTV - Tilvísunarnúmer innflytjanda vegna innflutnings tóbaks.

UMB - Umboð innflytjanda veitt öðrum til undirskriftar skýrslu,

UND - Undanþágutilvísun í heimild til undanþágu gjalda.

VGS - Vörugjaldsskírteini útgefið af skattstjóra.

VMB - Vottorð - tiltekin matvæli frá Belgíu vegna díoxínmengunar.

VOT - Vottorð erlendis frá - ónefnt annars staðar.

BÖNN

BAF - Bann við innflutningi á ávana- og fíkniefnum.

BAS - Bann við innflutningi á asbesti og vörum er innihalda asbest

BBT - Bann við innflutningi á barrtrjám.

BDE - Bann við innflutningi á lifandi dýrum og erfðaefnum.

BDF - Bann við innflutningi á dauðum vatnafiski.

BFV - Bann við innflutningi á lifandi vatnafiski/laxfiski.

BKH - Bann við innflutningi á ýmsum ósoneyðandi efnum.

BKX - Bann við innflutningi á kjöti o.fl. vegna dýrasjúkdóma.

BMO - Bann við innflutningi á jarðvegi, safnhaugamold, óunnum eða

BOS - Bann við innflutningi á ýmsum ósótthreinsuðum vörum.

BPC - Bann við innflutningi á PCB-efnum.

BVO - Bann við innfl. á ýmsum vopnum, hervopnum og eftirlíkingum

Útflutningur

LEYFI OG VOTTORÐ
Skjalakódar sbr. “DOC”-lið í CUSDEC

Skírteini, leyfi og vottorð - Samanber leiðbeiningar við reit 44 í útflutningsskýrslu

Þegar leggja þarf fram við útflutning skírteini, leyfi eða vottorð vegna sérstakra fyrirmæla í lögum eða öðrum stjórnvaldsfyrirmælum, t.d. af öryggisástæðum, heilbrigðisástæðum eða vegna framleiðslu, skal gerð grein fyrir því í þessum reit. Skrá skal þriggja stafa lykil skírteinis, leyfis eða vottorðs og allt að 14 stafa tilvísun í skjalið, t.d. númer skírteinis eða vottorðs. Lista yfir lykla leyfa/vottorða ásamt skýringum má sjá hér neðar.

Til þess að njóta fríðinda vegna þeirra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert, verða útflytjendur að fá sérstakt flutningsskírteini, EUR.1 eða rita sérstaka yfirlýsingu á vörureikning til staðfestingar á uppruna varanna. Færa skal í þessum tilvikum þriggja stafa lykil fyrir upprunayfirlýsingu, EUR, og síðan bókstafinn A og númer skírteinis í tilvísunarreitinn (dæmi: EUR A123456) en orðið “Yfirlýsing” ef upprunayfirlýsing er gefin á vörureikningi. Hliðstæðar reglur gilda varðandi önnur skírteini, leyfi eða vottorð.

Hafi viðkomandi útflytjanda verið veitt sérstök undanþága frá greiðslu gjalda, t.d. tollar verið felldir niður af innfluttri efnivöru til framleiðslu á tiltekinni vöru, skal útflytjandi vísa hér í heimildina.

Lyklar leyfa ásamt skýringum á vörusviði þeirra

ANR - Vara send til útlanda til viðgerðar
Færa skal inn lykilinn ANR vegna vöru sem send er utan til viðgerðar og þar á eftir auðkennisnúmer hennar, t.d. framleiðslunúmer.
ATA - Tímabundinn útflutningur með ATA Carnet ábyrgðarskírteini
Með gildu ATA Carnet skírteini fæst heimild til tímabundins útflutnings á vörum að uppfylltum nánari skilyrðum.
ATA ábyrgðarskírteini, sem gefið er út af útgáfusamtökum í útflutningslandi, kemur í stað venjulegrar fjártryggingar vegna tímabundins útflutnings á þeim vörum, sem samningar Íslands við önnur ríki um ATA skírteini taka til.
Auglýsing nr. 23/1970 um tollasamning um ATA ábyrgðarskjöl sbr. auglýs. nr.24/1970 varðandi vöru á sýningar og fundi og auglýsingu nr.25/1970 varðandi atvinnutæki.
EUR - EUR 1 flutningsskírteini eða yfirlýsing á vörureikningi
Skv. samningum EFTA, EB og EES. - Einnig nánar tilgreind önnur lönd sem gert hafa tvíhliða samninga við sum eða öll ofangreind ríkjasambönd. Ef um skírteini er að ræða skal rita númer skírteinisins fyrir aftan EUR lykilinn. Ef um yfirlýsingu á vörureikningi er að ræða skal rita í stað númers orðið "YFIRLÝSING".
LMM - Skráning / leyfi vegna menningarsögulegra forngripa
Þjóðminjavörður, Þjóðminjasafni Íslands Skráning / leyfi vegna útflutnings á menningarsögulegum minjum svo sem forngripum eldri en 100 ára, málverkum og handgerðum myndum eldri en 50 ára og ekki í eigu höfunda o.fl. Sjá nánar um gildissvið, skilyrði og aðra framkvæmd tilkynningaskyldu, eftirlits og leyfisveitinga í lögum nr. 105 dags. 31.05.2001 um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa.
SFA - Unnar sjávarafurðir (þó ekki fiskimjöl, sem ekki er ætlað til manneldis).
SFB - Óunnar sjávarafurðir.
SFC - Fiskimjöl, sem ekki er ætlað til manneldis.
- Um ofangreinda SFA, SFB og SFC gildir:
Á eftir þriggja stafa lyklinum á að setja tiltekið leyfisnúmer framleiðandans. Um leyfisnúmerið gilda eftirfarandi reglur:
a) Framleiðandi er veiðiskip - tilgreina á skipaskrárnúmer.
Hér á að tilgreina skipaskrárnúmer Siglingastofnunar að viðbættu IS- fyrir framan. Dæmi: IS-1234.
b) Framleiðandi er vinnslustöð (sem vinnur vöru til manneldis) - tilgreina á samþykkisnúmer.
Hér á að tilgreina samþykkisnúmer Matvælastofnunar. Númerið er samsett úr stórum bókstaf og þriggja stafa tölu. Dæmi: A123.
c) Framleiðandi er fiskeldisstöð - tilgreina á rekstrarleyfisnúmer.
Hér á að tilgreina rekstrarleyfisnúmer Fiskistofu. Númerið er fimm tölustafir að viðbættu IS-fyrir framan. Dæmi: IS-12345
d) Framleiðandi er fiskimjölsverksmiðja - tilgreina á samþykkisnúmer.
Hér á að tilgreina samþykkisnúmer Matvælastofnunar fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Númerið er samsett úr stórum bókstaf og þriggja stafa tölu að viðbættu IS- fyrir framan. Dæmi: IS-A456.
SNE - Erlent skráningarnúmer ökutækis
Færa skal inn lykilinn SNE og þar á eftir skráningarnúmer ökutækis sem skráð er erlendis.
SNI - Íslenskt fastnúmer skráningarskylds ökutækis
Færa skal inn lykilinn SNI og þar á eftir fastnúmer ökutækis sem skráð er á Íslandi.

Sjá ennfremur tölulið 7 í Tollskýrslugerðarforrit vegna útflutnings - Leiðbeiningar um lágmarkskröfur tollstjóra

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum