Beiðni um gögn

Yfirlit yfir þau gögn sem nálgast má hjá Skattinum og mismunandi leiðir til að nálgast þau

Afrit af skattframtali

Hægt er að fá afrit af staðfestu skattframtali á skattur.is.

Með því að fara í Framtal - Netframtal - Framtöl fyrri ára er hægt að skoða og hlaða niður fyrri framtölum.

Athygli er vakin á því að afritin eru aðeins á íslensku. Fyrir önnur tungumál, sjá Sækja um vottorð hér fyrir neðan.

Afrit af álagningarseðli

Afrit af nýjasta álagningarseðli má finna á www.skattur.is undir Framtal - Álagning - Álagningarseðill.

Afrit af eldri álagningarseðlum má finna undir Framtal - Netframtal - Framtöl fyrri ára.

Gögn fyrir dánarbú

Gögn fyrir dánarbú er hægt að nálgast án endurgjalds á skattur.is með veflykli dánarbús.

Á vefsvæði dánarbúsins má nálgast fyrri framtöl dánarbúsins og sjá skuldastöðu.

Einnig er hægt að skila framtölum og öðru sem getur reynst nauðsynlegt.

Hreyfingaryfirlit

Hreyfingaryfirlit má nálgast endurgjaldslaust á www.island.is, undir Fjármál - Hreyfingar.

Hægt er að panta hreyfingaryfirlitin gegn greiðslu hér. Sé beiðnin fyrir félag þá eru gögnin send í læstu skjali til framkvæmdastjóra, gefa þarf upp netfang framkvæmdastjóra í beiðninni. Ef afhenda á þriðja aðila gögnin, þarf að senda löggilt umboð með beiðninni.

Staðfesting á greiddu tryggingagjaldi

Á Íslandi er tryggingargjald gjaldstofn sem atvinnurekandi greiðir fyrir launþega, því geta aðeins félög og sjálfstætt starfandi einstaklingar fengið staðfestingu á greiddu tryggingargjaldi.

Félög og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem sannarlega hafa greitt tryggingargjald finna staðfestingu á greiðslu á www.island.is - Fjármál - Hreyfingar- Opna síu - Velja gjaldflokk.

Staðfesting á launagreiðendaskráningu og/eða reiknuðu endurgjaldi

Félög og sjálfstætt starfandi einstaklingar geta óskað eftir staðfestingu á:

  • Skráningu eða afskráningu á launagreiðendaskrá
  • Lækkun og/eða hækkun á verktakalaunum (endurgjaldi)

Beiðni um staðfestingu er send hér

Staðfesting er send sem svar til baka í tölvupósti sem er send án endurgjalds.

Staðgreiðsluskrá

Hægt er að sækja staðgreiðsluskrá án endurgjalds, á skattur.is undir Almennt - Yfirlit - Staðgreiðsluskrá RSK.

Þar er hægt að velja staðgreiðsluskrá síðustu ára sem inniheldur upplýsingar um laun, greiðslur í lífeyrissjóð og afdregna staðgreiðslu.

Hægt er að hala skjalinu niður sem pdf skjal.

Skuldleysisvottorð

Skuldleysisvottorð er hægt að nálgast á eftirfarandi hátt:

Áður en vottorðið er pantað gegn greiðslu, þá þarf að gæta þess að allar skuldir sem komnar eru yfir eindaga séu greiddar. Sérstaklega er vakin athygli á því að ekki er um að ræða eindaga heldur gjalddaga. Skuldleysisvottorð eru aldrei afgreidd ef það er skuld á gjalddaga.

Ef skuld er greidd í heimabanka, þá tekur hana sólarhring ca (á virkum degi) að berast Skattinum. Aðeins eftir þann tíma er hægt að óska eftir vottorði, þ.e.a.s. ef ekkert annað er skráð á gjalddaga. 

Ef það er óvissa, t.d. um gjalddaga og skuldastöðu er hægt að skoða stöðuna á island.is undir fjármál.

Sækja um vottorð

Sækja má m.a. um eftirfarandi vottorð hjá Skattinum:

  • Barnabótavottorð
  • Tekjuvottorð
  • Eignavottorð
  • Skattskylduvottorð
  • VSK-vottorð

Sækja um vottorð

Afgreiðslutími er allt að 10 virkir dagar. Upplýsingar um gjald má finna á beiðninni.

Hægt er að velja um að fá vottorðið á ensku, dönsku, sænsku eða norsku.

TIN númer eða skattanúmer

Á Íslandi er kennitala notuð til auðkenningar hjá skattyfirvöldum, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki TIN númer eða sérstök skattanúmar. Ekki er hægt að óska eftir staðfestingu á TIN númeri hjá Skattinum. 

Sjá upplýsingar hjá OECD um TIN-númer á Íslandi

Vottorð úr fyrirtækjaskrá

Mögulegt er að kaupa staðfest skráningarvottorð fyrirtækis í gegnum vefverslun. Sé fyrirtæki slegið upp í leitarvél fyrirtækjaskrár birtist hnappur þar sem kaupa má vottorð. Á því koma fram nánari upplýsingar um félögin, s.s. stjórn, prókúruhafar o.fl.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum