Takmörkuð skattskylda

Erlendir lögaðilar geta borið takmarkaða skattskyldu hér á landi. Með takmarkaðri skattskyldu er átt við skyldu til að greiða tekjuskatt af tekjum sem uppruna eiga hér á landi, án tillits til þeirra tekna sem aflað er annars staðar á sama tíma eða sama almanaksári. Skattskyldan nær til ákveðinna tekna, svo sem hvers konar tekna af atvinnurekstri, söluhagnað hlutabréfa, tekna fastrar starfsstöðvar sem rekin er hér á landi o.s.frv.

Í samningum sem gerðir hafa verið við önnur ríki til að koma í veg fyrir tvísköttun tekna er að finna ýmis ákvæði sem valda því að tekjur, sem án slíkra samninga væru skattskyldar hér á landi, eru það ekki. Í því felst að tekjur sem skattskyldar eru hér á landi samkvæmt ákvæðum landslaga, eru skattlagðar erlendis.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Takmörkuð skattskylda – 3. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt

Skatthlutfall – 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum