Breytingasaga


Breytingasaga

Fyrirsagnalisti

7.1.2022 : Almannaheillafélög

Skráningu á almannaheillafélaga á almannaheillastyrkjum hefur verið bætt í gagnaskilakerfi Skattsins. Lýsingu má finna undir lýsingu á gagnaskilakerfinu: https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/gagnaskil-vefthjonusta/


22.12.2021 : Nýr biðlari fyrir sendingu upplýsinga

Biðlari sá sem notaður er við sendingu á framtalsgögnum, CRS, FATCA og CbC til Skattsins hefur verið uppfærður. Eldri útgáfa er ekki lengur aðgengilega þannig að það þarf að sækja nýjan biðlara áður en sent er. Slóðin á biðlarann er: https://vefur.rsk.is/ws/Framtalsgogn/FramtalsgognVefskil/Login.aspx

27.5.2021 : CRS skil. Umráðendur (Controlling Persons)

Lýsing á hvernig og hvenær tilgreina skal umráðenda reiknings hefur verið endurbætt.Sjá nánar lýsingu á kaflanum ControllingPerson í tæknilýsingunni. https://www.skatturinn.is/fagadilar/hugbunadarhus/crs/


14.4.2021 : Uppfærsla á skilakerfi fjármagnstekjuskatts er komin í rekstur

Skilakerfi fjármagnstekjuskatts í vefþjónustu hefur verið flutt í rekstur. Vakinn er athygli á að slóðinni á vefþjónustuna hefur verið breytt og er núna: https://vefur.rsk.is/ws/stadgreidslafts/skilagrein.svc

Aðrar breytingar sem hafa verið gerðar snúa að skilum vörsluaðila á staðgreiðslu af arði og hafa ekki áhrif á aðra skilaskylda aðila.

Eingöngu fyrir vörsluaðila skráðra hlutabréfa:

Vakin er athygli á að eftir þessa breytingu er gerð krafa um að kennitala hlutafélags (útgefanda) sé tilgreind við skil á staðgreiðslu af arði. Venjulega er undirtegund Hlutabréf tilgreind við skil staðgreiðslu af arði en ef verið er að skila staðgreiðslu af arði fyrir erlent hlutafélag sem ekki er með íslenska kennitölu skal tilgreina undirtegund Erlent félag hlutafé.

13.4.2021 : CRS og FATCA lýsingar uppfærðar

Bætt hefur verið við í inngang lýsinganna lýsingu á vinnslu skila ásamt villuprófunum og fyrirkomulagi endursendinga.

Lýsing á hvenær tilgreina skal umráðanda reiknings (Controlling Person) og hvenær ekki hefur verið bætt í kafla ContollingPerson í CRS lýsingu.

Ekki má hafa FATCA GIIN númer sem hluta af DocRefId í CRS skilum.

Sett hefur verið inn lýsing frá frá IRS á gervi TIN númerum sem nota skal þegar upplýsingar um TIN vantar í kafla AccountHolder í FATCA lýsingu.

Sett hefur verið inn lýsing á uppbyggingu DocRefId (recommended best practices) í kafla Account í FATCA leiðbeiningum.

Villuprófanir hafa verið aðlagaðar eftir því sem við á.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum