Rafrænn persónuafsláttur

Rafrænn persónuafsláttur

21.12.2015

Í framhaldi af innleiðingu rafræns persónuafsláttar hefur verið ákveðið að óska eftir viðbótarupplýsingum við rafræn skil á staðgreiðslu. Óskað er eftir að launakerfi skili eftirtöldum upplýsingum til viðbótar því sem nú er.

Nýttur persónuafsláttur

Nýttur persónuafsláttur maka

Heildarlaun í skattþrepi 1

Heildarlaun í skattþrepi 2

Heildarlaun í skattþrepi 3

 Á árinu 2016 verða þessi svæði valkvæð en gerð er krafa um að þau verði til staðar í staðgreiðsluskilum frá og með 1. janúar 2017.

 Einnig hefur verið bætt inn nýju svæði fyrir tölvupóstfang launagreiðanda sem verður valkvætt á árinu 2016.

 Nýtt XML snið hefur verið sett í testumhverfi staðgreiðslu á rsk.is https://securep.rsk.is/Stadgreidsla/StadgreidslaWS/Schema/Stadgreidsla.xsd

 Farið er fram á að þegar launakerfi verða uppfærð með ofangreindum breytingum verði gefið út nýtt kerfisheiti (Forrit_Utgafa) fyrir hlutaðeigandi launakerfi. Dæmi: Launakerfi V1.0 verði breytt í Launakerfi V2.0. Ríkisskattstjóri gefur út ný kerfisheiti og hægt að óska eftir þeim tölvupósti til fridjon.bjarnason@rsk.is. Í póstinum þarf að koma fram kennitala framleiðanda kerfisins (hugbúnaðarhúss) og heiti nýjustu útgáfu kerfisins.

 Þessi tilkynning er sett hér til kynningar en ný útgáfa af testumhverfi verður sett upp í byrjun árs 2016. Þeim aðilum sem málið varðar er bent á að setja upp áskrift að efnisstraumi breytingasögu RSK til að fylgjast með framgangi málsins.

 

Athugasemdir, ábendingar og fyrirspurnir skal senda til fridjon.bjarnason@rsk.isÞessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum