Breytingasaga: 2018

Fyrirsagnalisti

17.12.2018 : Skil framtalsgagna 2019


Tengliður vegna framtalsgagna er Steinunn Jónasdóttir, sími 442 1237, tölvupóstur steinunn.jonasdottir@rsk.is

Fjármagnstekjuskattur
Bætt hefur verið inn 20% skattþrepi fjármagnstekjuskatts vegna fyrri ára.

Fasteignalán
Tveimur nýjum svæðum hefur verið bætt í kafla Fasteignalan, Lansnumer og LansnumerFyrra. Svæði Lansnumer skal innihalda númer fasteignaláns og er notað til að ákvarða þann kafla í framtali sem lánið á að fara í út frá framtali fyrra árs. Ef lánsnúmer hefur breyst á milli ára skal svæði LansnumerFyrra innihalda lánsnúmer fyrra árs. Svæðið UpprunaAudkenniFyrra er ekki notað lengur og skal sleppa því eða hafa það tómt. Sleppa má svæðunum Banki, Hb, LanNumer.

Skuldir og vaxtagjöld
Nýju svæði hefur verið bætt í kafla SkuldirOgVaxtagjold, Lansnumer. Svæðið skal innihalda númer láns. Sleppa má svæðunum Banki, Hb, LanNumer.

Uppruna auðkenni
Frá framtalsári 2019 verður uppruna auðkenni að vera einkvæmt. Þeim sendingum sem ekki uppfylla þessa kröfu verður hafnað.

Mælt er með því að notað sé GUID (Globally Unique Identifier).


22.5.2018 : CRS og FATCA - Viðbætur

CRS og FATCA skilgreiningar hafa verið fjarlægðar úr sniði Framtalsgogn. Þeir aðilar sem þurfa að skila viðbótarupplýsingum eða leiðréttingum vegna tekjuárs 2016 og fyrr þurfa að gera það í samráði við ríkisskattstjóra, fridjon.bjarnason@rsk.is.

Tveim undirköflum hefur verið bætt í snið FatcaV20, Sponsor og Intermediary.  Gerðar hafa verið leiðbeiningar um skil á þessum köflum. Þessir kaflar eru ekki notaðir við CRS skil.

Í kaflann Account í FATCA leiðbeiningunum hefur verið bætt við málsgrein sem segir frá frekari takmörkun á leyfilegum gildum í svæðinu DocRefId. Mælst er til þess að sömu reglur verði notaðar við CRS skil.

4.4.2018 : CRS og FATCA - Upplýsingar

Gerðar hafa verið smávægilegar endurbætur á leiðbeiningunum sem aðallega snúa að stafsetningarvillum og málfari. Efnislega eru þær óbreyttar fyrir utan viðbót vegna TIN númers í FATCA  skilum, kafla AccountHolder:

Ef upplýsingar um TIN númer vantar skal setja AAAAAAAAA í svæðið. Þetta á við reikningseiganda og yfirráðanda reiknings (Account Holder and Controlling Person).

Rétt þykir að upplýsa hér að ekki hefur verið gerð nein breytingasaga fyrir einstakar breytingar á skilunum. Það er vegna þess að uppbygging XML skjalanna hefur breyst það mikið að það þarf að yfirfara byggingu þeirra frá grunni. Þetta er gert í þeim tilgangi að gera skilin einfaldari til frambúðar og að hafa þau meira í takt við það sem endanlega er skilað til hlutaðeigandi landa.

13.3.2018 : CRS og FATCA

Gerðar hafa verið nýjar leiðbeiningar um CRS og FATCA skil. Þessar leiðbeiningar eiga við tekjuárið 2017 og síðar. Skil vegna tekjuárs 2016 og fyrr skulu vera samkvæmt fyrri leiðbeiningum. Gerð hafa verið ný snið (schema) fyrir skilin og eru þau núna aðskilin frá öðrum skilum. Fyrirspurnir og athugasemdir skal senda til fridjon.bjarnason@rsk.is

2.1.2018 : Framtalsgögn 2018

Í kaflann InnstaedurInnlendar hefur verið bætt við svæðinu Heildarvelta. XML snið (schema) hefur verið uppfært samkvæmt því. Sjá nánar lýsingu á kaflanum InnstaedurInnlendar í lýsingu framtalsgagna.
Dæmi hafa einnig verið uppfærð.

Uppfært 10.1.2018

Heildarvelta ársins er samtala allra innborgana á árinu.  Heildarvelta erlendra reikninga er summa íslenskra fjárhæða allra innborgana á árinu. Þessi aðferð er talin nákvæmari en nota veltu í erlendri mynt og reikna hana í íslenskar krónur á meðalgengi ársins eða á gengi í árslok.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum