Fyrirsagnalisti
20.12.2012
:
Gagnaskil 2013
Opnað hefur verið fyrir gagnaskil vegna framtals 2013, tekjuárs 2012.
Bætt hefur verið við tveim reitum á launamiða, reit 405 og reit 410. Í reit 405 skal tilgreina íþrótta- og líkamsræktarstyrk og í reit 410 skal tilgreina samgöngustyrk.
Reitum 405 og 410 er ekki hægt að skila í textaskrá.
6.12.2012
:
Áskrift að efnisstraumi
Nú hefur áskrift að efnisstraumi breytingasögu verið sett upp. Hægt er að virkja áskriftina með því að velja strauma neðst á síðunni (í bláa hlutanum). Lögð er áhersla á að hugbúnaðarhús og aðrir sem hafa sett upp kerfi sem eiga rafræn samskipti við ríkisskattstjóra setji upp hjá sér áskrift að efnisstraum breytingasögu. Tekið skal fram að ekki er sendur tölvupóstur þegar breytingar eiga sér stað, heldur er gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar nýti sér áskriftina til að fylgjast með breytingum. Hafið samband við fridjon.bjarnason@rsk.is varðandi fyrirspurnir, ábendingar og aðstoð.
3.5.2012
:
Staðgreiðsla
Fjársýsluskattur: Villuprófun
hefur verið endurbætt. Nú er ekki hægt að skila fjársýsluskatti ef
stofn til fjársýsluskatts er tilgreindur en fjársýsluskattur er 0.
Einnig verða fljótlega settar ábendingar í svarkaflann þar sem bent er á
mögulegar villur í stofni og fjársýsluskatti.
3.4.2012
:
Staðgreiðsla
Fjársýsluskattur: Staðgreiðsluskil með fjársýsluskatti eru komin í rekstur. Lýsing á vefþjónustu staðgreiðslu hefur verið uppfærð, meðal annars með lýsingu á skilum fjársýsluskatts.
12.3.2012
:
Staðgreiðsla
Fjársýsluskattur: Gerðar hafa verið breytingar á testumhverfi vefþjónustu staðgreiðslu til að taka við fjársýsluskatti. Í tengslum við þessar breytingar var lýsing á vefþjónustu staðgreiðslu endurskrifuð. Lýsingin er enn í vinnslu en í henni koma fram nauðsynlegar upplýsingar til að hægt sé að byrja prófanir á skilum fjársýsluskatts.
16.2.2012
:
Framtalsgögn
Upp hafa komið vandamál með stafasett í XML skjölum. Í einhverjum tilvikum eru íslensku stafirnir ekki að skila sér rétt í gagnagrunn ríkisskattstjóra. Þetta virðist vera vegna encoding. Til þess að gögnin skil sér rétt er mælst til þess að XML skjöl sem send eru hafi encoding ISO-8859-1.
16.2.2012
:
Takmörkuð skattskylda
Gerð hefur verið sú endurbót á vefþjónustu takmarkaðrar skattskyldu að nota má aðalveflykil eða skilalykil fagaðila, auk staðgreiðslulykils, ef skilað er í gegnum vefþjónustu. Eftir sem áður er aðeins hægt að skila á þjónustusíðu skattur.is (handskrá) með því að skrá sig inn með veflykli staðgreiðslu.
8.2.2012
:
Takmörkuð skattskylda
Ný vefþjónusta vegna takmarkaðrar skattskyldu hefur verið gangsett. Frá og með janúar 2012 skal skila staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu í gegnum þessa vefþjónustu. Einnig hefur verið bætt við aðgerðum í vefskil á skattur.is sem gefa möguleika á handskráningu. Við skil á staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu skal nota sama veflykil og við skil á hefðbundinni staðgreiðslu (staðgreiðslulykil). Sendur hefur verið tölvupóstur til allra launagreiðenda með kynningu á þessum staðgreiðsluskilum.