Breytingasaga: 2010
Fyrirsagnalisti
Framtalsgögn
Bætt inn svæðunum EigandiGreidslu og OECDkodi í yfirkaflann ErlendurAdili ásamt viðeigandi villuprófunum.
Gert ráð fyrir að upplýsingum um erlenda aðila sem ekki hafa íslenska kennitölu sé skilað með því að tilgreina undirkaflann ErlendurAdili í yfirkafla Vidskiptamadur.
Gagnaskil
Ef arður er skráður verður að skrá dagsetningu arðgreiðslu, annars er sendingu hafnað.
Gagnaskil
Bætt hefur verið inn reit númer 75, þar af arður greiddur sem laun.
Framtalsgögn
1. Í kaflann SkuldirOgVaxtagjöld hefur verið bætt nýju svæði, EndurreiknadLan.
2. Í Kaflanum EydubladRSK315 má nú sleppa upplýsingum um stofnverð þegar það er ekki þekkt.
3. Bætt hefur verið inn nýjum yfirkafla, AdrarUpplysingar. Í honum er einn undirkafli, FasteignalanAfskrift.
4. Nýju dæmi um XML skjal hefur verið bætt við.
Framtalsgögn
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar:
1. Villur í lýsingum hafa verið leiðréttar.
2. Bætt hefur verið inn kaflanum ErlendurAdili í yfirkaflann Vidskiptamadur.
3. Bætt hefur verið við svæðunum Banki, Hb, Numer og UpprunaAudkenni í kaflana VerdbrefOgKrofur og EydubladRSK315.
4. Nú gert ráð fyrir að sendandi fylli út svæðið UpprunaAudkenni. Gert er ráð fyrir að UpprunaAudkenni verði einkvæmt auðkenni til að auðvelda hugsanlegar leiðréttingar á gögnum eftir að þeim hefur verið skilað.
Framtalsgögn
Að öðru leyti eru helstu breytingar þessar:
Kafli Vidskiptastofnun: Bætt hefur verið inn stakinu Athugasemdir og undirkaflanum Afstemming.
Kafli EydubladRSK315: Bætt hefur verið við kröfu um að stökin HverjumSelt, KennitalaKaupanda, Stadgreidsla, HvenaerKeypt, AfHverjumKeypt og Stofnverd séu alltaf fyllt út.
Ekki er skylda að skila þrepi vegna breytilegrar vaxtaprósentu fjármagnstekjuskatts.
Staðgreiðsla
Ákveðið hefur verið að loka eldri vefþjónustu staðgreiðslu frá 1. nóvember 2010. Áður er það verður gert munu þeir launagreiðendur sem skiluðu í gegnum hana fyrir september fá tölvupóst þar sem þeim er tilkynnt að þeir þurfi að uppfæra launakerfið hjá sér. Verður þeim ráðlagt að hafa samband við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús til að fá nánari upplýsingar.
Staðgreiðsla
Þann 14. Desember 2009 var send tilkynning til hugbúnaðarhúsa þar sem tilkynnt var að eldri vefþjónusta vegna staðgreiðsluskila yrði lögð niður frá 1. Mars 2010.
Í framhaldi af þessari tilkynningu óskuðu nokkrir aðilar eftir að eldri þjónustunni yrði haldið opinni lengur en til 1. mars. Hugbúnaðardeild ríkisskattstjóra varð við þessari beiðni með þeim fyrirvara að eldri vefþjónustan yrði ekki uppfærð ef af einhverjum ástæðum þyrfti að gera breytingar á staðgreiðslukerfinu.
Nú hefur komið í ljós að allmörg kerfi eru enn að nota eldri vefþjónustu þrátt fyrir ofangreinda tilkynningu. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að loka endanlega fyrir þjónustuna þann 1. ágúst 2010. Áður en það verður gert munu þeir launagreiðendur sem nota eldri vefþjónustu fá tilkynningu um lokun hennar og þeim bent á að hafa samband við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús.
Nánari upplýsingar veita Friðjón Bjarnason, fridjon.bjarnason@rsk.is og Ævar Ísberg, aevar.isberg@rsk.is
Framtalsgögn
Öll svæðin nema Lysing og Land gerð valkvæm.
Bætt inn nýju svæði: ErlendStadgreidsla.
Framtalsgögn
Leiðrétt villa í heiti kafla SkuldirOgVaxtagjöld. Kaflinn hét áður SkuldirogVaxtagjold (lítið o í og).
Tveim svæðum bætt í kaflann SkuldirOgVaxtagjold: Rekstrarleiga og UpprunaAudkenni.
Farið yfir lýsingar og leiðréttar nokkrar stafsetningarvillur.