Breytingasaga: 2013

Fyrirsagnalisti

7.11.2013 : Um vefþjónustu fyrir skil á fjármagnstekjuskatti


Gerðar hafa verið nokkrar minni háttar breytingar sem tengjast vefþjónustunni:

  • Sniði (schema) FtsSkilagreinSvar hefur verið breytt, ósamræmi var á milli þess sem vefþjónustan skilar og sniðinu.
  • Bætt hefur verið við tveim undirtegundunum, Hlutabréfasjóður og Skuldabréf í snið (schema) FtsSkilagrein. Þessar undirtegundir tilheyra tegundinni Vextir.
  • Dæmi um skilagrein hefur verið lagfært, það var ekki rétt.
  • Endurbættar hafa verið leiðbeiningar um tölvupóstfang. Borið hefur á því að notað hefur verið tölvupóstfang það sem er í dæmi um skilagrein en nota skal tölvupóstfang sendanda.

16.10.2013 : Breytt skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts

Nýtt kerfi fyrir skil á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts er komið í rekstur. Þeir aðilar sem hafa skrifað skil í gegnum vefþjónustu þurfa að hafa samband við ríkisskattstjóra til að fá kerfisheiti (ForritUtgafa) til að geta gangsett kerfið. Nánari upplýsingar veita fridjon.bjarnason@rsk.is og aevar.isberg@rsk.is

28.6.2013 : Prófanir á fjármagnstekjuskatti

Nú er nýtt kerfi fyrir skil á fjármagnstekjuskatti að verða tilbúið til prófana. Til þess að geta haft samskipti við prófunarumhverfið þarf hlutaðeigandi hugbúnaðarhús/hugbúnaðardeild að hafa veflykil og kerfisheiti. RSK sér um að búa til og úthluta veflyklum en kerfisheiti er búið til í samráði við hlutaðeigandi hugbúnaðarhús. Til þess að fá veflykil og kerfisheiti skal hafa samband við fridjon.bjarnason@rsk.is eða aevar.isberg@rsk.is.

18.4.2013 : Sundurliðun fjármagnstekjuskatts

Búið er að skilgreina XML snið (schema) sem notuð verða við rafræn skil á fjármagnstekjuskatti ásamt megindráttum vinnsluferlisins. Þó að allt kapp sé lagt á að opna testútgáfu af kerfinu sem fyrst má gera ráð fyrir að hún verði ekki tilbúin fyrr eftir nokkrar vikur. Lögð er áhersla á að hugbúnaðarhús og hugbúnaðardeildir fjármálafyrirtækja hefji sem fyrst undirbúning að þessu breytta fyrirkomulagi skila á fjármagnstekjuskatti. Gerð er krafa um sundurliðun vegna skila fyrir apríl til maí sem hefur eindaga 5. ágúst. Ekki verður hægt að skila fjármagnstekjuskatti án þess að sundurliðun fylgi.

22.3.2013 : Breyting á skilum staðgreiðslu af fjármagnstekjuskatti

Frá 2. ársfjórðungi 2013 skal sundurliða fjármagnstekjur og staðgreiðslu. Gerð hafa verið drög að lýsingu á nýrri vefþjónustu til að þeir aðilar sem málið varðar geti hafið undirbúning breytinga á tölvukerfum sínum. Eftir því sem vinnu ríkisskattstjóra miðar áfram mun þessi lýsing verða uppfærð. Uppfærslur verða tilkynntar í breytingasögu jafnóðum og þær eru framkvæmdar.

7.2.2013 : Skil á upplýsingum um verðbréf

Settur hefur verið inn nýr kafli á síðuna: Lotun (þrepaskipting) vaxtatekna af verðbréfum. Þar er tekið á helstu álitamálum varðandi skil á upplýsingum um verðbréf og vaxtatekjur af þeim. Einnig hefur verið sett inn ný villuprófun sem tilgreinir leyfileg gildi fyrir svæðið TegundVerdbrefs. Svæðið TegundVerdbrefs er valkvæmt þannig að í ár geta þeir sem ekki hafa uppfært tölvukerfi sín get sleppt því að tilgreina það.


23.1.2013 : Um afrúningar

Komið hefur fyrirspurn um hvernig skal haga afrúningum þegar bankar, launagreiðendur og aðrir aðilar skila útreiknuðum fjárhæðum til ríkisskattstjóra. Það upplýsist hér með að skattar og gjöld eru hækkuð upp ef aukastafir í útreikningi  eru > eða = 0,5. Eitthvað er um að fjárhæðir séu lækkaðar niður á næstu krónu og ekki hækkaðar á 0,5 krónum.  Þetta kemur sjaldnast að sök vegna þess að í flestum tilvikum er um að ræða fjárhæðir sem ekki eru endanlegar (til dæmis staðgreiðsla). Rétt þykir þó að benda þeim aðilum sem skila staðgreiðslu vegna takmarkaðrar skattskyldu á að það hefur verið mikið um athugasemdir í svarskeytum vegna mismuna upp á eina krónu.

19.1.2013 : Framtalsgögn 2013

Vegna breytinga á stofni til útreiknings vaxtabóta sem tók gildi 1.1. 2011 og kom til framkvæmda á framtali 2012 hefur verið settur inn á síðuna nýr kafli: Vaxtagjöld til útreiknings á vaxtabótum. Í þessum kafla er leitast við að svara algengustu spurningum sem upp komu við skil framtalsgagna 2012.

Frá og með framtalsári 2012 verður bætt við nýju svæði í kaflana VerbrefOgKrofur og EydubladRSK315: TegundVerdbrefs. Einnig mun verða óskað eftir upplýsingum um lotun (skattþrep fjármagnstekjuskatts) fyrir ákveðnar tegundir verðbréfa sem keypt voru fyrir 1.1.2011.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum