Breytingasaga: 2015

Fyrirsagnalisti

21.12.2015 : Rafrænn persónuafsláttur

Í framhaldi af innleiðingu rafræns persónuafsláttar hefur verið ákveðið að óska eftir viðbótarupplýsingum við rafræn skil á staðgreiðslu. Óskað er eftir að launakerfi skili eftirtöldum upplýsingum til viðbótar því sem nú er.

Nýttur persónuafsláttur

Nýttur persónuafsláttur maka

Heildarlaun í skattþrepi 1

Heildarlaun í skattþrepi 2

Heildarlaun í skattþrepi 3

 Á árinu 2016 verða þessi svæði valkvæð en gerð er krafa um að þau verði til staðar í staðgreiðsluskilum frá og með 1. janúar 2017.

 Einnig hefur verið bætt inn nýju svæði fyrir tölvupóstfang launagreiðanda sem verður valkvætt á árinu 2016.

 Nýtt XML snið hefur verið sett í testumhverfi staðgreiðslu á rsk.is https://securep.rsk.is/Stadgreidsla/StadgreidslaWS/Schema/Stadgreidsla.xsd

 Farið er fram á að þegar launakerfi verða uppfærð með ofangreindum breytingum verði gefið út nýtt kerfisheiti (Forrit_Utgafa) fyrir hlutaðeigandi launakerfi. Dæmi: Launakerfi V1.0 verði breytt í Launakerfi V2.0. Ríkisskattstjóri gefur út ný kerfisheiti og hægt að óska eftir þeim tölvupósti til fridjon.bjarnason@rsk.is. Í póstinum þarf að koma fram kennitala framleiðanda kerfisins (hugbúnaðarhúss) og heiti nýjustu útgáfu kerfisins.

 Þessi tilkynning er sett hér til kynningar en ný útgáfa af testumhverfi verður sett upp í byrjun árs 2016. Þeim aðilum sem málið varðar er bent á að setja upp áskrift að efnisstraumi breytingasögu RSK til að fylgjast með framgangi málsins.

 

Athugasemdir, ábendingar og fyrirspurnir skal senda til fridjon.bjarnason@rsk.is


17.12.2015 : Áskrift að efnisstraumi

Hægt er að virkja áskrift að efnisstraumi með því að velja strauma neðst á síðunni (í bláa hlutanum). Lögð er áhersla á að hugbúnaðarhús og aðrir sem hafa sett upp kerfi sem eiga rafræn samskipti við ríkisskattstjóra setji upp hjá sér áskrift að efnisstraum breytingasögu. Tekið skal fram að ekki er sendur tölvupóstur þegar breytingar eiga sér stað, heldur er gert ráð fyrir að hagsmunaaðilar nýti sér áskriftina til að fylgjast með breytingum. Hafið samband við fridjon.bjarnason@rsk.is varðandi fyrirspurnir, ábendingar og aðstoð.

14.12.2015 : Framtalsgögn 2016

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á XML sniði og öðru sem viðkemur skilunum framtalsgagna 2016:

Í kaflann Vidskiptastofnun kemur nýtt stak: Tolvupostfang. Þetta stak verður að vera til staðar.

Stakið UpprunaAudkenni verður að vera til staðar í öllum köflum og skal vera einkvæmt innan hvers kafla nema kaflanum Fasteignalan.  Sjá nánar lýsingu í einstökum köflum.

XML skjöl skulu hafa encoding ISO-8859-1.

Áætlað er að lokadagsetning skila á  upplýsingum samkvæmt FATCA samningi verði 31. maí 2016. Ekki skal skila þessum upplýsingum með framtalsgögnum ársins 2016. Gert er ráð fyrir að nánari upplýsingar um breytingar á skilunum liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2016.


13.8.2015 : Skilafrestur á FATCA upplýsingum framlengdur

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að framlengja skilafrest á upplýsingum vegna FATCA til 6. september 2015. Í ljósi þess að verið er að skila þessum upplýsingum í fyrsta sinn þykir rétt, að þessu sinni,  að koma til móts við óskir þeirra aðila sem telja sig ekki getað skilað fyrir 15. ágúst. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að ríkisskattstjóri getur ekki ábyrgst að gögnum sem berast eftir 6. september verði skilað til Bandaríkjanna fyrir septemberlok eins og tilgreint er í FATCA samningnum.

Til þess að auðvelda samskipti milli ríkisskattstjóra og skilaskyldra aðila er óskað eftir því að allar sendingar innihaldi tölvupóstfang tengiliðs sendanda. Tölvupóstfangið skal setja í stak Athugasemdir í yfirkafla Vidskiptastofnun.

Komið hafa spurningar vegna núll skýrslna, það er að segja vegna þeirra sem telja sig ekki eiga að skila upplýsingum um neina af sínum viðskiptavinum. Þeir aðilar sem svo er háttað um og hafa skráð sig hjá bandarískum skattyfirvöldum (IRS) og þar með fengið Giin númer skulu skila núll skýrslu til ríkisskattstjóra. Núll skýrsla þekkist á því að einungis kaflinn Vidskiptastofnun er í sendingunni, engir   undirkaflar.


21.7.2015 : Breytingar á hlutabréfaköflum vegna FATCA

Uppruna auðkenni hefur verið bætt í alla hlutabréfakaflana. Þetta er gert til að koma til móts við kröfu um að færslur vegna FATCA innihaldi einkvæmt auðkenni.

Lesa meira

8.7.2015 : Skil á upplýsingum til Bandaríkjanna

Gerður hefur verið samningur um upplýsingaskipti milli Íslands og Bandaríkjanna, Foreign Account Tax Compliance Act eða FATCA. Gerðar hafa verið breytingar á skilum samkvæmt Framtalsgogn til að uppfylla kröfur Bandaríkjanna um skil á upplýsingum. Sérstök síða hefur verið sett upp á vef ríkisskattstjóra þar sem finna má nánari upplýsingar. rsk.is/fatca

Upplýsingar vegna tekjuársins 2014 skulu hafa borist ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. ágúst 2015.

Lesa meira

12.1.2015 : Framtalsgögn 2015 - höfuðstólsleiðréttingin

Einungis kaflinn Fasteignalan hefur breyst frá fyrra ári, sjá nánar lýsingu í kaflanum Framtalsgögn 2015 - höfuðstólsleiðréttingin í yfirkafla Framtalsgögn.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum