Breytingasaga: 2016

Fyrirsagnalisti

9.12.2016 : Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu er komin í rekstur

Ný vefþjónusta fyrir staðgreiðslu hefur verið sett í rekstur. Við skil á staðgreiðslu í nýju þjónustunni þarf að tilgreina nýttan persónuafslátt og skiptingu staðgreiðsluskyldra tekna í skattþrep. Auk þess þarf nú að tilgreina tölvupóstfang tengiliðs launagreiðanda. Lýsing á vefþjónustunni hefur verið uppfærð og þar má finna skilgreiningar og reglur sem gilda um nýju svæðin. https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/stadgreidsla-vefthjonusta/

Hægt verður að nota eldri vefþjónustu til að skila staðgreiðslu fyrir árið 2016 en eftir það skal nota nýju vefþjónustuna.

Nýja vefþjónustan tekur við staðgreiðslu ársins 2017 og síðar. Hana má einnig nota við skil ársins 2016. Þeir aðilar sem geta skilað staðgreiðslu eldri ára geta notað nýju vefþjónustuna.

Slóðin á nýju vefþjónustuna í raun er https://vefur.rsk.is/ws/Stadgreidsla/StadgreidslaService.svc

1.11.2016 : Staðgreiðsla - ný vefþjónusta: Villuprófanir

Bætt hefur verið í kafla Skilagrein og sundurliðun lýsingu á villuprófunum nýrra svæða:
Svæði Tolvupostfang skal vera gilt tölvupóstfang.
Svæðin Personuafslattur og PersonuafslatturMaka skulu innihalda jákvæða tölu nema verið sé að leiðrétta sundurliðun.
Samtala svæðanna TharafThrep1, TharafThrep2 og TharafThrep3 skal vera sama og heildarlaun.

27.9.2016 : Staðgreiðsla: Ný vefþjónusta frá janúar 2017

Ný vefþjónusta fyrir skil á staðgreiðslu verður tekin í notkun frá og með skilum fyrir árið 2017. Ekki verður mögulegt að nota núverandi vefþjónustu fyrir skil frá sama tíma. Nýja vefþjónusta leyfir ekki þau kerfisheiti sem hafa verið notuð fram til þessa svo gefa þarf út ný fyrir þau kerfi sem munu nota nýju þjónustuna.

Sækja skal um ný kerfisheiti með tölvupósti hjá fridjon.bjarnason@rsk.is sem verður jafnframt tengiliður þessa verkefnis hjá ríkisskattstjóra.

Leiðbeiningar fyrir vefþjónustuna hafa verið uppfærðar og eru aðgengilega á vef ríkisskattstjóra https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/stadgreidsla-vefthjonusta/

Hægt er að nota núverandi vefþjónustu við skil ársins 2016.

Prófunarþjónustan er tilbúin og tilkynnt verður í breytingasögu þegar hún fer í rekstur.

23.9.2016 : Sækja undanþágur fjármagnstekjuskatts

Gangsett hefur verið ný vefþjónustuaðgerð undir staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts. Hún skilar upplýsingum um þá aðila sem eru undanþegnir fjármagnstekjuskatti samkvæmt lögum nr. 94/1996. Sjá nánar lýsingu staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts.

24.5.2016 : FATCA viðmiðunargengi

Viðmiðunargengi USD vegna skila á FATCA upplýsingum fyrir tekjuár 2015 er samkvæmt sölugengi Seðlabanka Íslands þann 31.12.2015 129,90 krónur. 

8.4.2016 : Breytingar vegna FATCA og fleira

Í framtalsgögn hefur verið bætt inn nýjum kafla, Skil á upplýsingum vegna FATCA. Þar kemur fram hvaða köflum skal skila og hvaða atriðum skal skila í hverjum kafla.

Nánari upplýsingar um FATCA skil má finna á rsk.is/fatca og irs.gov/fatca.

XML prófun á uppruna auðkenni hefur verið breytt þannig að það má einungis innihalda bókstafi og tölustafi auk bandstriks (-), kommu (,) og punkts (.). Það má ekki innihalda autt bil (whitespace). Mælt er gegn því að íslenskir stafir séu í svæðinu í FATCA skilum.

Í FATCA skilum til Bandaríkjanna er uppruna auðkenni notað sem reikningsnúmer.

Uppruna auðkenni verður að vera einkvæmt innan hvers kafla.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum