Breytingasaga: 2014

Fyrirsagnalisti

19.11.2014 : Ný vefþjónusta virðisaukaskatts.

Vegna fyrirhugaðra breytinga á skattþrepum í virðisaukaskatti hyggst RSK opna nýja vefþjónustu sem tekur við af núverandi skilaþjónustum í virðisaukaskatti.

Markmiðið er að nýta þetta tækifæri til að bæta vefþjónustuna og gera hana sveigjanlegri gagnvart forsendubreytingum, bæta villupróf, og leggja fyrir breytingum sem má vænta á VSK skýrslunni á komandi árum.

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði tilbúin í prófunarumhverfi RSK fyrir lok þessa mánaðar og að prófanir á móti þjónustunni geti hafist um það leyti. Stefnt er að því að nýja þjónustan verði tilbúin í rekstur um áramótin 2014/2015 og að fyrstu skil með henni hefjist í febrúar 2015 vegna fyrstu mánaðarskila þess árs.

Ekki er gert ráð fyrir því að eldri þjónustur verði uppfærðar með nýjum þrepum og úreldast þær því frá og með fyrstu skilum fyrir árið 2015.

28.1.2014 : Framtalsgögn 2014

Engar breytingar hafa verið gerðar frá fyrra ári fyrir utan að ISIN númeri hefur verið bætt við verðbréfakaflana. Æskilegt er að því sé skilað en það er valkvæmt þannig að það hægt er að sleppa því. Nýjum kafla, Breytingar og ábendingar vegna framtals 2014, hefur verið bætt við. Þar eru helstu breytingar tíundaðar.
Rétt er að taka fram að óskað er eftir upplýsingum um einstaklinga, lögaðila auk erlendra aðila. Erlendir aðilar sem ekki hafa íslenska kennitölu skulu einnig vera með í skilunum. Undirkaflinn ErlendurAdili í kaflanum Vidskiptamadur tekur á þessu. Ef upplýsingar um kennitölu í heimalandi (TIN númer) liggja fyrir er áríðandi að hafa hana með.

20.1.2014 : Takmörkuð skattskylda - breytingar vegna hlutabréfa

Fallið hefur frá því að vera með sérstaka vefþjónustuaðgerð fyrir skil samkvæmt eyðublaði RSK 5.44. Bætt hefur verið við vefþjónustuaðgerðir RSK 5.41 þeim svæðum sem nauðsynleg eru vegna þessarar breytingar. Einnig hefur verið bætt inn nýju svæði, ISINflokkur. Þetta svæði er valkvæmt en mælst er til þess að það verði alltaf útfyllt þegar um er að ræða skráð verðbréf. Nánari lýsingu á einstökum svæðum má finna undir kaflanum Skilagrein RSK 5.41.

16.1.2014 : Gagnaskil 2014

Opnað hefur verið fyrir gagnaskil ársins 2014 vegna tekjuárs 2013. Miðar og annað sem snýr að skilunum eru óbreytt að öðru leyti en því að nú skal skila stofnsjóðsmiða fyrir sameignarfélög og samlagsfélög. Þess vegna hafa heiti sumra reita á stofnsjóðsmiða breyst en XML heiti eru óbreytt. Bætt hefur verið við nýjum reit, 320: Úttekt af höfuðstól.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum