Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

11.7.2025 : Ölgerðin hlýtur vottun sem viðurkenndur rekstraraðili (AEO)

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur nýverið hlotið viðurkenninguna viðurkenndur rekstraraðili (AEO) hjá íslenskum tollayfirvöldum. AEO-vottunin er staðfesting á að fyrirtækið sé öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni og nýtur þar af leiðandi viðurkenningar íslenskra og erlendra tollayfirvalda.

Lesa meira

10.7.2025 : Lokafrestur til að skila ársreikningum er 31. ágúst

Ársreikningum á að skila til ársreikningaskrár innan mánaðar eftir staðfestingu á aðalfundi. Ársreikningum er skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

30.5.2025 : Tölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2025, á tekjur ársins 2024. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.

Lesa meira

30.5.2025 : Auglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2025

Álagningar- og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef Skattsins. Kærufrestur vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, rennur út mánudaginn 1. september 2025.

19.5.2025 : Birting álagningar einstaklinga 2025

Niðurstöður álagningar einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, verða birtar á þjónustuvef Skattsins 22. maí. Inneignir verða greiddar út 30. maí og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum