Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

6.3.2025 : Tollmiðlaranámskeið hefst 24. mars 2025

Tollskóli ríkisins heldur námskeið fyrir starfsfólk tollmiðlara sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra. Námskeiðið verður haldið dagana 24. mars til 7. maí 2025, mánudaga-fimmtudaga kl. 12:20-16:00. Engin kennsla verður vikuna fyrir páska.

Lesa meira

28.2.2025 : Skattframtal 2025 - skilafrestur til 14. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, á þjónustuvef Skattsins í dag. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.

Lesa meira

17.2.2025 : Opnað fyrir framtalsskil einstaklinga 28. febrúar

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins frá og með 28. febrúar. Öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2024 ber að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars.

Lesa meira

17.2.2025 : Áminning um skil á virðisaukaskatti

Síðastliðinn föstudag var sendur tölvupóstur til áminningar um skil á virðisaukaskattsskýrslum og virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabilsins nóvember-desember 2024. Áminningin fór fyrir mistök á of marga viðtakendur.

Lesa meira

5.2.2025 : Umsókn um breytingar á skilamáta í virðisaukaskatti

Rekstraraðilar á virðisaukaskattsskrá sem seldu virðisaukaskattsskylda vöru eða þjónustu fyrir minna en 4.000.000 kr. á árinu 2024 geta óskað eftir því við ríkisskattstjóra að nota almanaksárið 2025 sem uppgjörstímabil (ársskil) í stað tveggja mánaða skila. 

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum