Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

10.6.2024 : Ársreikningaskrá: Kynning á skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu um niðurstöður eftirlitsaðila

Ársreikningaskrá Skattsins boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 12. júní kl. 9:15 um niðurstöður eftirlitsaðila á evrópska efnahagssvæðinu með reikningsskilum útgefenda. Auk þess farið verður yfir eftirlit á Íslandi ásamt væntanlegu eftirliti með sjálfbærniskýrslum.

3.6.2024 : Nýjar kröfur ESB til íslenskra fyrirtækja um aukna upplýsingagjöf í sjóflutningum

Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi í vöruflutningum og bæta áhættugreiningu á vörusendingum áður en þær koma að landamærum ríkja ESB. Þetta nýja kerfi mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB.

Lesa meira

31.5.2024 : Tölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2024

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2024, á tekjur ársins 2023. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.

Lesa meira

31.5.2024 : Auglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2024

Álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

27.5.2024 : Leiðrétting á útreikningi

Skatturinn vinnur nú að leiðréttingu mistaka sem urðu við álagningu opinberra gjalda hjá hluta örorku- og lífeyrisþega sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum