Fréttir og tilkynningar


Skráning á gistináttaskattsskrá

12.1.2024

Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda frá og með 1. janúar 2024 og ber því að innheimta gistináttaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð vegna sölu á gistiaðstöðu að nýju.

Ríkisskattstjóri vekur athygli á að hverjum þeim sem skattskyldur er samkvæmt lögum um gistináttaskatt ber að tilkynna starfsemi sína til skráningar á gistináttaskattsskrá.

Opnað hefur verið fyrir tilkynningar um gistináttaskattsskylda starfsemi sem skilað skal með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins.

Opna skráningu á þjónustuvef Skattsins

Upplýsingar sem þarf að gefa upp við skráningu 

Á tilkynningu um gistináttaskattsskylda starfsemi skal tilgreina:
  • upphafsdag starfsemi
  • lokadag starfsemi (ef við á)
  • fjölda gistirýma sundurliðað eftir tegund gistiaðstöðu

Skráning og endurskráning

Athugið að öllum gistináttaskattsskyldum aðilum ber nú að tilkynna starfsemi sína til skráningar á gistináttaskattsskrá, bæði nýjum aðilum og þeim sem voru skráðir á gistináttaskattsskrá fyrir tímabundna brottfellingu skattsins þann 1. apríl 2020.

Uppgjörstímabil

Uppgjörstímabil gistináttaskatts í tilviki virðisaukaskattsskyldra aðila eru tveir mánuðir: janúar-febrúar, mars-apríl o.s.frv. 

Gjalddagi er fimmti dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Gjalddagi vegna uppgjörstímabilsins janúar-febrúar 2024 er 5. apríl 2024.

Nánari upplýsingar um gistináttaskatt

Eins má spyrja spjallmenni Skattsins hérna neðst í hægra horninu.



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum