Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2023

Fyrirsagnalisti

16.3.2023 : Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2021

Skattskrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021 ásamt virðisaukaskattsskrá þess árs eru til sýnis dagana 16. mars til 30. mars 2023, að báðum dögum meðtöldum.

7.3.2023 : Vegna áritunar námslána á framtöl

Menntasjóður námsmanna (áður LÍN) sendi frá sér tilkynningu um að sjóðurinn hefði fyrir mistök ekki sent ákveðna tegund lána til áritunar fyrir opnun skattframtals.

Lesa meira

1.3.2023 : Skattframtal 2023 - skilafrestur til 14. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2023, vegna tekna 2022, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.

Lesa meira

27.2.2023 : Skatturinn hlýtur fyrstu verðlaun í Lífshlaupinu

Úrslitin í Lífhlaupinu 2023 voru kunngjörð síðastliðinn föstudag og stóð starfsfólk Skattsins uppi sem sigurvegarar í hópi vinnustaða með 400-799 starfsmenn í fyrsta sinn.

Lesa meira

23.2.2023 : Eingöngu er tekið við SAD tollskýrslum frá og með 1. mars 2023

Vakin er athygli innflytjenda á að frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu hægt að taka við SAD (E2) tollskýrslum í tollakerfi Skattsins.

23.2.2023 : Fyrirlestur um öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum á viðsjárverðum tímum

Þann 2. mars nk. munu Tollayfirvöld í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) standa fyrir viðburði um öryggi í alþjóðlegum vöruflutningum. Fyrirlesari er Lars Karlsson sérfræðingur hjá Maersk.

Lesa meira

15.2.2023 : Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 1. mars nk.

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2022 að skila skattframtali og telja fram.  Lokaskiladagur er 14. mars.

Lesa meira

14.2.2023 : Ríkisskattstjóri hefur tekið ákvörðun um að krefjast skipta á þeim lögaðilum sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur

Ríkisskattstjóri hefur tekið ákvörðun um að krefjast skipta á 870 lögaðilum fyrir héraðsdómi sem bar að skrá raunverulega eigendur og hafa ekki sinnt skráningarskyldu sinni.

Lesa meira

10.2.2023 : Lágmarks Tax-free endurgreiðsla hækkar

Vakin er athygli á reglugerðarbreytingu sem varðar skilyrði endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis. Með breytingunni hækkar lágmarks kaupverð vöru úr kr. 6.000 í kr. 12.000.

Lesa meira

10.2.2023 : Unglingum fæddum 2008 ranglega sent bréf

Mistök áttu sér stað við úttekt á úrtaki til sendingar bréfs til 16 ára unglinga. Um 1500 unglingar í 2008 árgangi rötuðu ranglega inn í úrtakið og fengu bréf sem ætlað var unglingum fæddum árið 2007.

Lesa meira

1.2.2023 : Fyrirtæki sektað vegna brots á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti

Þann 27. janúar 2023 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á Nótu ehf., kt. 560511-0510, vegna brots á ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lesa meira

1.2.2023 : Opnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2023

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2023, vegna tekna 2022, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.

27.1.2023 : Fyrsta greiðsla barnabóta ársins 2023

Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2023 verður miðvikudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins undir flipanum samskipti.

Lesa meira

27.1.2023 : Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila 2023 birtir á þjónustuvef

Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

24.1.2023 : Áhersluatriði í eftirliti með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS)

Eftirlit ársreikningaskrár með félögum sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) við gerð reikningsskila sinna mun í samráði við Verðbréfaeftirlit Evrópu (European Securities and Markets Authority) beinast að eftirfarandi þáttum.

24.1.2023 : Tilkynning um skuld við ríkissjóð

Að undanförnu hefur Skatturinn sent greiðsluáskorun til þeirra aðila sem hafa gjaldfallna skuld við ríkissjóð. Hún er birt á pósthólfi viðkomandi á vefsíðunni Ísland.is.

Lesa meira

23.1.2023 : Auknar endurgreiðsluheimildir virðisaukaskatts fallnar úr gildi

Skatturinn vill vekja athygli á því að fallnar eru úr gildi auknar endurgreiðsluheimildir sem settar voru sem liður í viðbrögðum stjórnvalda við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru.

Lesa meira

16.1.2023 : Tveir kynningarfundir fyrir hugbúnaðarhús

Fundirnir eru ætlaðir hugbúnaðarhúsum sem smíða eða selja hugbúnað sem sendir tollskýrslur til Skattsins með EDI samskiptum. Fundirnir fara fram í gegnum Teams.

12.1.2023 : Endurgreiðsla raffangaeftirlitsgjalds

Með dómi Landsréttar 25. mars 2022 í máli nr. 744/2020 var innheimta gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum (QB-gjald) dæmd ólögmæt. Gjaldtakan byggðist á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og var nánar útfærð reglugerð um raforkuvirki.

Lesa meira

12.1.2023 : Fyrirhuguð slit og skipti þeirra lögaðila sem ekki hafa skráð raunverulega eigendur

Með nýlegri lagabreytingu var ríkisskattstjóra falið að koma fram skiptum eða slitum á þeim lögaðilum sem ber að skrá raunverulega eigendur en hafa vanrækt skráningarskyldu samkvæmt lögunum.

Lesa meira

6.1.2023 : Töluverður fjöldi mála hér á landi í tengslum við alþjóðlega aðgerð

Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að ólöglegum lyfjum og steratengdum efnum og bar nafnið Shield III. Alls tóku 28 ríki þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í átta mánuði á árinu 2022.

Lesa meira

5.1.2023 : Skráning húsaleigusamninga í húsnæðisgrunn HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og Skatturinn vilja vekja athygli á því að um áramótin tóku gildi breytingar á húsaleigulögum og tekjuskattslögum sem tengjast útleigu á húsnæði til búsetu leigutaka. Breytingarnar ná ekki til heimagistingar, svo sem Airbnb.

Lesa meira

4.1.2023 : Breytingar á bifreiðagjaldi um áramótin

Nú um áramót var lágmarksfjárhæð bifreiðagjalds hækkuð úr 7.540 kr. upp í 15.080 kr. fyrir hvert gjaldtímabil. Breytingin hefur mest áhrif á bifreiðagjald ökutækja með litla eða enga skráða koltvísýringslosun eins og sparneytna bíla og rafmagnsbifreiðar.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum