Fréttir og tilkynningar


Félag sektað vegna brots á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti

26.9.2023

Þann 20. september 2023 ákvað ríkisskattstjóri að leggja stjórnvaldssekt á SB bókhald slf. vegna brota gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Ríkisskattstjóri og félagið höfðu áður gert sátt vegna brota félagsins gegn ákvæðum laganna. Samhliða sáttinni hafði úrbótakrafa verið lögð fyrir félagið þar sem því var gert að bæta aðferðir og verklag við framkvæmd áreiðanleikakönnunar og vistun gagna.

Ákvörðun þessi er tilkomin vegna þess að félagið hafði ekki uppfyllt skilyrði úrbótakröfunnar, þar sem félagið framkvæmdi enn ekki áreiðanleikakannanir með fullnægjandi hætti og varðveitti ekki gögn í samræmi við ákvæði laganna.

Með ákvörðun embættisins hefur ríkisskattstjóri fellt sáttina úr gildi og lagt á félagið stjórnvaldssekt að fjárhæð 4.000.000 kr.

Lesa ákvörðun ríkisskattstjóra


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum