Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2020

Fyrirsagnalisti

30.12.2020 : Vanræktu að telja fram 110,5 milljónir króna og 594 milljónir króna vegna gjaldmiðlasamninga

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur (24.06.2019) vegna skila á efnislega röngum skattframtölum, en fjármagnstekjur að fjárhæð 110,5 milljónir vegna uppgjörs á framvirkum gjaldmiðlasamningum höfðu ekki verið taldar fram.

Lesa meira

30.12.2020 : Tæpar 17 milljónir króna í sekt fyrir brot á skattalögum

Landsréttur hefur dæmt tvo menn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og lögum um bókhald í rekstri einkahlutafélags, en annar þeirra var stjórnarmaður og framkvæmdastjóri félagsins en hinn daglegur stjórnandi þess.

Lesa meira

30.12.2020 : Landsréttur dæmir 35 milljón króna sekt vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og bókhald

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um skilorðsbundið fangelsi og rúmlega 35 milljón króna sekt vegna brota á lögum bókhald og virðisaukaskatt, en vanframtalinn virðisaukaskattur nam tæpum 19 milljónum króna.

Lesa meira

30.12.2020 : 14 mánaða fangelsi og 96 milljóna króna sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 14 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar að fjárhæð 96 milljónir króna.

Lesa meira

29.12.2020 : Áramótabreytingar – Gjaldabreytingar, tollskrárbreytingar, tengiltvinnbifreiðar, BREXIT o.fl.

Um áramótin 2020-2021 taka gildi nokkrar breytingar á lögum er varða tollamál og innflutning.

Lesa meira

28.12.2020 : Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl.

Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2021.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Lesa meira

23.12.2020 : Tekjufallsstyrkir – Lokunarstyrkir

Þótt unnið hafi verið fram á nætur mun ekki takast að hefja móttöku á umsóknum um tekjufallsstyrki fyrr en á nýju ári. 

Lesa meira

22.12.2020 : Staðgreiðsluprósenta 2021

Um áramót verða gerðar breytingar á staðgreiðslu, persónuafslætti og skattþrepum fyrir tekjuárið 2021. 

Lesa meira

21.12.2020 : Opnunartími um jól og áramót

Um jól og áramót verða breytingar á venjulegum opnunartíma Skattsins.

Lesa meira

21.12.2020 : Frestun greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um aukinn frest á greiðslu staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds fyrir þá mánuði sem þegar var frestað greiðslu á.

Lesa meira

18.12.2020 : Tekjufallsstyrkir - Stefnt að opnun fyrir jól

Því miður tókst ekki að hefja móttöku á umsóknum um tekjufallsstyrki í þessari viku. Umsóknarferlið er flókið og margþætt og ýmislegt hefur komið upp á sem orðið hefur til þess að tefja málið þótt unnið sé fram á kvöld og um helgar að þessu verkefni.

Lesa meira

14.12.2020 : Áfangaskil Nordic Smart Government

Landsteymi Nordic Smart Government hélt 27. nóvember sl. fjarfund undir yfirskriftinni „Verðmætasköpun með stafrænum lausnum“. Fundinn sóttu um 80 aðilar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum.

Lesa meira

9.12.2020 : Tölvuvilla olli rangri álagningu stjórnvaldssekta

Bilun í tölvukerfi olli því að röng krafa vegna stjórnvaldssekta stofnaðist á u.þ.b. 400 félög í heimabanka.

Lesa meira

9.12.2020 : Tollamál og Brexit

Á miðnætti 31. desember 2020 lýkur aðlögunartímabili Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og yfirgefur Bretland samhliða Evrópska efnahagssvæðið. Við lok aðlögunartímabils falla úr gildi ákvæði EES-samningsins gagnvart Bretlandi. 

Lesa meira

7.12.2020 : Breytingar á greiðslufresti aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2021

Frá 1. maí 2020 hefur verið í gildi tímabundið lengri greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum (sk. tollkrít). Frá og með 1. janúar 2021 taka fyrri reglur um greiðslufrest og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi.

Lesa meira

4.12.2020 : Niðurfelling álags í virðisaukaskatti

Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis og óvissu í atvinnulífi hefur ríkisskattstjóri ákveðið að nýta heimild til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt.

Lesa meira

3.12.2020 : Umsóknir um lokunarstyrk 3

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 3 sem ákvarðaður er á grundvelli laga nr. 38/2020 eins og þeim var breytt með lögum nr. 119/2020.

Lesa meira

1.12.2020 : Virðisaukaskattur af viðburðum í streymi

Ríkisskattstjóri hefur gefið út sérstakt álit í tilefni fyrirspurna sem borist höfðu um hvort skylt sé að innheimta virðisaukaskatt við sölu aðgangs að t.d. tónleikum eða leiksýningum sem streymt er beint í sjónvarp, tölvu, síma eða annað snjalltæki kaupanda.

Lesa meira

1.12.2020 : Áhrif sóttvarnaraðgerða á afgreiðslur

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins í Reykjavík og á Akureyri ekki með hefðbundnum hætti til og með 12. janúar. Á þetta við um afgreiðslu á Laugavegi 166 og í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og starfsstöð Skattsins á Akureyri. 

Lesa meira

24.11.2020 : Jafnlaunavottun Skattsins

Skatturinn hlaut þann 28. október sl. jafnlaunavottun á Jafnlaunastaðalinn ÍST 85 sem staðfest hefur verið af Jafnréttisstofu. Þess má geta að embætti tollstjóra fékk jafnlaunavottun árið 2017 og var fyrsti vinnustaðurinn á landinu til að fá slíka vottun.

Lesa meira

23.11.2020 : Nordic Smart Government: Verðmætasköpun með stafrænum lausnum

Fjárfesting í stafrænni þróun og nýsköpun er brýn á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, faraldurs og samdráttar. Hvar liggja tækifærin?

Lesa meira

23.11.2020 : 106,5 milljóna króna sekt og 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Kona hefur verið dæmd í Landsrétti í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 106,5 milljóna króna sektar fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda, að fjárhæð 53,2 milljónir króna, í rekstri félags þar sem hún sat í stjórn.

Lesa meira

17.11.2020 : Uppfærsla á gagnaskilakerfi Skattsins

Vakin er athygli á að gagnaskilakerfi Skattsins hefur verið uppfært. Uppfærslan hefur einungis áhrif á skil þeirra aðila sem skila upplýsingum beint úr bókhalds- og launakerfum með vefþjónustu. 

Lesa meira

13.11.2020 : Skatturinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2020

Skatturinn er meðal þeirra fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2020, sem Félag kvenna í atvinnulífinu veitir.

Lesa meira

12.11.2020 : Leiðbeiningar um einfaldari tollskýrslu uppfærðar

Vakin er athygli á því að leiðbeiningar um einfaldari tollskýrslu hafa verið uppfærðar. Meðal annars er komið nýtt tollskrárnúmer 9803-7000 um endursendar dýraafurðir.

Lesa meira

6.11.2020 : Tekjufallsstyrkir – Lokunarstyrkir

Alþingi hefur samþykkt að greiða þeim sem stunda atvinnurekstur, annars vegar áframhald á lokunarstyrkjum og hins vegar tekjufallsstyrki, með ákveðnu hámarki og skilyrðum. Skatturinn fer með framkvæmdina. 

Lesa meira

5.11.2020 : Aukið eftirlit og rannsóknir á skattundanskotum efldar með nýju frumvarpi

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum. 

Lesa meira

4.11.2020 : Frumvarp um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum

Á samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt frumvarp til laga um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn í skattalagabrotum (tvöföld refsing, málsmferð).

Lesa meira

2.11.2020 : Frestun á greiðslu tekjuskatts lögaðila

Heimilt er að sækja um frestun greiðslu tekjuskatts samkvæmt álagningu 2020, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sótt er um frestun á þjónustusíðu lögaðilans og er umsóknarfrestur til 10. nóvember nk. 

Lesa meira

30.10.2020 : Álagning opinberra gjalda á lögaðila 2020

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda 2020 á lögaðila og liggja niðurstöður álagningarinnar nú fyrir.

Lesa meira

30.10.2020 : Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á lögaðila 2020

Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef Skattsins.
Kærufresti lýkur mánudaginn 30. nóvember 2020.

Lesa meira

29.10.2020 : Skýringar á álögðum gjöldum lögaðila 2020

Skatturinn birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Fjallað er um hverjir bera hvaða skatt og af hvaða stofni hann er reiknaður.

Lesa meira

27.10.2020 : Vanrækt að standa skil á virðisaukaskatti að fjárhæð 15 milljónum króna – Sekt dæmd 43 milljónir

Einstaklingur hefur verið dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð 43 milljónir og átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára.

Lesa meira

21.10.2020 : Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins – yfirlit

Skattinum hefur verið falin framkvæmd á ýmsum úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða vegna hans, s.s. stöðvun á tiltekinni starfsemi. 

Lesa meira

21.10.2020 : Rangar virðisaukaskatts­skýrslur, röng skattframtöl, bókhaldsbrot og peningaþvætti vegna skattalagabrotanna

Í málinu var ákært fyrir brot á skattalögum og peningaþvætti. Framkvæmdastjóri félags sem jafnframt var stjórnarmaður þess skilaði skattyfirvöldum efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum árið 2017, ýmist með því að vanframtelja útskatt eða offramtelja innskatt, samtals 57 milljónir króna.

Lesa meira

21.10.2020 : Ekki sakaður um ásetning né gáleysi við skil framtala sinna

Maður var ákærður fyrir að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2008, 2010 og 2011, með því að láta undir höfuð leggjast að telja fram tekjur að fjárhæð 116 milljónir í formi úttekta í félögum sem voru í hans eigu.

Lesa meira

16.10.2020 : Innleiðing nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi

Vakin er athygli inn- og útflytjenda sem senda tollskýrslur til tollafgreiðslu hjá Skattinum úr viðskiptakerfum sínum með EDI samskiptum (SMT tollafgreiðsla) á að unnið er að innleiðingu nýrrar tegundar tollskýrslu á Íslandi, svokallaðrar SAD tollskýrslu.

Lesa meira

6.10.2020 : Veittur stuðningur á uppsagnarfresti – viðbót

Búið er að uppfæra upplýsingar um þá rekstraraðila sem fengið hafa greiddan stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

Lesa meira

5.10.2020 : Nýttu þér sjálfsafgreiðslu

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi hvetur Skatturinn alla viðskiptavini sína til að nýta upplýsingar á vefnum (skatturinn.is), hafa samband í gegnum tölvupóst eða hringja í stað þess að koma í afgreiðslur.

Lesa meira

21.9.2020 : Grímuskylda í afgreiðslum Skattsins

Í ljósi fjölgunar Covid-19 smita í samfélaginu undanfarna daga hefur Skatturinn ákveðið að í öllum afgreiðslum þurfi viðskiptavinir að bera grímur til að tryggja sóttvarnir viðskiptavina og starfsmanna.

Lesa meira

15.9.2020 : Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 2. október nk.

Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2019, en álagning lögaðila fer fram 30. október nk. 

Lesa meira

11.9.2020 : Stuðningur vegna launa á uppsagnarfresti – laun í ágúst 2020

Þeim rekstraraðilum sem ætla að sækja um stuðning vegna hluta launakostnaðar í ágúst er bent á að umsóknarfrestur rennur út 21. september n.k. þar sem 20. september ber upp á sunnudag. 

Lesa meira

11.9.2020 : Viðbótarlokunarstyrkur

Samkvæmt auglýsingum heilbrigðisráðherra nr. 360/2020, 445/2020 og 470/2020, sem birtar voru í Stjórnartíðindum, var tilteknum rekstraraðilum gert að stöðva starfsemi sína lengur en öðrum vegna sóttvarnaraðgerða.  

Lesa meira

7.9.2020 : Veittur stuðningur á uppsagnarfresti

Samkvæmt 15. gr. laga nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, skal Skatturinn birta opinberlega upplýsingar um hvaða atvinnurekendum hefur verið ákvarðaður stuðningur samkvæmt lögunum.

Lesa meira

4.9.2020 : Nordic Smart Government ætlað að auka samstarf og velferð á Norðurlöndunum

Norrænu atvinnuvegaráðherrarnir hafa samþykkt áætlun sem er ætlað að koma hreyfingu á efnahagslífið í kjölfar Covid-19 og stuðla að sjálfbærum vexti í atvinnulífi á Norðurlöndum.

Lesa meira

26.8.2020 : Niðurfelling álags í virðisaukaskatti

Þar sem enn ríkir óvissa í atvinnulífi og efnahag landsins hefur enn á ný verið ákveðið að nýta heimild til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt. 

Lesa meira

21.8.2020 : Varað við netsvindli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag varað við netsvindli sem sent hefur verið með sms-skilaboðum í nafni Skattsins. Í skilaboðunum er tilkynnt um meinta endurgreiðslu.

Lesa meira

18.8.2020 : Áskorun vegna skila ársreikninga

Áskorun um skil á ársreikningum hefur nú verið birt á þjónustusíðu Skattsins (skattur.is) til þeirra félaga sem ekki hafa staðið skil á ársreikningi sínum til ársreikningaskrár.

Lesa meira

13.7.2020 : Mikill fjöldi beiðna um endurgreiðslu virðisaukaskatts

Meðal ráðstafana til að bregðast við efnahagssamdrætti af völdum kórónuveirunnar er að endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts var hækkað tímabundið úr 60% í 100% og úrræðið útvíkkað.

Lesa meira

10.7.2020 : Stuðningur vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti

Umsókn fyrir atvinnurekendur sem hyggjast óska eftir stuðningi úr ríkissjóði vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti er nú tilbúin og aðgengileg á þjónustusíðum á skattur.is.

Lesa meira

3.7.2020 : Breytingar á staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts af arði

Nýlega voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, þ.m.t. tvær breytingar á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Um er að ræða lög nr. 33/2020 ásamt breytingum á þeim með lögum sem samþykkt voru 30. júní sl. (óbirt).

Lesa meira

3.7.2020 : Endurgreiðslur á virðisaukaskatti – nú fyrir fleiri en áður

Nú er hægt að sækja um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað vegna endurbóta, viðhalds eða nýbyggingar á mannvirkjum í eigu sveitarfélaga.

Lesa meira

3.7.2020 : Niðurfelling álags í virðisaukaskatti vegna maí og júní 2020

Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem ríkt hefur í atvinnulífi og efnahag landsins hefur Skatturinn, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, ákveðið að nýta heimild sína til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt sem er á eftirtöldum gjalddögum:

Lesa meira

29.6.2020 : Breytingar á tollalögum

Þann 1. júlí nk. munu taka gildi eftirfarandi breytingar á tollalögum; Ákvæði um hámarksþyngd matvæla sem ferðamenn og farmenn mega hafa meðferðis til landsins eða kaupa í tollfrjálsri verslun verður hækkað úr 3 kg í 10 kg.

Lesa meira

24.6.2020 : Breytingar á skráningu tollafgreiðslugengis 1. júlí 2020 - Vikugengi

Reglur um gildistíma tollafgreiðslugengis sem nota skal við tollafgreiðslu tollskýrslu vörusendingar:

Lesa meira

24.6.2020 : Yfirskattanefnd fellst á kröfu kæranda um að 10 ára tímafrestur til endurákvörðunar vegna tekna og eigna í lágskattaríki eigi ekki við

Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra sem kveðinn var upp í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda árin 2010-2013.

Lesa meira

23.6.2020 : Tímarit Alþjóða tollastofnunarinnar í júní 2020 komið út

Júní 2020 útgáfan af tímariti Alþjóða tollastofnunarinnar (WCO News) er komin út. Þema blaðsins að þessu sinni er: „Covid 19: áhrif, áskoranir, lærdómur og leiðin fram á við."

Lesa meira

23.6.2020 : Yfirskattanefnd hafnar skýringum um að greiðslur frá erlendu félagi gætu talist endurgreiðsla láns

Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð ríkisskattstjóra sem kveðinn var upp í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á skattskilum kæranda árin 2010-2013.

Lesa meira

23.6.2020 : Sekt vegna vanframtalinna tekna af útleigu húsnæðis til ferðamanna

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að einstaklingur sem hafði á saknæman hátt, skv. rannsókn skattrannsóknarstjóra, vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018.

Lesa meira

16.6.2020 : Stuðningur vegna launa á uppsagnarfresti

Samþykkt hafa verið og birt í Stjórnartíðindum lög nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.

Lesa meira

12.6.2020 : Umsókn um lokunarstyrk

Búið er að opna fyrir umsókn um lokunarstyrk samkvæmt lögum nr. 38/2020. Þeir rekstraraðilar sem gert var að stöðva starfsemi sína samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar geta sótt um lokunarstyrk.

Lesa meira

11.6.2020 : Listi yfir tollflokkun ýmissa lækningavara

Alþjóðatollastofnunin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin settu saman lista yfir helstu lækningavörur í kjölfar Covid-19 faraldursins. Embættið hefur flokkað þessar vörur eftir íslensku tollskránni á ensku og hægt er að nálgast hann á ytri vef embættisins.

Lesa meira

10.6.2020 : Auglýsing um breytingu á tollskrá

Þann 9. júní tók gildi auglýsing um breytingu á tollskrá, sbr. auglýsingu nr. 52/2020. Kemur hún í stað auglýsingar 35/2020 og er að öllu leyti sambærileg nema að breytingar á 19. og 21. kafla hafa verið felldar niður og verða þeir kaflar eins og fyrir auglýsingu 35/2020.

Lesa meira

8.6.2020 : 237,6 milljóna króna sekt

Landsréttur hefur staðfest tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækis vegna brota á virðisaukaskatts- og staðgreiðslulögum.

Lesa meira

4.6.2020 : Niðurfelling álags í virðisaukaskatti vegna mars og apríl 2020

Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem ríkt hefur í atvinnulífi og efnahag landsins hefur Skatturinn, að höfðu samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, ákveðið að nýta heimild sína til að beita ekki álagi á vangreiddan virðisaukaskatt sem er á eftirtöldum gjalddögum:

Lesa meira

29.5.2020 : Tölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2020

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2020, á tekjur ársins 2019. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.

Lesa meira

29.5.2020 : Auglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2020

Álagningu opinberra gjalda á árinu 2020 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

28.5.2020 : Álagning 2020 hefur verið birt

Álagning einstaklinga 2020, vegna tekjuársins 2019, fer fram 29. maí n.k. Niðurstöður álagningar hafa verið birtar og eru aðgengilegar á þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

25.5.2020 : Álagning einstaklinga 2020 – lækkun launaafdráttar

Inneignir (vaxtabætur, barnabætur og sérstakur barnabótaauki, auk ofgreiddrar staðgreiðslu) eru greiddar inn á bankareikninga 29. maí 2020. Létta má mánaðarlega greiðslubyrði með gerð greiðsluáætlana hjá innheimtumönnum ríkissjóðs.

Lesa meira

19.5.2020 : Virðisaukaskattur felldur niður af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni og reiðhjóli með stig – eða sveifarbúnaði ásamt öðrum tegundum reiðhjóla

Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að ákveðnu hámarki af léttum bifhjólum og reiðhjólum sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Lesa meira

19.5.2020 : Umsóknir um endurgreiðslur á virðisaukaskatti

Frá og með deginum í dag er hægt að sækja um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna viðgerða, sprautunar og réttingar á fólksbifreiðum samkvæmt reikningum frá og með 1. mars sl. 

Lesa meira

18.5.2020 : Lokunarstyrkir

Alþingi samþykkti í síðustu viku lög um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Þar er m.a. kveðið á um að rekstraraðilar sem uppfylla tiltekin skilyrði geti átt rétt á lokunarstyrk úr ríkissjóði.

Lesa meira

15.5.2020 : Lækkun á losun húsbíla vegna álagningar vörugjalds 2020

Alþingi samþykkti þann 6. maí 2020 lög um m. a. breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

Lesa meira

13.5.2020 : Framlengdur frestur til skila á CRS og FATCA upplýsingum

Frestur tilkynningarskyldra fjármálastofnana til skila á CRS og FATCA upplýsingum til Skattsins á árinu 2020 hefur verið framlengdur til 31. ágúst nk.

Lesa meira

12.5.2020 : Landsréttur staðfestir peningaþvættisdóm

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Júlíusi Vífli Ingvarssyni fyrir peningaþvætti en hann var sakfelldur í héraðsdómi síðla árs 2018.

Lesa meira

30.4.2020 : Skattaákvæði hegningarlaganna tæmir sök gagnvart peningaþvættis­ákvæði

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til að greiða 17,5 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki staðið skil á tæplega 9 milljónum kr. af innheimtum virðisaukaskatti.

Lesa meira

28.4.2020 : 107 milljón króna sekt

Athyglisverður dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness nýlega. Ákært var fyrir meiri háttar brot á skattalögum en viðkomandi vanrækti að skila staðgreiðslu að upphæð kr. 31 milljón og virðisaukaskatti fyrir samtals 23 milljón.

Lesa meira

22.4.2020 : Aðgerðapakki tvö frá stjórnvöldum

Ríkisstjórn Íslands hefur nú kynnt aðgerðapakka tvö sem er framhald efnahagsaðgerða stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kynningu pakkans má sjá að nokkur úrræði snúa að Skattinum. 

Lesa meira

16.4.2020 : Endurgreiðslur á virðisaukaskatti til einstaklinga

Að gefnu tilefni skal tekið fram að umsóknir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna kostnaðar við bílaviðgerðir, heimilisaðstoð og annars kostnaðar sem samþykktar voru með lögum nr. 25/2020 eru ekki tilbúnar.

Lesa meira

16.4.2020 : Snertilaus samskipti í Farmverndarkerfinu

Vegna Covid-19 hefur tollgæslustjóri ákveðið að veita tímabundna heimild til snertilausra samskipta milli aðila sem annast farmvernd.

Lesa meira

16.4.2020 : Breyting á skuldfærslu vörugjalds af ökutækjum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að breyta reglum um skuldfærslu vörugjalds af ökutækjum.

Lesa meira

15.4.2020 : Breyting á skuldfærslu vörugjalds af ökutækjum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að breyta reglum um skuldfærslu vörugjalds af ökutækjum.

Lesa meira

15.4.2020 : Niðurfelling álags vegna gjalddaga sérstakra mánaðarskila í virðisaukaskatti

Gjalddagi virðisaukaskatts fyrir uppgjörstímabilið mars 2020 hjá þeim aðilum sem gera upp mismun út- og innskatts mánaðarlega eftir að hafa verið afskráðir af virðisaukaskattsskrá vegna áætlana en verið skráðir að nýju er 15. apríl 2020.

Lesa meira

15.4.2020 : Sóknaráætlun Nordic Smart Government í samráðsgátt

Nú þegar líður nær lokum þriðja fasa verkefnisins Nordic Smart Government eru afurðir þess að líta dagsins ljós.

Lesa meira

7.4.2020 : Fræðsluefni um brot á persónu­auðkennum

Á vegum skattyfirvalda Norðurlandanna starfar samnorrænn hópur sem hefur með höndum það verkefni að vekja athygli á og efla varnir gegn brotum tengdum misnotkun á auðkennum fólks og skilríkjafölsun, ID-Criminality.

Lesa meira

2.4.2020 : Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2020

Áríðandi tilkynning vegna EDI/SMT-tollafgreiðslu - breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda, gjalddögum; hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda og tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu.

Lesa meira

1.4.2020 : Aðgerðir stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar faraldurs kórónuveiru

Birt hafa verið lög nr. 25/2020 sem samþykkt voru á Alþingi þann 29. mars 2020 um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru.

Lesa meira

1.4.2020 : „Allir vinna“ - Tímabundin hækkun á endurgreiðslum VSK

Meðal þeirra ráðstafana sem gripið verður til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu af völdum kórónuveirunnar eru þær að Alþingi samþykkti nýlega lög sem kveða á um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60% í 100%.

Lesa meira

31.3.2020 : Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geta launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.

Lesa meira

27.3.2020 : Skert þjónusta í afgreiðslum

Í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi verður þjónusta í afgreiðslum Skattsins skert á næstunni. Þjónustan verður ekki með hefðbundnum hætti.

Lesa meira

27.3.2020 : Nýttu þér sjálfsafgreiðslu

Skatturinn hvetur alla viðskiptavini sína til að nýta upplýsingar á vefnum (skatturinn.is), hafa samband í gegnum tölvupóst eða hringja í stað þess að koma í afgreiðslur. 

Lesa meira

23.3.2020 : Minnkað starfshlutfall og laun í sóttkví

Nýlega voru samþykkt á Alþingi tvö mál til að koma til móts við sjálfstætt starfandi einstaklinga í tengslum við Covid-19 faraldurinn sem nú geisar.

Lesa meira

17.3.2020 : Afgreiðslu í Tollhúsinu lokað

Afgreiðslu Skattsins og Tollgæslu Íslands í Tollhúsinu hefur verið lokað meðan á samkomubanni vegna COVID-19 stendur. Eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á því ónæði sem af því hlýst.

Lesa meira

13.3.2020 : Staðgreiðsla launagreiðanda og tryggingagjalds á eindaga 16. mars

Alþingi hefur samþykkt lög nr. 17/2020 um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga).

Lesa meira

11.3.2020 : Góður gangur í framtalsskilum

Í gær var síðasti skiladagur almennra skattframtala einstaklinga og höfðu þá ríflega 182.000 skilað inn framtali sem eru tæplega 60% þeirra sem eru á skattgrunnskrá og þurfa að gera skil. 

Lesa meira

10.3.2020 : 50 milljóna sekt fyrir 25 milljóna vanskil

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem stjórnarformaður og prókúruhafi byggingarfélags hafði verið dæmd til að greiða rúmlega 50 milljónar króna sekt.

Lesa meira

9.3.2020 : Dæmt vegna rangrar upplýsingagjafar við innflutning

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega mann til greiðslu sektar að upphæð tæpra sjö milljóna króna ellegar sæta fangelsi í 120 daga.

Lesa meira

6.3.2020 : Einfaldar framtalsleiðbeiningar á ensku og pólsku

Vakin er athygli á leiðbeiningum um skattframtal fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa íslensku að móðurmáli en störfuðu hér á landi á síðasta ári. Leiðbeiningarnar eru á ensku og pólsku. 

Lesa meira

4.3.2020 : Viðhorfskönnun meðal íslenskra fyrirtækja

Skatturinn lét nýlega framkvæma viðhorfskönnun í tengslum við Nordic Smart Government verkefnið til að afla upplýsinga um áskoranir lítilla og meðalstórra fyrirtækja við kaup og sölu í stafrænum heimi.

2.3.2020 : Landsréttur staðfestir frávísun héraðsdóms að hluta á grundvelli mannréttindasáttmála Evrópu

Landsréttur staðfesti frávísunardóm yfir manni vegna skattalagabrota á grundvelli 4. gr. 7. samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu en þar segir að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju í sakamáli fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður af eða sakfelldur fyrir með lokadómi samkvæmt lögum og sakamálaréttarfari viðkomandi ríkis.

Lesa meira

2.3.2020 : Landsréttur vísar málum Sigur Rósar til efnismeðferðar í héraðsdómi

Landsréttur hefur úrskurðað að héraðsdómur Reykjavíkur taki skattamál meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar til efnislegrar meðferðar en þeim málum hafði verið vísað frá dómi 4. október 2019, með tilvísun til 4. gr. 7 samningsviðauka mannréttindasáttmála Evrópu.

Lesa meira

1.3.2020 : Magntollur á þurrmjólk, rifnum osti o.fl. hækkar

Magntollur (A tegund tolls - kr./kg) á þurrmjólk, duftrjóma, rifnum osti o.fl. í tollskrárnúmerunum 0402.1010–0402.9900 og 0406.2000–0406.9000 hækkar samkvæmt ákvæði 4. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. auglýsing nr. 9/2020 um breyting á viðauka I við tollalög.

Lesa meira

29.2.2020 : Skráning raunverulegra eigenda - frestur að renna út

Frestur til skráningar raunverulegra eigenda á grundvelli aðgerða gegn peningaþvætti er að renna út. Þetta m.a. við um félagasamtök, hlutafélög (hf), einkahlutafélög (ehf), sameignarfélög (sf) og fleiri.

28.2.2020 : Opnað fyrir skil á skattframtali 2020

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2020, vegna tekna 2019, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 10. mars nk. en hægt verður að sækja um viðbótarfrest til 13. mars.

Lesa meira

26.2.2020 : Skipun tollgæslustjóra

Sigurður Skúli Bergsson hefur verið skipaður í embætti tollgæslustjóra við Tollgæslu Íslands. Sex umsækjendur voru um stöðuna.

Lesa meira

26.2.2020 : Upplýsingar um Samherjamál

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að samskipti Skattsins (áður RSK) og Skattrannsóknarstjóra varðandi rannsókn á svokölluðu Samherjamáli séu ekki undanþegin upplýsingarétti nema að litlum hluta.

Lesa meira

24.2.2020 : Opnað fyrir framtalsskil 2020 um mánaðamótin

Opnað verður fyrir framtalsskil 2020, vegna tekna 2019, um mánaðamótin febrúar/mars. Lokaskiladagur er 10. mars nk., en hægt verður að sækja um framlengdan frest til föstudagsins 13. mars.

Lesa meira

20.2.2020 : Tíund er komin út

Meðal efnis í blaðinu er viðtal við Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda og umfjöllun um niðurstöður álagningar einstaklinga og lögaðila 2019, innheimtu opinberra skatta og gjalda hjá ríkisskattstjóra og þróun skipulags stofnunarinnar.

19.2.2020 : Skipun tollgæslustjóra

Sigurður Skúli Bergsson hefur verið skipaður í embætti tollgæslustjóra við Tollgæslu Íslands. Sex umsækjendur voru um stöðuna.

Lesa meira

12.2.2020 : Undandreginn skattur 1,6 milljón, en brotið framið með sérstaklega vítaverðum hætti

Maður hefur í Landsrétti verið dæmdur til að greiða 4.900.000 króna sekt í ríkissjóð og skilorðbundið fangelsi til tveggja ára fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldsbrot í rekstri einkahlutafélags á árinu 2015.

Lesa meira

3.2.2020 : Kerfiskennitölur

Með lögum nr. 140/2019, um skráningu einstaklinga, var m.a. gerð sú breyting að launagreiðendur geta ekki lengur sótt um kennitölur beint til Þjóðskrár Íslands fyrir þá erlendu ríkisborgara sem hjá þeim starfa.

Lesa meira

29.1.2020 : Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu – næstu skref

Bretland gengur úr Evrópusambandinu (ESB) þann 31. janúar næstkomandi. Við það tímamark tekur við aðlögunartímabil sem gildir til 31. desember 2020. 

Lesa meira

28.1.2020 : Þrjú skattþrep

Frá og með 1. janúar sl. eru skattþrep í staðgreiðslu þrjú. Þeir einstaklingar sem starfa eða fá greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa mögulega að gera ráðstafanir til að tryggja rétt hlutfall afdreginnar staðgreiðslu og rétta nýtingu persónuafsláttar.

27.1.2020 : Vinnuhópur um tillögur nefndar um rannsókn og saksókn skattalagabrota

Dómsmálaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa skipað vinnuhóp til að útfæra tillögur nefndar er sett var á laggirnar af hálfu ráðuneytanna tveggja um rannsókn og saksókn skattalagabrota.

Lesa meira

27.1.2020 : Umsókn um leiðréttingu á fyrirframgreiðslu barnabóta

Fyrirframgreiðsla barnabóta nemur 50% af áætluðum barnabótum ársins og greiðist með tveimur jöfnum greiðslum, 1. febrúar og 1. maí. Miðað er við fjölskyldustöðu samkvæmt Þjóðskrá eins og hún er 31. desember árið á undan.

Lesa meira

22.1.2020 : Fréttatilkynning vegna skráningar raunverulegra eigenda

Á grundvelli laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda þurfa allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá að afla upplýsinga um og skrá raunverulega eigendur sína og réttindi þeirra.

Lesa meira

21.1.2020 : Vel sóttur fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

Fundur Nordic Smart Government á Íslandi um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið á Grand hótel sl. fimmtudag var vel sóttur.

Lesa meira

20.1.2020 : Skil á upplýsingum vegna framtalsgerðar 2020

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að upplýsingum um laun, verktakagreiðslur, hlutafé, bifreiðahlunnindi og aðrar greiðslur vegna ársins 2019 skuli skilað eigi síðar en 20. janúar 2020.

13.1.2020 : Pappírsskýrslur eingöngu á SAD formi

Athygli er vakin á að frá 1. janúar 2020 er eingöngu tekið við pappírstollskýrslum á SAD formi (E2) nema í þeim tilfellum þar sem verið er að leiðrétta tollskýrslu sem upprunalega var gerð með gamla eyðublaðinu (E1).

Lesa meira

11.1.2020 : Fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið

Nordic Smart Government á Íslandi býður til fundar um einföldun rekstrarumhverfis fyrir atvinnulífið þann 16. janúar nk. í Setrinu á Grand Hótel.

Lesa meira

9.1.2020 : Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. (uppfært)

Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2020.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.

Lesa meira


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum