Fréttir og tilkynningar


Rangar virðisaukaskatts­skýrslur, röng skattframtöl, bókhaldsbrot og peningaþvætti vegna skattalagabrotanna

21.10.2020

Í málinu var ákært fyrir brot á skattalögum og peningaþvætti. Framkvæmdastjóri félags sem jafnframt var stjórnarmaður þess skilaði skattyfirvöldum efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum árið 2017, ýmist með því að vanframtelja útskatt eða offramtelja innskatt, samtals 57 milljónir króna.

Þá stóð hann ekki skil á tveimur staðgreiðsluskilagreinum félagsins sama ár og vanrækti skil á staðgreiðslu þriggja greiðslutímabila samtals um 30 milljónir króna. Auk þess skilaði hann röngu skattframtali vegna eigin skattskila og vanrækti skil tvö ár. Nam vangreiddur tekjuskattur og útsvar vegna eigin skattskila samtals 27,5 milljónir króna. Í ljósi stöðu hans hjá félaginu var því hafnað að litið yrði til þess að hann hafi lítið komið nálægt skattskilum félagsins hluta þess tímabils sem ákæran tók til. Var hann dæmdur til greiðslu sektar að fjárhæð 344 milljónir króna og gert að sæta fangelsi í tvö ár, en fangelsisrefsingu frestað héldi hann almennu skilorði samkvæmt almennum hegningarlögum.

Dómur héraðsdóms Reykjavíkur 15. október 2020 í máli nr. S-1177/2020 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum