Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar: 2022

Fyrirsagnalisti

2.5.2022 : Ívilnun virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðar lýkur í maí 2022

Tollyfirvöld vekja athygli á því að ívilnun virðisaukaskatts við innflutning tengiltvinnbifreiða mun leggjast af í lok dags þann 6. maí 2022, sbr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Lesa meira

28.4.2022 : Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 lagðar fram

Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 eru lagðar fram 28. apríl 2022 - 11. maí 2022.

22.4.2022 : Tollyfirvöld hætta innheimtu gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum

Með dómi Landsréttar í máli nr. 744/2020 var innheimta gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum (QB-gjald) dæmd ólögmæt. Gjaldtakan byggðist á 14. gr. laga nr. 146/1996 og var nánar útfærð í grein 9.2. reglugerðar nr. 678/2009 um raforkuvirki.

Lesa meira

19.4.2022 : Framhald viðspyrnustyrkja

Móttaka á umsóknum um viðspyrnustyrki hófst 13. apríl sl., sbr. lög nr. 16/2022. Annars vegar geta þeir sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um þessa mánuði og hins vegar er um að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní 2022.

Lesa meira

7.4.2022 : Tilkynning um árleg skyldubundin skil ársreikninga og álagningu stjórnvaldssekta vegna vanskila

Áréttað er við forráðamenn félaga að skila ber ársreikningi eigi síðar en mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi viðkomandi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs.

31.3.2022 : Skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2022

Ríkisskattstjóri hefur á grundvelli samstarfs við Félag löggiltra endurskoðenda, FLE, og Félag bókhaldsstofa, FBO, ákveðið að fagaðilar, þ.m.t. endurskoðendur og bókarar fái heimildir til rýmri framtalsskila en almennt gildir. Eru þær sérstöku heimildir þannig umfram almenna framtalsfresti.

Lesa meira

24.3.2022 : Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Opnað hefur verið fyrir árlega spurningakönnun ríkisskattstjóra vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Lesa meira

23.3.2022 : Varað við netsvikum

Enn á ný er herja netþrjótar á fólk í nafni Skattsins í þeim tilgangi að hafa af þeim peninga eða fjárhagsupplýsingar.

Lesa meira

16.3.2022 : Opið fyrir umsóknir um veitingastyrk

Búið er að opna fyrir umsóknir um veitingastyrki samkvæmt lögum nr. 8/2022. Veitingastyrkur er greiddur vegna veitingarekstrar á tímabilinu nóvember 2021 til og með mars 2022 til þeirra sem sætt hafa takmörkunum á opnunartíma. Umsókn þarf að berast eigi síðar en 30. júní 2022.

Lesa meira

4.3.2022 : Lokunarstyrkur og fleiri styrkir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk vegna janúar 2022. Umsóknir um veitingastyrk og framhald viðspyrnustyrkja er í smíðum.

Lesa meira

1.3.2022 : Skattframtal 2022 - skilafrestur til 14. mars

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars nk.

Lesa meira

25.2.2022 : Einn gjalddagi - nýjung á skattframtali

Vakin er athygli á að við framtalsskil er framteljendum nú heimilt, áður en álagning fer fram, að óska eftir að greiða skattaálagningu í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu, 1. júní.

Lesa meira

18.2.2022 : Opnað fyrir skil á skattframtali einstaklinga 1. mars

Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, 1. mars nk. Lokaskiladagur er 14. mars.

Lesa meira

9.2.2022 : Styrkir til veitingastaða - Grants for restaurants

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög um styrki til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma vegna sóttvarðnarráðstafana.

Lesa meira

7.2.2022 : Sameinað svið skatteftirlits og skattrannsókna

Þann 1. febrúar tók gildi nýtt skipulag innan Skattsins, með sameiningu tveggja sviða í svið Eftirlits og rannsókna. Í kjölfar sameiningar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins við Skattinn á nýliðnu ári var farið í umfangsmikla umbótavinnu með þátttöku starfsmanna sameinaðs embættis.

Lesa meira

4.2.2022 : Viðspyrnustyrkir – umsóknir vegna nóvember 2021

Alþingi samþykkti með lögum nr. 2/2022 að framlengja frest til að sækja um viðspyrnustyrki vegna rekstrar í nóvember 2021. Búið er að opna fyrir slíkar umsóknir.

Lesa meira

3.2.2022 : Opnað fyrir endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna framkvæmda á árinu 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem fara fram á árinu 2022. Þá voru breytingar gerðar á reglum um endurgreiðslu VSK um áramót sem rétt er að skýra nánar.

Lesa meira

2.2.2022 : Gjalddagi gistináttaskatts þann 7. febrúar 2022 og áframhaldandi niðurfelling

Vakin er athygli á því að gjalddagi gistináttaskatts vegna uppgjörstímabilanna janúar-febrúar og mars 2020 er þann 7. febrúar nk. Enn fremur er vakin athygli á því að niðurfelling gistináttaskatts hefur verið framlengd út árið 2023.

Lesa meira

1.2.2022 : Opnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2022

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2022, vegna tekna 2021, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.

1.2.2022 : Gjalddagi virðisaukaskatts er 7. febrúar nk. – flýting álagningar

Vakin er athygli á að gjalddagi vegna uppgjörstímabilsins nóvember-desember 2021 sem og janúar-desember 2021 (ársskila) er 7. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

31.1.2022 : Breyting á innheimtu bifreiðagjalds

Um áramótin tóku gildi breytingar á aðkomu og eftirfylgni faggiltra skoðunarstöðva og Samgöngustofu við innheimtu bifreiðagjalds, samkvæmt breytingum á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, sbr. lög nr. 139/2021.

Lesa meira

28.1.2022 : Fyrirframgreiðsluseðlar lögaðila 2022 birtir á þjónustuvef

Lögaðilum, sem gert er að greiða fyrirfram upp í þau gjöld sem lögð eru á í álagningu, hafa verið birtir fyrirframgreiðsluseðlar á þjónustuvef Skattsins.

Lesa meira

27.1.2022 : Frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um greiðsludreifingu eða frestun á greiðslu staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds samkvæmt nánari reglum þar um.

Lesa meira

24.1.2022 : Fyrsta greiðsla barnabóta ársins 2022

Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2022 verður þriðjudaginn 1. febrúar n.k., forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins.

Lesa meira

18.1.2022 : Frestur á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds o.fl.

Í gærkvöldi, mánudaginn 17. janúar 2022, voru samþykkt á Alþingi lög sem heimila tiltekna frestun á greiðslu staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds, auk framlengingar á fresti til að sækja um viðspyrnustyrk vegna nóvember 2021.

Lesa meira

14.1.2022 : 58 félögum mögulega slitið

Ársreikningaskrá sendi í morgun tilkynningu til 58 félaga þar sem þessum félögum var veittur fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi.

Lesa meira

13.1.2022 : Viðurkenndur útflytjandi og REX-kerfi ESB um skráða útflytjendur

Í EES-samningnum er að finna sérstaka bókun um uppruna vöru. Meginreglan er sú að til þess að vara sé talin hafa EES uppruna þarf hún að vera framleidd innan svæðisins úr hráefnum sem þar eru fengin eða uppfylla tilteknar kröfur um aðvinnslureglur.

6.1.2022 : Ný Tíund, fréttablað Skattsins, er komin út

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um sameiningu skattrannsóknarstjóra og Skattsins, niðurstöður álagningar einstaklinga og lögaðila 2021, stofnanasameiningar í skattkerfinu og upptöku á nýjum vinnslukerfum í virðisaukaskatti og tolli.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum