Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um afskráningu af VSK-skrá

2.12.2022

Rúmlega 600 aðilum hefur verið sent bréf um fyrirhugaða afskráningu af virðisaukaskattsskrá sökum áætlana. Um er að ræða bæði fyrirtæki og einstaklinga í sjálfstæðum rekstri sem ekki hafa staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum tveggja samliggjandi uppgjörstímabila eða lengur.

Í bréfinu er bent á að til þess að komast hjá afskráningu þurfi að skila inn virðisaukaskattsskýrslum rafrænt fyrir þau tímabil sem um ræðir.

Rekstri lokið

Sé rekstri lokið nægir að fylla út tilkynningu um lok starfsemi á eyðublað RSK 5.04 og senda það á netfangið skatturinn@skatturinn.is, merkt með málsnúmeri.

Áframhaldandi rekstur

Sé ætlunin að halda rekstri áfram er nóg er að skila skýrslum rafrænt í gegnum þjónustuvef Skattsins, skattur.is. Óþarfi er þá að svara bréfinu með öðrum hætti.

Engir frekari frestir verða veittir. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum