Fréttir og tilkynningar: 2024
Fyrirsagnalisti
Lokaskiladagur skattframtals lögaðila er 30. september nk.
Nú styttist í lokaskilafrest skattframtals lögaðila vegna rekstrarársins 2023, en álagning lögaðila fer fram 31. október nk.
Lesa meiraBréf frá Skattinum birtast í stafrænu pósthólfi á Ísland.is
Skatturinn vinnur nú að því að birta bréf til viðskiptavina sinna í stafrænu pósthólfi á Ísland.is.
Lesa meiraFrestur til að skila ársreikningi rennur út 31. ágúst nk.
Skilafrestur ársreikninga til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá er til 31. ágúst. Sérstök athygli er vakin á að sé ársreikningi ekki skilað tímanlega verður félagið sektað. Ársreikningum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins.
Álagningarskrá einstaklinga vegna tekjuársins 2023 lögð fram
Álagningarskrá vegna álagningar á einstaklinga á árinu 2024 vegna tekjuársins 2023 er til sýnis frá 19. ágúst til 2. september að báðum dögum meðtöldum.
Lesa meiraSamkomulag milli Íslands og Kína í tollamálum rekstraraðilum til hagsbóta
Í maí síðastliðnum undirritaði Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, samkomulag milli Skattsins og Yfirstjórnar tollamála Alþýðulýðveldisins Kína um gagnkvæma viðurkenningu á kerfi Skattsins fyrir viðurkennda rekstraraðila og ívilnanakerfi kínversku tollgæslunnar fyrir fyrirtæki.
Lesa meiraBreyting á reglum um bifreiðahlunnindi
Breyting hefur orðið á útreikningsreglum vegna bifreiðahlunninda þegar um ræðir bifreiðar sem knúnar eru með rafmagni, vetni eða metan.
Lesa meiraSvika-SMS send út í nafni Skattsins
Skatturinn varar við skilaboðum sem mörgum landsmönnum hafa borist undanfarna daga í nafni Skattsins. Þar reyna svikulir einstaklingar að komast inn á heimabanka og svíkja út fé.
Lesa meiraKynning á stuðningsaðgerðum til fyrirtækja í Grindavík
Þann 27. júní sl. var haldin kynning á vegum atvinnuteymis Grindavíkurbæjar á þeim stuðningsaðgerðum sem fyrirtækjum í Grindavík standa til boða vegna áhrifa náttúruhamfara á samfélagið.
Lesa meiraÁrsreikningaskrá: Kynning á skýrslu verðbréfaeftirlits Evrópu um niðurstöður eftirlitsaðila
Ársreikningaskrá Skattsins boðar til kynningarfundar miðvikudaginn 12. júní kl. 9:15 um niðurstöður eftirlitsaðila á evrópska efnahagssvæðinu með reikningsskilum útgefenda. Auk þess farið verður yfir eftirlit á Íslandi ásamt væntanlegu eftirliti með sjálfbærniskýrslum.
Nýjar kröfur ESB til íslenskra fyrirtækja um aukna upplýsingagjöf í sjóflutningum
Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi í vöruflutningum og bæta áhættugreiningu á vörusendingum áður en þær koma að landamærum ríkja ESB. Þetta nýja kerfi mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB.
Lesa meiraTölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2024
Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2024, á tekjur ársins 2023. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.
Lesa meiraAuglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2024
Álagningu opinberra gjalda á árinu 2024 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Leiðrétting á útreikningi
Skatturinn vinnur nú að leiðréttingu mistaka sem urðu við álagningu opinberra gjalda hjá hluta örorku- og lífeyrisþega sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun.
Lesa meiraHærri barnabætur
Í apríl voru gerðar breytingar á ákvæðum um barnabætur í þeim tilgangi að hækka barnabætur 2024. Breytingar þessar eru í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars.
Lesa meiraSérstakur vaxtastuðningur ákvarðaður
Við álagningu opinberra gjalda 2024 er framteljendum sem uppfylla ákveðin skilyrði ákvarðaður sérstakur vaxtastuðningur. Lög um hann voru sett í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024.
Lesa meiraBirting álagningar einstaklinga 2024
Niðurstöður álagningar einstaklinga 2024, vegna tekna 2023, verða birtar á þjónustuvef Skattsins 23. maí. Inneignir verða greiddar út 31. maí og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.
Lesa meiraBreytingar á reglum um framtal og skil á virðisaukaskatti
Ríkisskattstjóri vekur athygli á breytingum sem gerðar voru á ákvæðum reglugerðar nr. 667/1995, um framtal og skil á virðisaukaskatti.
Lesa meiraVilla við álagningu kílómetragjalds leiðrétt
Við útreikning álagningar kílómetragjalds vegna febrúar kom upp villa sem varð til þess að hluti raf- og tengiltvinnbílaeigenda fengu ranga álagningu.
Lesa meiraOpnað fyrir skil á gistináttaskatti á þjónustuvef Skattsins
Gjalddagi gistináttaskatts, fyrir tímabilið janúar-febrúar 2024, er 5. apríl. Opnað hefur verið fyrir skil á gistináttaskatti á þjónustuvef skattsins.
Lesa meiraTollmiðlaranámskeið hefst 15. apríl 2024
Tollskóli ríkisins heldur námskeið fyrir starfsfólk tollmiðlara sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra. Námskeiðið verður haldið dagana 15. apríl til 23. maí 2024, mánudaga-fimmtudaga kl. 12:20-16:00.
Lesa meiraHald lagt á ólögleg lyf hér á landi í alþjóðlegri aðgerð
Tollgæslan og Lyfjastofnun voru meðal þátttakenda í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum.
Lesa meiraKönnun á stafvæðingu íslenskra fyrirtækja
Forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja telja mikinn ávinning af því að nota rafræna reikninga í stað pappírsreikninga og PDF-skjala. Tímasparnaður, minni kostnaður, aukin sjálfvirknivæðing, sveigjanleiki og öryggi eru meðal helstu kosta sem nefndir eru í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Nordic Smart Government & Business.
Lesa meiraGjalddagi gistináttaskatts 5. apríl – ertu örugglega skráður?
Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda þann 1. janúar 2024 og ber því að innheimta gistináttaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð vegna sölu á gistiaðstöðu samkvæmt ákvæðum laga um gistináttaskatt.
Lesa meiraSkattframtal 2024 - skilafrestur til 14. mars
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2024, vegna tekna 2023, á þjónustuvef Skattsins í dag. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.
Lesa meiraOpnað fyrir framtalsskil einstaklinga 1. mars
Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2023 að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars.
Lesa meiraFréttatilkynning vegna viðbótarlaunakerfis hjá Skattinum
Til frekari áréttingar vegna umfjöllunar um launakerfi Skattsins. Breytingar á álögðum gjöldum einstaklinga og lögaðila hafa ekki leitt til þess að starfsfólk Skattsins ávinni sér tilkall eða rétt til viðbótarlauna eða annars konar aukagreiðslna.
Lesa meiraOpnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024
Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024, vegna tekna 2023, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.
Lesa meiraFyrsta greiðsla barnabóta ársins 2024
Fyrsta greiðsla barnabóta á árinu 2024 verður fimmtudaginn 1. febrúar. Forsendur fyrir útreikningi barnabóta hvers og eins er að finna á þjónustusíðu Skattsins undir flipanum samskipti.
Vegna umræðu um launakerfi Skattsins
Vegna fjölmiðlaumræðu undanfarna daga um launakerfi Skattsins þykir rétt að koma eftirfarandi á framfæri:
Lesa meiraYfirlýsing ársreikningaskrár vegna birtingar upplýsinga sbr. ákvæði 8. gr. flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins
Með lögum um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar voru ákvæði flokkunarreglugerðar Evrópusambandsins innleidd í íslenskan rétt.
Skráning á gistináttaskattsskrá
Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda frá og með 1. janúar 2024 og ber því að innheimta gistináttaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð vegna sölu á gistiaðstöðu að nýju.
Lesa meira