Hærri barnabætur
Í apríl voru gerðar breytingar á ákvæðum um barnabætur í þeim tilgangi að hækka barnabætur 2024. Breytingar þessar eru í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars.
Grunnfjárhæð barnabóta var hækkuð og skerðingarmörk vegna
tekna einnig hækkuð auk þess sem skerðingarhlutfall fyrir fleiri en eitt barn
var lækkað.
Barnabætur ársins verða af þessum sökum um 5,4 milljörðum króna hærri en á síðasta ári, sem er 38% hækkun. Barnabætur til útborgunar 2024 verða alls 19,7 milljarðar króna.
Af þessu leiðir að fleiri fá greiddar barnabætur á þessu ári en í fyrra og barnabætur eru að jafnaði hærri. Upplýsingar um fjárhæðir og útreikning er að finna í almennri umfjöllun um barnabætur.