Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra
Gjaldið er lagt á þá einstaklinga sem eru 16 ára til og með 69 ára á viðkomandi tekjuári og eru með tekjustofn yfir tekjumörkum. Gjaldið er lagt á við álagningu opinberra gjalda ár hvert. Undanþegnir gjaldinu eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Tekjustofn er tekjuskattsstofn að viðbættum fjármagnstekjuskattsstofni. Hjá hjónum og samsköttuðu fólki bætist þó einungis helmingur sameiginlegs fjármagnstekjuskattsstofns við tekjustofn hjá hvoru fyrir sig.
Fjárhæð gjaldsins
Ár | Fjárhæð | Tekjumörk einstaklinga | |
---|---|---|---|
Í álagningu 2024 | kr. | 13.749 | 2.276.569 |
Í álagningu 2023 | kr. | 13.284 | 2.057.211 |
Í álagningu 2022 | kr. | 12.334 | 1.938.025 |
Í álagningu 2021 | kr. | 12.034 | 1.870.828 |
Í álagningu 2020 | kr. | 11.740 | 1.833.671 |
Í álagningu 2019 | kr. | 11.454 | 1.750.783 |
Í álagningu 2018 | kr. | 11.175 | 1.718.678 |
Í álagningu 2017 | kr. | 10.956 | 1.678.001 |
Í álagningu 2016 | kr. | 10.464 | 1.637.600 |
Framkvæmdasjóður aldraðra er í vörslu heilbrigðisráðuneytisins og skal stjórn sjóðsins annast stjórn hans og gera árlega tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins.
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra - 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra
Annað
Nánari upplýsingar um Framkvæmdasjóður aldraðra