Launaframtal félaga með annað reikningsár en almanaksárið

Frá og með álagningu 2010 gilda þær reglur varðandi gjaldstofn tryggingagjalds hjá félögum, þar sem ekki fer saman reikningsár og almanaksárið, að gjaldstofn tryggingagjalds skal nú miða við launagreiðslur almanaksársins samkvæmt launamiðum.

Gera skal grein fyrir launum og tengdum gjöldum í reitum 3030-3100 á skattframtali RSK 1.04 miðað við almanaksár; sjá í þessu sambandi einnig leiðbeiningar um útfyllingu launamiða. Reit 3170 skal nota til leiðréttingar á launaliðum m.t.t. ársreiknings.

Sundurliðun tryggingagjaldsstofns í reit 9625 á launaframtalshluta RSK 1.04, sem gera á grein fyrir eftir mánuðum í reitum 9661-9672, fylgir því almanaksárinu.

Félög sem hafa hliðrað til sundurliðun tryggingagjaldsstofns í reitum 9661 - 9672 og notað reikningsár sitt í stað almanaksárs við síðustu framtalsskil, verða því að gera sérstaka leiðréttingu af þessum ástæðum.

Hafi launagreiðslur vegna fyrstu mánaða tekjuársins verið færðar á launaframtal í fyrra, eru þeir mánuðir hafðir auðir á launaframtali. Ef hins vegar síðustu mánuðir næsta rekstrarárs á undan voru ekki tilteknir á launaframtali í fyrra skal bæta þeim við launagreiðslur í janúar á launaframtali nú.

Samhliða framangreindum leiðréttingum þarf að gera leiðréttingu á stofni til tryggingagjalds í leiðréttingarreit 9621 á launaframtalinu.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum