Breytingar og slit
Tilkynna skal breytingar á skráningarskyldum atriðum til fyrirtækjaskrár innan mánaðar frá því að breytingar eiga sér stað. Það þýðir að tilkynna þarf um breytingar á stjórn, framkvæmdastjóra, heimilisfangi og öðrum skráningarskyldum atriðum innan mánaðar frá því að hluthafafundur/stjórnarfundur tók umrædda ákvörðun.
Í einstaka tilvikum víkja lög frá þessari almennu reglu um að tilkynna skuli innan mánaðar, t.d. skal tilkynna hlutafjárhækkun innan árs frá því að ákvörðun um hækkun var samþykkt en tilkynna skal strax ákvörðun um lækkun hlutafjár sé lækkunin á grundvelli jöfnunar á tapi.
Afgreiðslutími tilkynninga er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár séu þau fullnægjandi og greiðsla (eða greiðslukvittun) fylgir með gögnunum. Hægt er að senda skannað afrit af tilkynningum á netfangið fyrirtaekjaskra@skatturinn.is Ekki er nauðsynlegt að skila inn frumritum af gögnum.