Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti

Framlenging ráðstöfunar séreignarsparnaðar á leidretting.is
Heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns hefur verið framlengd til og með 31. desember 2024.
Umsækjendur þurfa að óska eftir áframhaldandi ráðstöfun fyrir 30. september nk.

Upplýsingar um persónuafslátt
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum 16 ára og eldri. Hér má finna upplýsingar um fjárhæð persónuafsláttar, hvað skal gera þegar byrjað er í nýrri vinnu og hvernig færa á persónuafslátt á milli launagreiðenda.

Skatturinn í Reykjavík flytur í Katrínartún 6
Öll móttaka viðskiptavina Skattsins á höfuðborgarsvæðinu, þar með talin fyrirtækja- og ársreikningaskrá, hefur verið flutt í Katrínartún 6.
Afgreiðslum sem áður voru í Tollhúsinu og á Laugavegi 166 hefur verið lokað.

Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti
Opnað hefur verið fyrir árlega spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Tilkynningarskyldir aðilar sem sæta eftirliti þurfa að skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins með rafrænum skilríkjum eða veflykli.