Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti

Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum
Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum.
Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.

Upplýsingar um persónuafslátt
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum 16 ára og eldri. Hér má finna upplýsingar um fjárhæð persónuafsláttar, hvað skal gera þegar byrjað er í nýrri vinnu og hvernig færa á persónuafslátt á milli launagreiðenda.

Varað við netsvikum
Skatturinn varar við skilaboðum sem mörgum landsmönnum hafa borist undanfarna daga í nafni Skattsins. Þar reyna svikulir einstaklingar að komast yfir fé og aðrar fjárhagsupplýsingar.