Skatturinn – skattar og gjöld

Skatturinn - skattar og gjöld

Fyrirsagnalisti

Kisa að skrifa með penna í dagbók. Myndin er gerð með aðstoð gervigreindar.

Opnað fyrir skil á skattframtali einstaklinga 1. mars

Opnað verður fyrir framtalsskil einstaklinga 2024, vegna tekna 2023, 1. mars næstkomandi. 

Lokaskiladagur er 14. mars.

Skráið það í dagbækurnar ykkar!

Mynd af hopsnesvita og litrík ský í bakgrunni

Úrræði fyrir rekstraraðila í Grindavík

Vegna áhrifa náttúruhamfara á rekstrarumhverfi fyrirtækja í Grindavík eru nokkur úrræði í boði sem rekstraraðilar geta nýtt sér. 

Meðal úrræða er rekstrarstuðningur fyrir fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklinga.

Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla

Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla frá og með árinu 2024.

Regluleg skráning kílómetrastöðu tryggir að þú borgir miðað við þinn meðalakstur

Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum

Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum. 

Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.

Skattadagatal

Fyrirsagnalisti

29. feb. Síðasti dagur umsóknarfrests vegna umsókna um endurgreiðslu á staðgreiðslu.

29. feb. Eindagi skoðunargjalds vinnueftirlits

29. feb. Fyrirframgreiðsla þinggjalda lögaðila 1/8

1. mar. Frestur til að sækja um endurgreiðslu á staðgreiðslu rennur út

1. mar. Gjalddagi virðisaukaskatts bændaskila júlí-desember 2023

1. mar. Vörugjöld af ökutækjum (að hámarki 12 mánuðum eftir innflutning)

1. mar. Skattframtal einstaklinga 2024 opnað á þjónustuvef Skattsins

1. mar. Skipulagsgjald

1. mar. Gjalddagi kílómetragjalds á rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiðar vegna febrúar

4. mar. Gjalddagi áfengisgjalds af innlendri framleiðslu vegna febrúarFréttir og tilkynningar

15. feb. 2024 : Opnað fyrir framtalsskil einstaklinga 1. mars

Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef Skattsins, www.skattur.is frá og með 1. mars nk. og ber öllum sem náð hafa 16 ára aldri í lok árs 2023 að skila skattframtali og telja fram. Lokaskiladagur er 14. mars.

12. feb. 2024 : Fréttatilkynning vegna viðbótarlaunakerfis hjá Skattinum

Til frekari áréttingar vegna umfjöllunar um launakerfi Skattsins. Breytingar á álögðum gjöldum einstaklinga og lögaðila hafa ekki leitt til þess að starfsfólk Skattsins ávinni sér tilkall eða rétt til viðbótarlauna eða annars konar aukagreiðslna.

01. feb. 2024 : Opnað fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024

Opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali lögaðila 2024, vegna tekna 2023, á þjónustuvef Skattsins. Almennur framtalsfrestur lögaðila er til 31. maí, en fagaðilar (endurskoðendur og bókarar) geta fengið framlengdan frest allt til 30. september.

Sjá allar fréttir


Reiknivél

Reiknivélar

Með reiknivélum er hægt á einfaldan hátt að skrá inn forsendur og reikna út fjárhæð skatta, gjalda og bóta. Útreikningur samkvæmt reiknivélunum miðast við þær forsendur sem gefnar eru, en telst ekki bindandi ákvörðun.

Sjá nánar

Helstu leiðbeiningar

Hér er að finna samantekt hnitmiðaðra leiðbeininga um afmarkaða þætti eins og framtalsskil, álagningu opinberra gjalda og hvernig tilkynna skal launagreiðanda um fyrirkomulag nýtingu persónuafsláttar. Efnið er einnig að finna annarsstaðar á vefnum.

Sjá nánar

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum
Þetta vefsvæði byggir á Eplica