Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti
Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum
Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum.
Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.
Skattþrep og persónuafsláttur 2025
Skattþrep og persónuafsláttur eru meðal þess sem breyttist nú um áramót.
Persónuafsláttur hækkar í 824.288 kr. á ári eða 68.691 kr. á mánuði. Hækkunin nemur 3.765 kr. á mánuði.
Þú vilt ekki missa af bréfunum frá okkur
Frá og með 1. janúar 2025 birtast bréf frá Skattinum í stafræna pósthólfinu á Ísland.is. Þetta gildir um einstaklinga og lögaðila.
Skoðaðu hnipp stillingarnar þínar (notification) á Mínum síðum á Ísland.is svo bréfin frá okkur fari ekki framhjá þér.