Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

31.5.2023 : Tölulegar upplýsingar um álagningu einstaklinga 2023

Ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu opinberra gjalda á einstaklinga 2023, á tekjur ársins 2022. Tekjuskattur og útsvar hafa að mestu þegar verið innheimt í staðgreiðslu en í álagningunni fer fram endanlegt uppgjör þessara skatta.

Lesa meira

31.5.2023 : Auglýsing ríkisskattstjóra um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2023

Álagningu opinberra gjalda á árinu 2023 er lokið á þá einstaklinga, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga um tekjuskatt. Álagningar- og innheimtuseðlar eru aðgengilegir á þjónustuvef Skattsins; www.skattur.is.

23.5.2023 : Birting álagningar einstaklinga 2023

Niðurstöður álagningar einstaklinga 2023, vegna tekna 2022, hafa verið birtar á þjónustuvef Skattsins. Inneignir verða greiddar út 1. júní og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.

Lesa meira

28.4.2023 : Rafrænt undirrituð löndunarvottorð og staðfest afrit tollskýrslu í Tollalínu

Innflytjendur og tollmiðlarar geta nú sótt Löndunarvottorð / Landing Certificate af tollafgreiddri SAD tollskýrslu í tollalínuna án endurgjalds. Þar er jafnframt hægt að sækja staðfest afrit af SAD tollskýrslu.

14.4.2023 : Tekjuskattslögin 100 ára

Í tilefni þess að í ársbyrjun 2022 voru liðin 100 ár frá gildistöku fyrstu tekjuskattslaganna hefur Sigmundur Stefánsson, fyrrverandi skattstjóri í Reykjanesumdæmi, ritað grein þar sem tekin eru fyrir meginefni laganna (einkum tekjuskattsins) og hverju helst var verið að velta fyrir sér við setningu þeirra.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum