Fréttir og tilkynningar


Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

27.5.2022 : Greiðsluáætlanir í sjálfsafgreiðslu

Ný sjálfsafgreiðsluþjónusta á Ísland.is gerir notendum kleift að gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslum opinberra gjalda á þeim stað og tíma sem þeim hentar. Sem dæmi geta notendur sjálfir gert áætlanir um greiðslu flestra gjalda, svo sem skatta og önnur gjöld, undir fjármálum á Ísland.is.

Lesa meira

23.5.2022 : Álagning einstaklinga 2022 - lækkun launaafdráttar

Álagning einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, fer fram 31. maí nk. Við álagningu er launagreiðendum send krafa um að halda eftir hluta af launum starfsmanna sinna sem skulda skatta og skila inn til innheimtumanns ríkissjóðs.

Lesa meira

23.5.2022 : Birting álagningar einstaklinga 2022

Niðurstöður álagningar einstaklinga 2022, vegna tekna 2021, verða birtar á þjónustuvef Skattsins 27. maí nk. en álagning fer fram 31. maí.

Lesa meira

2.5.2022 : Ívilnun virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðar lýkur í maí 2022

Tollyfirvöld vekja athygli á því að ívilnun virðisaukaskatts við innflutning tengiltvinnbifreiða mun leggjast af í lok dags þann 6. maí 2022, sbr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Lesa meira

28.4.2022 : Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 lagðar fram

Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 eru lagðar fram 28. apríl 2022 - 11. maí 2022.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum