Fréttir og tilkynningar


Innheimta skattaskulda vegna álagningar

29.8.2023

Þessi dægrin er mörgum að berast kröfur í heimabanka frá ríkissjóðsinnheimtum án skýringa. Þessar kröfur kunna að vera vegna álagningar opinberra gjalda vegna tekjuársins 2022.

Niðurstaða álagningar 2023, vegna tekna 2022, var birt í lok maí á skattur.is. Álagning er uppgjör síðasta tekjuárs og kemur eftir að skattframtali hefur verið skilað inn. Þar sést hvort fólk fær endurgreitt eða þarf að greiða meira. 

Skuldir flestra eru dregnar sjálfkrafa af launum samkvæmt greiðsluáætlun sem birtist á álagningarseðlinum.

Skuld dregin af launum en skilar sér ekki til ríkissjóðs

Ef launaseðillinn ber með sér að skuldin hafi verið dregin af launum er rétt að hafa samband við í viðkomandi launagreiðanda eða starfsfólk Skattsins og kanna hvers vegna greiðslan hefur ekki skilað sér.
Hafa samband

Hafi launagreiðandi ekki dregið skuld af launum og greiðslur ekki borist Skattinum fer skuldin í innheimtuferli og þess vegna eru kröfur að birtast í heimabönkum núna.

Þau sem ekki eru í vinnu

Þau sem ekki eru í vinnu þurfa sjálf að greiða álagninguna. Það má gera með því að greiða kröfuna sem er komin í bankann eða leggja inn á reikning hjá þínum innheimtumanni.
Upplýsingar um bankareikninga

Greiðsludreifing

Ef þú vilt dreifa greiðslunum á lengra tímabil má semja um það með því að gera nýja greiðsluáætlun.
Nánar greiðsluáætlanir

Nánari upplýsingar um skuldastöðu við ríkissjóð má fletta upp á mínum síðum á Ísland.is og niðurstöður álagningar eru enn aðgengilegar á þjónustuvef Skattsins.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum