Tollalína

Almennt

Tollalínan er opin öllum sem hafa rafræn skilríki og geta auðkennt sig í gegnum island.is: inn- og útflytjendum, tollmiðlurum, farmflytjendum og einstaklingum.

Viðskiptavinir geta nálgast margvíslegar upplýsingar úr tollafgreiðslukerfi Skattsins um sínar vörusendingar, tollskýrslur, farmskrár, skuldfærð aðflutningsgjöld o.fl.

tollalinan.tollur.is


Prókúruhafi fyrirtækis veitir starfsfólki sínu aðgang með umboði á island.is. Einnig getur prókúruhafi gefið starfsmanni umboð til aðgangsstýringar.

Sjá leiðbeiningar um auðkenningu og umboð

Ábendingar og tillögur um Tollalínuna eru vel þegnar og má senda á netfangið: ut@skatturinn.is

Aðgangur að Tollalínu

Ekki er sótt sérstaklega um aðgang að Tollalínunni. Tollalínan er opin öllum sem hafa rafræn skilríki og geta auðkennt sig í gegnum island.is.

Veiting aðgangs að Tollalínunni fyrir starfsmenn fyrirtækja fer fram í gegnum island.is. Starfsfólk Skattsins hefur enga sýn á hvaða starfsmenn fyrirtækis hafa aðgang að Tollalínunni í umboði þess.

Ef fyrirtæki ætlar að veita starfsfólki sínu, eða öðrum (t.d. bókara) aðgang að Tollalínunni, verður prókúruhafi fyrirtækis að fara inn á island.is og fylgja þessum leiðbeiningum. Þar veitir prókúruhafi (eða handhafi umboðs til aðgangsstýringar) viðkomandi umboð til að fara inn í Tollalínuna fyrir hönd fyrirtækisins. Þar er jafnframt hægt að afturkalla umboð og sjá yfirlit yfir hvaða starfsmenn eru með umboð til aðgangs að upplýsingum fyrirtækisins í Tollalínu.

Allir sem hafa umboð (t.d. starfsfólk, bókarar o.fl.) eru með sambærilegan aðgang og geta séð allar sömu upplýsingarnar í Tollalínunni fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Viðkomandi getur haft umboð fyrir fleiri en eitt fyrirtæki og fær eftir að hafa auðkennt sig val á innskráningarsíðunni, á milli sinna umboða. Þar er hægt að velja í umboði hvaða fyrirtækis á að fara inn í Tollalínuna.

Einstaklingar geta farið inn án umboða og sjá þá upplýsingar sem eiga við um þá sjálfa persónulega. Til dæmis tollskýrslur vegna vara sem einstaklingurinn hefur pantað frá útlöndum. Afgreiddar póstskýrslur eru jafnframt aðgengilegar undir viðskiptamaður-viðtökunúmer. Póstskýrslurnar berast ekki í rauntíma og er því best að nálgast upplýsingar um þær á vef Íslandspósts.

Leiðbeiningar

Skipta má upplýsingum í Tollalínunni í tvo megin hluta:

  1. Upplýsingar sem bundnar eru við viðskiptamann (inn- og útflytjendur í atvinnurekstri, einstaklinga og farmflytjendur og tollmiðlara).
  2. Almennar upplýsingar.

Upplýsingar sem bundnar eru við viðskiptamann

Viðskiptamaður - Tollskýrslur

Sendingarnúmer

Til að sækja upplýsingar um eitt sendingarnúmer, eru upplýsingar skráðar í svæðið Sendingarnúmer og síðan smellt á hnappinn Leita. Þá birtist ný síða með nánari upplýsingum um sendingarnúmerið.

Upplýsingar um viðskiptamann

Hér má sjá upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang einstaklings eða fyrirtækis, afgreiðsluheimild o.fl. í innflutningskerfi (merkt við Innflutningur) eða útflutningskerfi (merkt við Útflutningur)

  • Heimildir hjá skattinum
  • Upplýsingar um tegund viðskipta, afgreiðsluheimild, skuldfærsluheimild, tollkrít. Einnig upplýsingar um heimildir hjá RSK, þ.e. hvort fyrirtæki er skráð sem vörugjaldsaðili, úrvinnslugjaldsaðili eða áfengisaðili.
  • Rafræn breyting farmbréfa (eingöngu farmflytjendur og tollmiðlarar)
  • Upplýsingar um þau atriði í farmbréfi, sem fyrirtæki hefur heimild til að breyta rafrænt í farmskrárkerfi skattsins með SMT/EDI skeytum.
  • Starfsmenn með umboð til SMT/VEF- tollafgreiðslu
  • Hér er hægt að smella á hlekk til að kalla fram upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins, sem eru með umboð frá fyrirtækinu til að annast SMT-tollafgreiðslu og/eða VEF-tollafgreiðslu.

Efst í hægra horni á öllum vefsíðum Tollalínunnar kemur fram nafn og kennitala starfsmanns og nafn og kennitala fyrirtækisins í umboði hvers hún/hann er innskráð hverju sinni.

 

Skjáskot af síðu með upplýsingum um viðskiptamann

Tollskýrslur í tiltekinni stöðu

Meginreglan er að ef tollskýrsla stenst eftirlit tollyfirvalda er hún tollafgreidd sjálfvirkt í tollafgreiðslukerfinu. Sendingar og tollskýrslur geta þó stöðvast í tollmeðferð af ýmsum ástæðum. Upplýsingar um tollskýrslur og vörusendingar inn- og útflytjanda má sjá í flipunum fyrir neðan upplýsingar um viðskiptamann.
Þar er yfirlit/listi í hverjum flipa yfir sendingar í mismunandi "stöðum" í tollafgreiðslukerfinu.
Merkja verður við Innflutningur eða Útflutningur, fyrir ofan upplýsingar um viðskiptamann, til að skoða upplýsingar annars vegar úr innfutningskerfi eða hins vegar úr útflutningskerfi skattsins.

Tollmiðlari getur bæði séð sínar eigin sendingar, þar sem hann er eigandi tollskýrslu/sendingar (merkir við e.a. Innflytjandi eða Útflytjandi ) og tollskýrslur/sendingar sem hann tollafgreiðir í umboði annarra (merkir við Tollmiðlari)

Afgr. á tímab.

Listi inniheldur allar tollafgreiddar vörusendingar á tilteknu tímabili. Almennur viðskiptamaður getur skoðað að hámarki 6 mánuði í einu. Tollmiðlari getur þó eingöngu skoðað einn dag í einu fyrir tollafgreiddar innfluttar vörusendingar en 2 vikur fyrir útfluttar.

Tilb. til afgr.

Hér má finna allar sendingar sem eru tilbúnar til tollafgreiðslu í kerfi skattsins, en hafa stoppað af ýmsum ástæðum, t.d. tollkrít viðskiptamanns ekki í gildi.

Í athugasemd

Tollskýrslur sem skatturinn hefur gert athugasemdir við má finna í listanum, þ.e. skýrslur sem eru rangar eða ófullnægjandi og viðskiptamaður á eftir að leiðrétta eða gera grein fyrir til að hægt sé að halda áfram tollmeðferð sendingar.

Í biðstöðu

Listinn inniheldur allar tollskýrslur þar sem viðskiptamaður á eftir að skila viðeigandi skjölum að beiðni skattsins eða skila fullnaðaruppgjöri vegna bráðbirgðatollafgreiðslu.

Óafgr.

Hér má finna yfirlit yfir allar ótollafgreiddar vörusendingar viðskiptamanns. Sendingar sem eru í stöðunni: tilbúnar til afgreiðslu, í athugasemd hjá viðskiptamanni, tollskýrslu á eftir að skila (óinnlagðar), í skráningu hjá skattinum, í biðstöðu.

Óinnlagðar

Tollmeðferð er ekki hafin vegna vörusendinga í þessum lista. Viðskiptamaður á eftir að skila tollskýrslu.

Hér geta farmflytjendur og tollmiðlarar fengið yfirlit óinnlagðar vörusendingar á þeirra kennitölu (merkja við e.a. Innflytjandi eða Útflytjandi). Í listanum birtast þá einnig sendingar sem a) beðið hefur verið um leyfi til uppskiptinga á, og b) ekki eru uppskiptar að fullu og farmflytjandi/tollmiðlari á eftir að ljúka.

Skjáskot af síðu með upplýsingum um óinnlagðar sendingar viðskiptamanns

Óháð stöðu

Hægt er að slá inn tiltekna komu eða brottför flutningsfars, t.d. A97701019, og fá lista yfir allar vörusendingar viðskiptamanns í þeirri ferð.

Innfærðar, óafgr. (birtist eingöngu þegar valið er Innflutningur)

Listi yfir óafgreiddar vörusendingar sem fluttar hafa verið á geymslusvæði (tollvörugeymslu) fyrir ótollafgreiddar vörur.

VSK númer (birtist eingöngu þegar valið er Innflutningur)

Listi fyrir VSK-númer viðskiptamanns

Í listunum kemur fram tegund tollafgreiðslu (sjá nánar um útfyllingu aðflutnings- og útflutningsskýrslu), hvenær tollskýrsla var móttekin og e.a. afgreidd, sendingarnúmer, númer afgreiðslu, umferð tollskýrslu, þ.e. hversu oft hefur tollskýrsla verið send til tollmeðferðar innan afgreiðslu og staða tollskýrslu í kerfi skattsins.

Skjáskot af síðu með upplýsingum um stöðu sendingar í flipum - Afgreiddar á tímabili, Tilbúnar til afgreiðslu o.fl.

Hægt að smella á heiti dálka og raða. Einnig er hægt að sía/leita í listanum í innsláttarsvæði efst í hægra horni.
Í listum tollmiðlara birtist nafn og kennitala inn- eða útflytjanda en í lista viðskiptamanns birtist e.a. nafn og kennitala tollmiðlara sem lagði inn tollskýrslu.
Þegar listinn birtist má smella á Excel-hnappinn og vista listann sem Excel skjal til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni.

Smellt er á færslu í listanum til að sækja nánari upplýsingar um vörusendingu: tollskýrslu, farmskrá o.fl.

Nánari upplýsingar um vörusendingar
Þegar smellt er á færslu í listum birtast, í nýjum flipa í vafra, nánari upplýsingar um hvert sendingarnúmer.

Tollskýrsla

Upplýsingar í tollskýrslu viðskiptamanns. Ef tollmiðlari sér um tollskýrslugerð fyrir viðskiptamann, er tollmiðlarinn skráður sem umboðsmaður á tollskýrslunni, og hefur því einnig aðgang að upplýsingum tollskýrslunnar og farmskrá sendingar.

Hægt er að smella á viðeigandi flipa tollskýrslu og skoða nánar upplýsingar um eftirfarandi atriði:

Skjáskot af síðu með upplýsingum um tollskýrslu; Línur, Gjöld o.fl.

 

Línur

Vöruliðir tollskýrslunnar koma fram hér, þ.e. tollskrárnúmer, vörulýsing, nettóþyngd o.fl. - Samkvæmt tollskýrslu sem viðskiptamaður hefur sent.

Gjöld

Hér eru upplýsingar um tolla og önnur gjöld, sem lögð eru á skýrslu í tollakerfi skattsins.

Villur

Sjá má athugasemdir sem skatturinn kann að hafa gert við afgreiðslu tollskýrslunnar, einnig villur í tollskýrslu, t.d. ef vantar vörulýsingu eða fastanúmer ökutækis.

Ferill

Hér eru upplýsingar um afgreiðsluferil tollskýrslunnar.

Farmflytjendur og tollmiðlarar geta skoðað farmskrárupplýsingar vegna sendingarnúmers, sem þeir bera ábyrgð á. Í þeim tilfellum birtast þó ekki upplýsingar um allan afgreiðsluferil sendingarnúmersins heldur eingöngu upplýsingar um þann hluta afgreiðsluferilsins, sem snýr að þeim, þ.e.: "Farmskrá" (tollmeðferð ekki hafin), "Óafgreidd skýrsla" (tollmeðferð hafin) og "Afgreidd skýrsla" (tollmeðferð lokið með afhendingarheimild).

Ef tollmiðlari sendir skýrslu til tollmeðferðar sér hann allan ferilinn.

Farmskrá

 

Hér eru upplýsingar um farmskrá vörusendingar. - Skv. farmskrá sem farmflytjandi/tollmiðlari sendir skattinum.

 

  • Farmflytjendur og tollmiðlarar geta skoðað farmskrárupplýsingar vegna sendingarnúmers, sem þeir bera ábyrgð á. Hafi sendingin verið frumsending, þ.e. uppskipt sending, bætist við flipinn "Uppskiptingar". Þar eru birtar upplýsingar um sendingarnúmerin, sem urðu til við uppskiptingu.
  • Viðtökunúmer (kemur í stað Farmskrá í tollskýrslu póstsendinga)
    Hér eru upplýsingar um viðtökunúmer tollskýrslunnar. Ef smellt er á tiltekið viðtökunúmer, birtast upplýsingar um viðtökunúmerið í nýjum flipa.

    Skjáskot af síðu með upplýsingum um viðtökunúmer póstskýrsluSkýringar á upplýsingum, sem birtar eru um einstök viðtökunúmer:
    Viðtökunúmer: 13 stafa viðtökunúmer sendingarinnar.
    T-Sendingarnúmer: Ef ekki er búið að tollafgreiða vörusendinguna, er svæðið autt.
    Ef búið er að tollafgreiða vörusendinguna, eru hér upplýsingar um sendingarnúmerið sem
    var á tollskýrslunni, þegar vörur með viðtökunúmerinu voru tollafgreiddar.
    V-Sendingarnúmer: Sendingarnúmerið, sem Íslandspóstur gerir ráð fyrir að notað verði
    þegar tollafgreiðsla fer fram á vörum sem tilheyra viðtökunúmerinu.
    Í ákveðnum tilvikum er þetta sendingarnúmer þó ekki notað þegar tollafgreiðsla fer fram
    á vörum sem tilheyra viðtökunúmerinu. Í þeim tilfellum er T-sendingarnúmerið, sem nefnt
    var hér að framan, ekki það sama og V-sendingarnúmerið.
    Ákvörðunarstaður: Innflutningur: ákvörðunarstaður á Íslandi. Útflutningur: ákvörðunarstaður erlendis.
    Viðskiptaland: Viðskiptaland erlendis.
    Póststöð: Póststöð á Íslandi.
    Tegund tollafgreiðslu: Tegundir póstskýrslna eftir því hvernig varan verður tollafgreidd (sjá hér neðar).
    Brúttóvigt (grömm): Brúttóvigt vörunnar. sem viðtökunúmerið gildi um, mæld í grömmum.
    Gæta þarf þess, að brúttóvigt á tollskýrslu er aldrei tilgreind í grömmum heldur í kílóum.
    Skráningardagsetning: Dagsetningin þegar vörusendingin var skráð hjá Íslandspósti.
    Sendandi: Innflutningur: sendandi vörunnar erlendis. Útflutningur: sendandi vörunnar á Íslandi.
    Móttakandi: Innflutningur: innflytjandi vörunnar á Íslandi. Útflutningur: móttakandi vörunnar erlendis.

 

Viðskiptamaður - Viðtökunúmer

Hér er má sækja upplýsingar um eitt tiltekið viðtökunúmer póstsendinga eða fá yfirlit yfir valin viðtökunúmer. Hægt er að velja Innflutning (sjálfgefið þegar síða birtist fyrsta sinni) eða Útflutning. Í myndinni er boðið upp á tvær megin vinnuleiðir:

  1. Skrá viðtökunúmer í svæðið Viðtökunúmer og smella svo á hnappinn Leita. Þá birtast ný síða með upplýsingum um viðtökunúmerið.
  2. Hafa svæðið Viðtökunúmer autt en sækja í staðinn yfirlit yfir viðtökunúmer með því að skrá viðeigandi upplýsingar í svæðin "Listi yfir ófrágengin viðtökunúmer", "Tegund tollafgreiðslu", velja tímabil og smella því næst á hnappinn Leita.

Nánari um svæðin:

  • Viðtökunúmer: Hér er hægt að slá inn upplýsingar um eitt viðtökunúmer (sjá hér ofar).
  • Listi yfir ófrágengin viðtökunúmer: Setja þarf hak í þetta svæði, ef eingöngu á að fá yfirlit yfir ófrágengin viðtökunúmer.
  • Tegund tollafgreiðslu: Fellilisti þar sem hægt er að velja mismunandi tegundir póstskýrslna eftir tegund tollafgreiðslu. Sjálfgefið er "Öll gildi", þ.e. allar tegundir tollafgreiðslu eru birtar í yfirliti.
  • Tímabil: Hér er hægt að skrá inn tímabil frá tilteknum degi til tiltekins dags. Sjálfgefið er einn mánuður aftur í tímann.
  • Kennitala fyrirtækis: Þetta svæði birtist eingöngu hjá starfsmönnum Íslandspósts.

Listinn yfir viðtökunúmer birtist fyrir neðan hnappana Leita og Hreinsa.
Í listanum eru fjórir dálkar með upplýsingum um hvert viðtökunúmer:

  1. Viðtökunúmer: 13 stafa viðtökunúmer sendingar.
  2. Dagsetning: Dagurinn þegar póstsending var skráð hjá Íslandspósti.
  3. Sendandi: Innflutningur: sendandi erlendis - Útflutningur: sendandi á Íslandi.
  4. Tegund tollafgreiðslu: Tegundir tollskýrslna eftir því hvernig tollafgreiða á vöruna.

Þegar listinn birtist má smella á Excel-hnappinn og vista listann sem Excel skjal til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni.
Hægt er að smella á færslu í listanum og birtist þá ný síða með upplýsingum um viðtökunúmerið (sjá hér ofar).

 

Upplýsingar, sem bundnar eru farmflytjendum og tollmiðlurum:

Viðskiptamaður - Farmflytjandi/tollmiðlari

Eftirfarandi vinnuleiðir eru í boði undir Viðskiptamaður-Farmflytjandi (og e.a. Tollmiðlari)

  • Tákn
    Birt er yfirlit yfir Tákn (fyrsti stafur í sendingarnúmeri) flutningsfara farmflytjanda frá og með viðmiðunardagsetningu
    Í lista er tákn, heiti þess og gildistími. Þegar smellt er á færslu í listanum, birtist listi yfir flutningsför sem skráð eru á táknið sem valið var.
  • Flutningsför
    Hér getur farmflytjandi fengið yfirlit yfir sín eigin flutningsför sem í gildi eru á tákni á viðmiðunardegi. Þegar viðmiðunardagsetningu er breytt, þarf að hafa hugfast, að fellilisti tákns breytist sjálfkrafa og sýnir þau tákn sem eru í gildi frá og með nýrri viðmiðunardagsetningu.
    Í listanum eru dálkar með upplýsingum um hvert flutningsfar: tákn, far (þriggja stafa skammstöfun fyrir flutningsfar), heiti flutningsfars, þjóðerni fars (tveggja stafa skammstöfun lands þar sem flutningsfar er skráð) og gildistíma fars. Ekki er hægt að senda skattinum farmskrá flutningsfars sem er ekki í gildi.
    Þegar smellt er á færslu í listanum birtist listi yfir e.a. komur eða brottfarir flutningsfars frá og með viðmiðunardagsetningu.
  • Komur
    Hér getur farmflytjandi fengið yfirlit yfir komur sinna eigin flutningsfara til Íslands. Valin er viðmiðunardagsetning* (dagurinn í dag er sjálfgefinn), þá Tákn og síðan Far og smellt á Leita.
    Listinn inniheldur dálka með upplýsingum um hverja komu: koma (tákn, flutningsfar og komudagur til Íslands), komustaður (þriggja stafa skammstöfun fyrir komustað á Íslandi), heiti komustaðar, koma staðfest (upplýsingar um það hvort skatturinn sé búinn að staðfesta komuna), farmskrár-skilafrestur liðinn (fyrst um sinn birtist alltaf Nei í þessum dálki. Þær upplýsingar þarf þó að taka með fyrirvara vegna þess að í gildi eru ákveðnar almennar reglur um skilafrest á farmskrám auk þess sem skatturinn tekur ekki við rafrænum farmskrám, sem eru eldri en viðmiðunarreglur segja til um. Upplýsingar í þessum dálki taka ekki mið af fyrrnefndum reglum, Í undirbúningi eru breytingar á skráningu flutningsfara í tölvukerfi skattsins. Breytingarnar felast í því, að skráður verður sérstakur skilafrestur á farmskrám fyrir hvert flutningsfar. Þegar þessar breytingar verða teknar í gagnið, á dálkurinn Farmskrár-skilafrestur liðinn að birta upplýsingar um það hvort skilafrestur sé liðinn) og fjöldi hleðslustaða (fjöldi hleðslustaða erlendis).
    Þegar smellt er á færslu í listanum (komu) birtist, í nýjum flipa, farmskrá yfir vörusendingar sem skráðar hafa verið í valinni komu.
  • Brottfarir
    Hér getur farmflytjandi fengið yfirlit yfir brottfarir sinna eigin flutningsfara til Íslands. Valin er viðmiðunardagsetning* (dagurinn í dag er sjálfgefinn), þá Tákn og síðan Far og smellt á Leita.
    Listinn inniheldur dálka með upplýsingum um hverja brottför: brottför (tákn, flutningsfar og brottfarardagur frá Íslandi), brottfararstaður (þriggja stafa skammstöfun fyrir brottfararstað á Íslandi), heiti brottfararstaðar og fjöldi hleðslustaða (fjöldi hleðslustaða á Íslandi).
    Þegar smellt er á færslu í listanum (brottför) birtist, í nýjum flipa, farmskrá yfir vörusendingar sem skráðar hafa verið í valinni brottför.
    * Þegar viðmiðunardagsetningu er breytt, þarf að hafa hugfast, að fellilistarnir yfir tákn og för hreinsast og velja verður aftur tákn og för sem sýna þau tákn og flutningsför, sem eru í gildi frá og með nýrri viðmiðunardagsetningu.
  • Farmskrá
    Í þessari mynd (VIÐSKIPTAMAÐUR - FARMSKRÁ) getur farmflytjandi fengið yfirlit yfir sínar eigin farmskrár vegna tiltekinnar komu eða brottfarar. Efst í myndinni valið á milli innflutnings eða útflutnings (í upphafi er yfirleitt stillt á innflutning)
    Skrá þarf upplýsingar um komu eða brottför, t.d. T-FAR-15-06-8, velja stöðu sendinga (sjálfgefið er Allar stöður, sjá nánar hér neðar*) og smella á Leita.
    Birtist þá listi yfir sendingarnúmer, sem farmflytjandi eða miðlari má skoða. Fyrir ofan listann eru jafnframt upplýsingar um samtölu brúttóþyngdar og stykkjatölu allra sendingarnúmera í listanum.
    Skjáskot af síðu með upplýsingum vörusendingar komu

    Í yfirliti yfir farmskrár eru dálkar með upplýsingum um hverja farmskrá:
    Sendingarnúmer: 18 stafa sendingarnúmer vörusendingarinnar.
    Staða*: Staða sendingarnúmers í tollafgreiðslukerfi skattsins.
    Kennitala: Innflutningur: kennitala innflytjanda - Útflutningur: kennitala útflytjanda.
    Nafn: Innflutningur: nafn innflytjanda - Útflutningur: nafn útflytjanda.
    Brúttóþyngd: Brúttóþyngd vörusendingar.
    Stykkjatala: Stykkjatala í vörusendingu.
    Heiti hleðslustaðar: Innflutningur: heiti hleðslustaðar erlendis - Útflutningur: heiti hleðslustaðar á Íslandi.

    *Einn dálkur í listanum segir til um stöðu sendingar í tollafgreiðslukerfinu:
    Afgreidd skýrsla: Búið er að tollafgreiða skýrsluna.
    Afgreidd með afgreiðslunúmeri: Búið er að afgreiða skýrsluna þannig að hún var afgreidd með afgreiðslunúmeri. Þegar skýrslan barst upphaflega var hún móttekin með innfærslunúmeri.
    Farmskrá - biðstaða: Farmskrárupplýsingar eru komnar til skattsins en bárust of seint. Sendingarnúmerið er í athugun hjá skattinum.
    Farmskrá:
    1) Farmskrárupplýsingar eru komnar til skattsins en ekki búið að leggja inn tollskýrslu. Þangað til það er gert er staðan "Farmskrá" sýnd í listanum. 2) Hafi verið beðið um uppskiptingu á sendingarnúmerinu, er staðan "Farmskrá - uppskipting - leyfi" sýnd í listanum, þangað til búið er að skipta upp sendingunni. 3) Hafi sendingarnúmeri verið skipt upp en skatturinn hefur, af einhverjum ástæðum, ekki móttekið allar uppskiptingarnar (öll undirbréfin), er staðan "Farmskrá - EDI Uppskipt vantar" sýnd í listanum, þangað til allar uppskiptingar hafa verið mótteknar í tollafgreiðslukerfi Skattsins.
    Frumsending: Sendingarnúmer sem búið er að skipta upp.
    Móttaka með innfærslunúmeri: Skýrsla er komin til skattsins og var móttekin með innfærslunúmeri.
    Óafgreidd skýrsla: Skýrsla er komin til skattsins en ekki búið að tollafgreiða hana.

    Þegar listinn birtist má smella á Excel-hnappinn og vista listann sem Excel skjal til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni.
    Ef smellt er færslu í listanum birtast, í nýjum flipa, nánari upplýsingar um sendingarnúmerið.
    Skjáskot af síðu með upplýsingum um farmskrá vörusendingar

    Hafi sendingin verið frumsending, þ.e. uppskipt sending, bætist við nýr flipi í myndina þar sem hægt er að skoða uppskiptingar. Hér má sjá upplýsingar um sendingarnúmerin, sem urðu til við uppskiptingu og smella á færslu í listanum til að fá nánari upplýsingar um sendingarnúmerið.
    Skjáskot af síðu með upplýsingum um uppskiptingar vörusendingar og sendingarnúmer sem urðu til við uppskiptingu
    Smella má á Excel-hnappinn og vista listann sem Excel skjal til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni.

Sendingarnúmer sem birtast í yfirliti farmflytjanda og tollmiðlara

Í Tollalínunni gilda ákveðnar reglur um farmskrárupplýsingar, sem farmflytjandi fær aðgang að. Einnig gilda ákveðnar reglur um aðgang tollmiðlara að farmskrárupplýsingum.

Farmskrár og uppskiptar sendingar - aðgangur að upplýsingum

Farmflytjendur og tollmiðlarar mega bara skoða sínar eigin farmskrár og uppskiptingar. Hér á eftir er gerð grein fyrir því hvernig þessu er framfylgt í Tollalínunni. Einnig er gerð grein fyrir samspili þessara reglna og svæðinu Sendingarnúmer á upphafssíðu Tollalínunnar, sbr. efst í þessu skjali.

Farmflytjandi - Farmskrá

Tilheyri flutningsfarið farmflytjanda, birtist yfirlit yfir sendingarnúmer.
Hafi sendingarnúmeri verið skipt upp, er sendingarnúmerið með stöðuna frumsending í yfirliti.
Eftirfarandi gildir, ef farmflytjandi skiptir sjálfur upp sendingarnúmeri:
Sendingarnúmer, sem orðið hafa til þegar farmflytjandi skiptir upp öðru sendingarnúmeri, birtast ekki í þessu yfirliti. Til að skoða sendingarnúmer,sem urðu til við uppskiptingu, þarf að smella á færsluna (sendingarnúmerið) fyrir frumsendinguna. Á síðunni, sem þá birtist, þarf að smella á flipann Uppskiptingar.
Eftirfarandi gildir, ef tollmiðlari skiptir upp sendingarnúmeri:
Ef tollmiðlari skiptir upp sendingarnúmeri sér farmflytjandi ekki þau sendingarnúmer, sem urðu til við uppskiptingu hjá tollmiðlaranum. Farmflytjandinn sér sendingarnúmerið til tollmiðlarans sem frumsendingu en ekki þau sendingarnúmer, sem miðlarinn býr til við uppskiptingu. Þegar hann smellir á flipann Uppskiptingar birtast honum skilaboð um að hann hafi ekki heimild til að skoða uppskiptingar sendingarnúmers.

Tollmiðlari - Farmskrá

Eingöngu birtist yfirlit yfir sendingarnúmer þar sem tollmiðlarinn sjálfur er innflytjandi.
Hafi sendingarnúmeri verið skipt upp, er sendingarnúmerið með stöðuna frumsending í yfirliti.
Eftirfarandi gildir, ef tollmiðlari skiptir sjálfur upp sendingu (köllum hann miðlara1 í textanum):
Sendingar, sem orðið hafa til þegar miðlari1 skipti upp sendingarnúmeri,birtast ekki í þessu yfirliti. Til að skoða sendingar, sem urðu til við uppskiptingu, þarf að miðlari1 að smella á færsluna fyrir frumsendinguna. Á síðunni sem þá birtist, þarf að smella á flipann Uppskiptingar.
Eftirfarandi gildir, ef miðlari1 skiptir upp sendingu og nýr tollmiðlari (köllum hann miðlara2 í textanum) tekur við einhverri sendingunni, sem til varð við uppskiptinguna hjá miðlara1:
Ef sendingarnúmerinu, sem miðlari2 fær til ráðstöfunar, er síðan skipt upp hjá miðlara2, þarf miðlari1 að gæta þess vel að hann sér ekki þau sendingarnúmer, sem urðu til við uppskiptingu hjá miðlara2. Miðlari1 sér sendingarnúmerið til miðlara2 sem frumsendingu en ekki þau sendingarnúmer, sem miðlari2 býr til við uppskiptingu.

Farmflytjandi - Uppskiptingar

• Í lýsingu á vinnuleiðinn Farmflytjandi - Farmskrá hér að ofan, er útskýrt hvenær farmflytjandi getur skoðað upplýsingar um uppskiptar sendingar. Sömu reglur gilda um Farmflytjandi - Uppskiptingar.
Með tilliti til upplýsinga um uppskiptingar, er munurinn á Farmflytjandi -Uppskiptingar og Farmflytjandi - Farmskrá eingöngu fólginn í mismunandi vinnulagi við að nálgast sömu upplýsingar um uppskiptingar, þannig:
◦ Ef athuga á uppskiptingar, er hægt að fara beint í Farmflytjandi - Uppskiptingar til að sækja upplýsingar.
◦ Ef viðskiptamaður er staddur í myndinni Farmflytjandi - Farmskrá, og smellir á færslu með við frumsendingu og síðan á flipann Uppskiptingar (í nýjum flipa), birtast sömu upplýsingar og birst hefðu, ef strax hefði verið farið í Farmflytjandi - Uppskiptingar.

Tollmiðlari - Uppskiptingar

Í lýsingu á vinnuleiðinni Tollmiðlari - Farmskrá hér að ofan, er útskýrt hvenær tollmiðlari getur skoðað upplýsingar um uppskiptar sendingar. Sömu reglur gilda um Tollmiðlari - Uppskiptingar.
Með tilliti til upplýsinga um uppskiptingar, er munurinn á Tollmiðlari - Uppskiptingar og Tollmiðlari - Farmskrá eingöngu fólginn í mismunandi vinnulagi við að nálgast sömu upplýsingar um uppskiptingar, þannig:
◦ Ef athuga á uppskiptingar, er hægt að fara beint í Tollmiðlari - Uppskiptingar til að sækja upplýsingar.
◦ Ef viðskiptamaður er staddur í myndinni Tollmiðlari - Farmskrá, og smellir á færslu með frumsendingu og síðan á flipann Uppskiptingar (í nýjum flipa), birtast sömu upplýsingar og birst hefðu, ef strax hefði verið farið í Tollmiðlari - Uppskiptingar.

Sendingarnúmer - gildir um farmflytjendur

• Ef farmflytjandi er innflytjandi eða útflytjandi á tollskýrslu, þarf hann að slá inn sendingarnúmer til að skoða tollskýrsluna.
• Rétt er þó að hafa eftirfarandi í huga, þegar farmflytjandi sækir yfirlit í Farmskrá eða Uppskiptingar: Ef farmflytjandi er innflytjandi eða útflytjandi einhverrar sendingar, sem birtist á yfirlitinu, getur hann smellt á færslu sendingarnúmers og skoðað allar upplýsingar um sendingarnúmerið. Hann þarf með öðrum orðum ekki að nota Sendingarnúmer í þessum tilgangi.
Sendingarnúmer - gildir um tollmiðlara
• Nú gerir tollmiðlari tollskýrslu fyrir innflytjanda eða útflytjanda og er skráður sem umboðsmaður á tollskýrslunni. Nú þarf tollmiðlari að hafa hugfast, að hann skoðar tollskýrsluna með því að slá inn sendingarnúmer í svæðið Sendingarnúmer.
• Tollmiðlari þarf einnig að hafa þetta hugfast, ef hann ætlar að skoða tollskýrslu, þar sem hann er sjálfur innflytjandi eða útflytjandi.

• Rétt er þó að hafa eftirfarandi í huga, þegar tollmiðlari sækir yfirlit í Farmskrá eða Uppskiptingar: Ef tollmiðlarinn er innflytjandi, útflytjandi eða umboðsmaður einhverrar sendingar, sem birtist á yfirlitinu, getur hann smellt á færslu sendingarnúmers og skoðað allar upplýsingar um sendingarnúmerið. Hann þarf með öðrum orðum ekki að nota Sendingarnúmer í þessum tilgangi.

Uppskiptingar

Hér geta farmflytjendur og tollmiðlarar fengið yfirlit yfir sendingarnúmer, sem mynduðust þegar tilteknu sendingarnúmeri var skipt upp.

Í textanum hér á eftir er orðið frumsending notað yfir sendingarnúmer, sem búið er að skipta upp í eitt eða fleiri önnur sendingarnúmer.

• Velja verður Innflutningur eða Útflutningur áður en sendingarnúmer er slegið inn (athugið að sjálfgefið er Innflutningur). Skrá má sendingarnúmer frumsendingar eða sendingarnúmer sem varð til við uppskiptingu, og smella á Leita.

• Í lista koma fram sendingarnúmer frumsendingar og öll sendingarnúmer, sem urðu til við uppskiptingu. Fyrir ofan listann eru jafnframt upplýsingar um samtölu brúttóþyngdar og stykkjatölu uppskiptinga (undirbréfa) ásamt fjölda uppskiptinga sem gefið var leyfi fyrir (Leyfi) og samtals uppskiptinga (undirbréfa) sem skatturinn hefur móttekið, þ.e. alls uppskiptingar komnar inn.

Skjáskot af síðu með upplýsingum um uppskiptingar frumsendingar og sendingarnúmer sem urðu til við uppskiptingu


Í Tollalínunni gilda ákveðnar reglur um uppskiptingar og aðrar farmskrárupplýsingar,sem farmflytjandi fær aðgang að. Einnig gilda ákveðnar reglur um aðgang tollmiðlara að farmskrárupplýsingum (sjá hér ofar).

Í listanum eru dálkar með upplýsingunum um hvert sendingarnúmer:
Sendingarnúmer: 18 stafa sendingarnúmer vörusendingarinnar.
Staða*: Staða sendingarnúmers í tollafgreiðslukerfinu.
Brúttóþyngd: Brúttóþyngd vörusendingar.
Stykkjatala: Stykkjatala í vörusendingu.
Kennitala: Innflutningur: kennitala innflytjanda - Útflutningur: kennitala útflytjanda.
Nafn: Innflutningur: nafn innflytjanda - Útflutningur: nafn útflytjanda.

*Dálkurinn "Staða" segir til um stöðu sendingar/tollskýrslu í tollafgreiðslukerfi skattsins (sjá nánar hér ofar).
Þegar listinn birtist má smella á Excel-hnappinn og vista listann sem Excel skjal til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni.
Ef smellt er færslu í listanum birtast, í nýjum flipa, nánari upplýsingar um sendingarnúmerið.

 

Upplýsingar fyrir tollmiðlara

Neðangreindar vinnuleiðir eru undir Viðskiptamaður-Tollmiðlari

 

  • Farmskrá (sjá skýringar hér ofar).
  • Uppskiptingar (sjá skýringar hér ofar).
  • Athuga skuldfærsluheimild (eingöngu fyrir tollmiðlara)
    Á þessari síðu er hægt að athuga hvort tiltekið fyrirtæki er með skuldfærsluheimild hjá skattinum. Það er gert með því að slá inn kennitölu fyrirtækis og tiltekið sendingarnúmer, sem tilheyrir kennitölu innflytjandans og smella svo á hnappinn Leita. Niðurstöður birtast á skjánum undir liðnum Svör.

 

Hægt er að athuga 12 fyrirtæki í hverri fyrirspurn, þ.e. hægt er að skrá inn 12 mismunandi kennitölur og sendingarnúmer og fá niðurstöður fyrir allar kennitölurnar í sömu fyrirspurninni.

Vinnslur

Hér er hægt að panta vinnslur. Sjá má lista yfir þær vinnslur sem þegar hafa verið pantaðar: tegund vinnslu, hver pantaði, hvenær o.fl.
Þegar smellt er á færslu/vinnslu í listanum birtist niðurstaða vinnslunnar í nýjum glugga. Hægt er að skoða á skjá eða hala niður, til frekari vinnslu hjá viðskiptamanni, sem Excel skjal eða XML

Um er að ræða neðangreindar vinnslur:

 

  • yfirlit yfir afgreiddar inn- eða útflutningsskýrslur. Hægt að panta yfirlit fyrir allt að einu ári (12 mánuði) í senn.
  • (hafa ber í huga að birtar eru upplýsingar um nýjustu afgreiðslu hvers sendingarnúmers. Því þarf að hafa hugfast: Tiltekið sendingarnúmer var tollafgreitt árið 2018 og síðan leiðrétt og tollafgreitt árið 2019 með innlagningu nýrrar tollskýrslu. Ef pantaður er listi fyrir árið 2018, kemur þetta sendingarnúmer ekki með á listanum vegna þess að nýjasta afgreiðslan var ekki á tímabilinu, sem listinn nær yfir)
  • yfirlit yfir núverandi greiðslustöðu vegna aðflutningsgjalda.
  • óinnlagðar innfluttar vörusendingar í tiltekinni vörugeymslu. Eingöngu fyrir farmflytjendur og tollmiðlara.
  • óinnlagðar útfluttar vörusendingar í tiltekinni vörugeymslu. Eingöngu fyrir farmflytjendur og tollmiðlara.
  • yfirlit yfir skuldfærð aðflutningsgjöld (Skuldfærslulisti). Hægt er panta yfirlit fyrir allt að 2 mánuði í senn.
  • (skýringar á heitum dálka í skuldfærslulista)

 

Vinnslulistar í gömlu Tollalínunni eru EKKI aðgengilegir í þeirri nýju. Þurfi að skoða slíka lista verður að panta þá aftur.

 

Almennar upplýsingar

Tollskrá - innflutningur
Hér má fá upplýsingar um tollskrárnúmer í tollskrá innflutnings.

Tollskrá - útflutningur
Hér má fá upplýsingar um eitt tiltekið tollskrárnúmer í tollskrá útflutnings.

Um er að ræða upplýsingar um tollskrárnúmer og skilmála, sem tengdir eru hverju tollskrárnúmeri - vegna inn- og útflutnings; sitt hvor skráin.

Skilmálar tollskrár
Hér er hægt að fá yfirlit yfir ýmis atriði, sem tengd eru einstökum tollskrárnúmeri (atriði, sem tengd eru hverju tollskrárnúmeri, eru kölluð skilmálar tollskrárnúmers). Um er að ræða t.d.: bönn, gjöld, leyfi, tolla, úrvinnslugjöld.

Tollgengi
Hér er hægt að fá yfirlit yfir tollafgreiðslugengi.

Lyklar
Hér er hægt að fá yfirlit yfir ýmsar skammstafanir (lykla), sem notaðar eru við tollskýrslugerð og í svörum frá skattinum, þ.e.: afhendingarskilmálar, ákvörðunarstaðir, lönd, skjöl, vörugeymslur o.fl.

 

Útprentun

Hægt er að sækja prentvæna útgáfu af tollskýrslu sem notandi hefur opnað og er á skjánum. Það er gert með því að smella á hnappinn Prentvæn (pdf). Kerfið býr til pdf skjal á stöðluðu SAD formi óháð stöðu skýrslu. 

Jafnframt er hægt að sækja rafrænt undirrituð afrit af tollafgreiddum skýrslum. Annarsvegar er um að ræða staðfest afrit tollskýrslu og hinsvegar löndunarvottorð. Þessi skjöl er hægt að útbúa og sækja undir flipanum "Skjöl"


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum