Útvarpsgjald
Útvarpsgjald er lagt er á einstaklinga og lögaðila samhliða álagningu opinberra gjalda.
Einstaklingar
Útvarpsgjaldið er lagt á einstaklinga sem eru 16 ára til og með 69 ára á tekjuárinu, sem eru með tekjustofn yfir tekjumörkum, í fyrsta skipti við álagningu ári eftir að 16 ára aldri er náð. Undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins. Þannig eru þeir sem verða 70 ára á árinu 2023 undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds við álagningu 2024.
Tekjustofn er tekjuskattsstofn að viðbættum fjármagnstekjuskattsstofni. Hjá hjónum og samsköttuðu fólki bætist þó einungis helmingur sameiginlegs fjármagnstekjuskattsstofns við tekjustofn hjá hvoru fyrir sig.
Tekjumörk vegna útvarpsgjalds einstaklinga eru reiknuð skattleysismörk fyrir hvert ár.
Lögaðilar
Gjaldskylda hvílir á innlendum lögaðilum. Undanþegnir greiðslu eru dánarbú, þrotabú og lögaðilar sem sérstaklega eru undanþegnir skattskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt.
Fjárhæð útvarpsgjalds
Fjárhæðin er sú sama hjá lögaðilum og einstaklingum.
Gjaldár |
Útvarpsgjald - fjárhæð |
Tekjumörk einstaklinga |
2024 | 20.900 | 2.276.569 |
2023 | 20.200 | 2.057.211 |
2022 | 18.800 | 1.938.025 |
2021 | 18.300 | 1.870.828 |
2020 | 17.900 | 1.833.671 |
2019 | 17.500 | 1.750.783 |
2018 | 17.100 | 1.718.678 |
2017 | 16.800 | 1.678.001 |
2016 | 16.400 | 1.637.600 |
2015 | 17.800 | 1.624.603 |
2014 | 19.400 |
1.559.003 |
2013 | 18.800 |
1.495.407 |
2012 | 18.800 |
1.421.780 |
2011 | 17.900 |
1.425.218 |
2010 | 17.200 |
1.361.468 |
2009 | 17.200 |
1.143.362 |
Ítarefni
Hvar finn ég reglurnar?
Einstaklingar undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds – 2. mgr. 10. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.
Gjaldskyldir lögaðilar – 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 23/2013 , um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu.
Lögaðilar undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds – 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. og 4. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Útvarpsgjald – 1. tölul. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu