Úrræði fyrir rekstraraðila í Grindavík

Vegna áhrifa náttúruhamfara á rekstrarumhverfi fyrirtækja í Grindavík eru nokkur úrræði í boði sem rekstraraðilar geta nýtt sér. 


Rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavík

Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklingar í Grindavík geta sótt um sérstakan rekstrarstuðning vegna tekjufalls sem rekja má til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ. Stuðningurinn tekur til almanaksmánaðanna nóvember 2023 til og með desember 2024.

Lesa meira

Frestun staðgreiðsluskila og skila á tryggingagjaldi

Launagreiðendum í Grindavík sem eiga við verulega rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls í kjölfar náttúruhamfara er heimilt að sækja um frest á skilum á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi.

Lesa meira

Sérstök heimild til niðurfellingar álags á vangreiddan virðisaukaskatt

Ríkisskattstjóra er heimilt að fella niður álag á vangreiddan virðisaukaskatt rekstraraðila í Grindavík vegna uppgjörstímabila frá og með 1. september 2023 til og með 31. desember 2024.

Lesa meira

Lækkun/niðurfelling fyrirframgreiðslu skatta

Heimilt er að lækka eða fella niður fyrirframgreiðslu tekjuskatts hjá þeim lögaðilum sem orðið hafa fyrir röskun á starfsemi sinni í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara. 

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum