Rekstrarstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavík

Fyrirtæki og sjálfstætt starfandi einstaklingar í Grindavík geta sótt um sérstakan rekstrarstuðning vegna tekjufalls sem rekja má til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

Stuðningurinn tekur til almanaksmánaðanna nóvember 2023 til og með mars 2025.

Sótt er um fyrir hvern liðinn almanaksmánuð sérstaklega.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2025.

Vegna breytinga á skilyrðum sem lögfest voru í júní 2024 mun Skatturinn endurákvarða rekstrarstuðning hjá þeim sem hafa nú þegar fengið greiddan/sótt um stuðning miðað við nýjar reglur ef það leiðir til hækkunar á stuðningnum. Ekki þarf að sækja um þetta sérstaklega. 

Fjárhæð rekstrarstuðnings

Rekstrarstuðningur vegna hvers almanaksmánaðar ákvarðast af því hvor eftirtalinna fjárhæða er lægri:

  1. Rekstrarkostnaður umsækjanda þann almanaksmánuð sem umsókn varðar.
  2. Margfeldi eftirfarandi stærða (margfalda saman stafliði a. * b. * c.):
  1. 600 þúsund kr.
  2. Fjöldi stöðugilda hjá umsækjanda í nóvember 2023, að hámarki tíu stöðugildi.
  3. Tekjufall skv. 2. tölul. 4. gr. (%)

Dæmi um útreikning

Rekstrarkostnaður í umsóknarmánuði er kr. 2.000.000

Fjöldi stöðugilda í nóvember 2023 er 5,75

Tekjufall er 45%

Saman reiknast það 600.000 kr. x 5,75 x 45% = 1.552.500

Sem er lægra en viðmið skv. tölulið eitt.

Ákvarðaður styrkur getur því orðið kr. 1.552.500

Sé tekjufall 50% eða hærra reiknast það sem 100% við ákvörðun á rekstrarstuðningnum. 

Rekstrarstuðningur telst til skattskyldra tekna samkvæmt lögum um tekjuskatt.

Skilyrði fyrir rekstrarstuðningi:

  • Umsækjandi stundaði atvinnurekstur og var með tekjuaflandi starfsstöð í Grindavík 10. nóvember 2023.
  • Umsækjandi ber ótakmarkaða skattskyldu hér á landi.
  • Tekjur í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar voru a.m.k. 20% lægri en í sama almanaksmánuði ári áður og tekjufallið má rekja til náttúruhamfara í Grindavíkurbæ. 
  • Umsækjandi var í skilum með opinber gjöld, skýrslur og ársreikninga og bú ekki tekið til gjaldþrotaskipta (nánar að neðan)

Annað viðmiðunartímabil

Stöðugildi í nóvember 2023

Skilyrði að umsækjandi hafi staðið í skilum

Umsókn

Umsókn um rekstrarstuðning skal beint til Skattsins fyrir hvern almanaksmánuð og eigi síðar en 31. mars 2025. Sótt er um með útfyllingu á eyðublaðinu RSK 25.01 á vef Skattsins sem er á PDF formi. 

Umsókn má senda á netfangið grindavik@skatturinn.is.

Opna umsókn RSK 25.01


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum