Slysatrygging við heimilisstörf

Óskað er eftir slysatryggingu við heimilisstörf með því að merkja við sérstakan reit á forsíðu skattframtals.

Þau sem fylla út viðeigandi reit á skattframtali teljast slysatryggð við heimilisstörf frá 1. júní það ár til 31. maí árið eftir, enda hafi skattframtali verið skilað til skattyfirvalda innan lögbundins frests. Slysatryggingin gildir því aðeins að framtali sé skilað á réttum tíma. 

Iðgjald vegna tryggingarinnar er lagt á við álagningu opinberra gjalda. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Slysatrygging við heimilisstörf - 8. gr. laga nr. 45/2015, um slysatryggingar almannatrygginga

Annað

Nánari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands - Slys við heimilisstörf


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum