Greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds

Launagreiðendum, sem fengið hafa frest hjá Skattinum til skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021, geta sótt um að þeim greiðslum verði dreift á 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur þar sem fyrsta greiðsla er 1. júlí 2022.

Sækja þarf um greiðsludreifingu á þjónustusíðu Skattsins í síðasta lagi þann 15. júní 2021.

 

Nánari um úrræðið

Með lögum nr. 36/2021, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (greiðsludreifing staðgreiðslu og tryggingagjalds, úttekt séreignarsparnaðar) var lögaðilum og einstaklingum í atvinnurekstri, sem fengið hafa frest til að skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021 veitt heimild til að sækja um greiðsludreifingu á þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur.  

Fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar er 1. júlí 2022.

Hafi krafa í greiðsludreifingu ekki verið greidd á eindaga, sem er 14 dögum eftir gjalddaga, leggjast dráttarvextir á fjárhæðina sem er gjaldfallin, frá gjalddaga.

Verði vanskil á þremur frestuðum greiðslum fellur greiðsludreifingin niður og ógjaldfallnar kröfur í greiðsludreifingu falla í gjalddaga. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar eftir að greiðsludreifingin féll niður og eindagi er 14 dögum síðar. Sé krafan ekki greidd á eindaga leggjast á dráttarvextir frá gjalddaga.

Skilyrði greiðsludreifingar

Skilyrði fyrir greiðsludreifingu eru að aðili sé á umsóknardegi í skilum með önnur opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komin voru á eindaga 31. desember 2019. Álagðir skattar og gjöld á árinu 2020 skulu ekki vera byggð á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum, skýrslum og skilagreinum. Þá skal bú aðila ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta eða aðila verið slitið. Umsækjandi skal staðfesta í umsókn að hann uppfylli skilyrði fyrir greiðsludreifingu.

 

Leiðbeiningar fyrir umsókn

Útbúinn hefur verið rafrænn farvegur fyrir umsóknir um greiðsludreifingu staðgreiðslu og tryggingagjalds. 

Innskráning á þjónustuvef

Fyrsta skrefið er að skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins með veflykli staðgreiðslu.

Hjá flestum launagreiðendum ætti að birtast kassi líkt og hér til hliðar á forsíðu þjónustusíðu eftir innskráningu.
Þeir einir fá upp umsókn um greiðsludreifingu sem fengið höfðu frest hjá Skattinum til að skila á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum vegna ársins 2020 til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021.


 Skilyrði fyrir greiðsludreifingu

Skilyrði fyrir greiðsludreifingu eru að rekstraraðili sé á umsóknardegi í skilum með önnur opinber gjöld, skatta og skattsektir sem komnar voru á eindaga 31. desember 2019. Álagðir skattar og gjöld á árinu 2020 skulu jafnframt ekki vera byggð á áætlunum vegna vanskila á skattframtölum, skýrslum og skilagreinum. Bú aðila skal ekki hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta eða hafa verið slitið.Senda umsókn

Þegar skilyrði hafa verið samþykkt skal senda umsókn.

Umsækjandi þarf að staðfesta að hann hafi kynnt sér ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda er varða greiðsludreifingu.Umsókn móttekin

Á staðfestingu á móttöku umsóknar er farið tilgreind sú fjárhæð sem óskað er greiðsludreifingar á, hverjir gjalddagar voru og hvenær fyrsti gjalddagi greiðsludreifingar ber upp.
Staðfesting umsóknar

Undir samskiptaflipanum á þjónustusíðunni má sækja kvittun fyrir umsókn um greiðsludreifingu.


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum